24 stundir


24 stundir - 23.02.2008, Qupperneq 44

24 stundir - 23.02.2008, Qupperneq 44
þú hefur séð í matargerð? „Það sérkennilegasta sem hefur hent mig varðandi matargerð var þegar ég var boðaður til New York til að matreiða á Waldorf Astoria- hótelinu á árlegum kvöldverði Explorer Club, sem er fínn land- könnuðaklúbbur. Vilhjálmur Stef- ánsson var meðlimur í honum og Steve Fossett sömuleiðis. Ari Trausti Guðmundsson og Ragnar Th. Sigurðsson voru meðal gesta þetta kvöld og Ólafur Ragnar og Dorritt sömuleiðis. Íslenskt lamba- kjöt átti að vera aðalrétturinn og það var mitt hlutverk að sjá um þá matseld. Á undan kvöldverðarboðinu var haldið allsérstakt kokteilboð þar sem á boðstólum var alls kyns skrýtinn matur sem landkönnuðir leggja sér til munns í dýpstu Afríku eða öðrum afskekktum stöðum. Þarna var heilsteiktur bifur, krókó- díll, fjallageit, sporðdrekahalar, risakakkalakkar frá Madagaskar, snákar og allavega ormar og lifrur. Stórar svartar, loðnar tarantúlur komu lifandi frá Kambódíu og La- os. Þær þóttu betri en tarantúlur frá Amazon sem eiga til að vera nokkuð eitraðar. Tarantúlunum var drekkt í koníaki í tvo tíma og síðan voru þær flamberaðar inni í ofni, settar á pinna, þaktar temp- uradeigi og djúpsteiktar. Kokkarnir sögðu mér að ég gæti ekki verið þekktur fyrir annað en að smakka á góðgætinu, það væri nú einu sinni þannig að allir al- mennilegir kokkar vildu vera í sporum mínum og fá að narta í þennan sérkennilega mat. Fyrir kurteisissakir beit ég í einn kóngulóarfótinn og sagði við sjálf- an mig: Nú er ég búinn að smakka tarantúlu. Ég fann reyndar lítið bragð, sem var sennilega bara blessun. Kokkarnir sögðu mér að réttast væri að sleppa því að smakka á sporðdrekahölunum þar sem þeir væru mjög dýrir og lítið til af þeim. Ég hafði satt að segja engan áhuga á þessum sporðdreka- hölum sem minntu helst á hum- arhala. Ég hef aldrei upplifað jafn einkennilega matreiðslu á mínum langa matreiðsluferli og þarna átti sér stað. Þarna lærði ég uppskrift- ina að tarantúlu og hef nú miðlað henni til lesenda.“ Þú hefur eldað fyrir fjölda fólks. Hefurðu kynnst miklum stjörnu- stælum? „Ég hef aldrei kynnst frægðar- hroka. Ég þekki stórfræga menn sem hafa verið frægir allt sitt líf. Þeir eru ekki með frægðarstæla en eru orðnir vanir því að vera frægir. Ég hef tekið eftir því að slíkt fólk á mjög auðvelt með að sjá sig og tala um sig í þriðju persónu. Fólki finnst þá oft að viðkomandi sé mjög upptekinn af sjálfum sér en það er misskilningur. Fólk sem er mikið í fjölmiðlum skilur oft á milli eigin persónu og persónunnar sem birtist í fjölmiðlum og mér finnst það að mörgu leyti skiljanlegt. Ég man að Cliff Richard kom mér mjög á óvart vegna þess hversu geðugur hann var. Hann hafði sér- lega góða áru, var ákaflega kurteis og þægilegur í alla staði, enda hefur hann verið frægur í fimmtíu ár. Áratuga frægð gerir menn auð- mjúka. Það var mjög gaman að hitta Diönu Krall. Hún hélt tónleika í Laugardalshöll og með henni kom þessi flotta djasshljómsveit hennar. Þetta eru frábærir músíkantar og miklir mataráhugamenn. Diana kom til mín kvöldið fyrir tón- leikana til að borða á Óðinsvéum ásamt tólf manna hóp. Ég var með þeim allt kvöldið og við töluðum um mat og vín. Elvis Costello, eig- inmaður hennar, slóst í hópinn þegar partíið var hálfnað eftir að einkaþota hans hafði lent á Reykja- víkurflugvelli. Næstfrægasti Elvis- inn sögðu þeir í eldhúsinu þegar hann mætti. Tónleikarnir í Laugardalshöll- inni voru frábærir. Diana talaði við salinn á milli laga og sagði að mat- urinn á Íslandi væri frábær. Siggi is beautiful, sagði hún og ég lyftist upp í stólnum. Eftir tónleikana var haldið boð í höllinni Diönu til heiðurs og okkur Svölu var boðið. Skyndilega kallaði aðstoðarmaður Diönu í mig og sagði mér að Diönu langaði ekkert til að mæta í boðið, heldur vildi borða á Óðinsvéum. Klukkan var ellefu og við Svala fór- um beint á Óðinsvé og létum dúka borð. Diana kom með hljómsveit- ina og Elvis. Það var borðað og drukkið langt fram eftir nóttu. Þetta er með því skemmtilegra sem ég hef upplifað í starfi.“ Sérsniðnir kokkar Eiga bestu matreiðslumenn sem þú hefur kynnst eitthvað sameigin- legt? „Þegar upp er staðið hafa þeir allir sama kjarna. Þetta eru ástríðu- fullir menn sem njóta starfs síns fram í fingurgóma. Þeir eru næmir og nákvæmir en um leið fjörugir. Skiptast á að vera skapgóðir og skapvondir og njóta athyglinnar sem þeir fá. Þeir eru smáskrýtnir, ekki alveg venjulegir. Ætli það megi ekki bara orða það þannig að þeir séu sérsniðnir. Sjálfur er ég svona sérsniðinn og nýt þess.“ Ertu jafn glaðlyndur og þú virðist vera, ertu kannski tilfinningamaður sem rýkur stundum upp? „Já, ég er tilfinningamaður. Ég get verið andskoti leiðinlegur og viðskotaillur og alveg svakalega erf- iður ef þess þarf – og stundum þannig að ég tek það nærri mér. En í eðli mínu er ég mjög geðgóður og mér líður yfirleitt vel. Ég á létt með að hlæja og skemmta mér og deila gleði með öðrum. Ég er ekki kæru- laus en get sýnt kæruleysislegt við- mót gagnvart því sem mér leiðist. Ég tek starf mitt alvarlega og er mjög vandvirkur. Mér finnst ég hafa gefið mikið af mér. Ég hef gert það sem mig hefur langar til. Ég er búinn að sjá Rolling Stones mörg- um sinnum, ég er líka búinn að fara upp í Eiffel-turninn og hef oft farið til New York. Það er sagt að þetta sé einmitt það sem maður eigi að gera áður en maður deyr. Ég er búinn að öllu þessu.“ Þér finnst lífið mjög skemmtilegt, kvíðirðu því að deyja? „Vegna minna nánustu þætti mér leiðinlegt að deyja. Sjálfur myndi ég þó deyja sáttur vegna þess að ég er búinn að gera marga góða hluti. En ég vona að ég fái að lifa þó nokkur ár í viðbót. Mér finnst svo óskaplega gaman að vera til.“ Skapið Ég á létt með að hlæja og skemmta mér og deila gleði með öðrum. a Fyrir kurteis- issakir beit ég í einn kónguló- arfótinn og sagði við sjálfan mig: Nú er ég bú- inn að smakka tarantúlu. a Ég man að Cliff Richard kom mér mjög á óvart vegna þess hversu geðugur hann var. Hann hafði sérlega góða áru, var ákaflega kurteis og þægilegur í alla staði, enda hefur hann verið frægur í fimmtíu ár. Ára- tuga frægð gerir menn auðmjúka. Árvakur/RAX 44 LAUGARDAGUR 23. FEBRÚAR 2008 24stundir 2 fyrir 1 á skiði til Austurríkis 1. mars frá kr. 19.990 Heimsferðir bjóða frábær tilboð á síðustu sætunum á skíði í Austurríki í mars. Bjóðum vikuferð 1. mars; frábær sértilboð á flugsætum og frábær tilboð á flugi og gistingu. Þú bókar tvö flugsæti en greiðir aðeins fyrir eitt. Tryggðu þér skíðafrí á besta verðinu og bókaðu strax. Mjög takmarkað framboð flugsæta. Skógarhlíð 18 • sími 595 1000 • www.heimsferdir.is Munið Mastercard ferðaávísunina Birt með fyrirvara um prentvillur. Heimsferðir áskilja sér rétt til leiðréttinga á slíku. Ath. að verð getur breyst án fyrirvara. Síðustu sætin Verð kr. 19.990 Flugsæti með sköttum. 1. mars. Netverð á mann. Verð kr. 49.990 Flug og gisting í viku Netverð á mann, m.v. gistingu í tvíbýli á gististað "án nafns" í Zell am See / Schuttdorf / Lungau með morgunverði í 7 nætur (sjá skilmála "stökktu tilboðs"). Sértilboð 1. mars. Verð kr. 59.990 Vikuferð með hálfu fæði Netverð á mann, m.v. gistingu í tvíbýli á Skihotel Speiereck *** í Lungau með hálfu fæði í 7 nætur. Sértilboð 1. mars. Verð kr. 84.990 Frábært **** hótel með hálfu fæði Netverð á mann, m.v. gistingu í tvíbýli á Hotel Unterberghof í Flachau með hálfu fæði í viku. Sértilboð 1. mars.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

24 stundir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.