24 stundir


24 stundir - 23.02.2008, Qupperneq 50

24 stundir - 23.02.2008, Qupperneq 50
50 LAUGARDAGUR 23. FEBRÚAR 2008 24stundir Laugardaginn 2. júní árið 1934, klukkan hálftvö, varð mikill jarð- skjálfti við Eyjafjörð. Tjónið varð mest á Dalvík og í Svarfaðardal. Ekkert manntjón varð. Á Akureyri lék allt á reiðiskjálfi og skip sem lágu við Akureyrar- höfn nötruðu. Togarar sem voru við mynni Eyjafjarðar héldu á Um 200 manns heimilislaus Dalvík um vetur Árið 1934 varð þar mikið tjón í jarðskjálfta. Mynd/Ragnar Th. Árið 1934 olli jarðskjálfti miklu tjóni á Dalvík og um 200 manns urðu heimilislaus. Tjón varð víða í Eyjafirði. Jarð- skjálftinn olli skiljanlega mikilli skelfingu meðal íbúa á Norðurlandi. brott eftir fyrsta kippinn. Báðum megin Eyjafjarðar hrundi mikið af grjóti. Kartöflur sem höfðu verið settar niður köstuðust upp úr moldinni. Í Hrísey færðist 200 kílóa pen- ingaskápur úr stað og fimm hús skemmdust. Tjón varð í Svarfaðar- dal. Féll í yfirlið af hræðslu Mest tjón varð á Dalvík. Hús voru skemmd, sprungin eða hálf- hrunin. Flest það sem brotnað gat var í molum. Í einu húsi hafði kona nýalið barn og lá á sæng. Húsið skemmd- ist mikið við skjálftann og hrundu flísar úr veggjum yfir konuna. Hún komst þó út ómeidd. Í smiðju nokkurri ætluðu menn að hlaupa út um dyrnar þegar skjálftinn reið yfir en hurðin skekktist í skjálft- anum og þeir gátu ekki bifað henni. Þá féll einn veggur smiðj- unnar og þannig komust þeir út. Í öðru húsi var kona ein heima þegar jarðskjálfinn reið yfir. Hún reyndi að opna dyr en tókst ekki. Undir lok jarðskjálftakippsins hentist hurðin upp og konan hljóp út. Hún var þá orðin svo skelkuð að hún féll í yfirlið. Sofið í tjöldum Um 200 manns urðu heimilis- laus á Dalvík þar sem hús þeirra voru eyðilögð. Af þrjátíu og fimm steinhúsum á Dalvík voru einungis fjögur til fimm óskemmd. Ekki a Undir lok jarð- skjálftakippsins hentist hurðin upp og konan hljóp út. Hún var þá orðin svo skelkuð að hún féll í yfirlið. þótti ráðlegt að sofa inni í skemmdum húsum ef fleiri skjálft- ar skyldu ríða yfir. Fólk bjó um sig í tjöldum og geymsluskúrum. Skortur var á tjöldum og kom fólk úr öðrum byggðarlögum, sérstak- lega frá Akureyri með tjöld og veitti aðra aðstoð. Veður var gott þennan dag og sömuleiðis um nóttina. Fleiri kipppir urðu, sumir allsnarpir. Fjársöfnun hafin Skipulögðu hjálparstarfi var komið á og næstu daga voru reist bráðabirgðahús. Um allt land var hafin fjársöfnun til hjálpar þeim sem harðast höfðu orðið úti í skjálftanum. Söfnunin gekk vel. Kristján Danakonungur og drottn- ing hans gáfu fimm þúsund krón- ur í sjóðinn. Jarðskjálftahrinur gerðu vart við sig fram í júnímánuð. Svarfdæl- ingar urðu þar einna harðast úti en þar hrundu bæir sem höfðu þolað fyrsta skjálftann. Að lokum hættu hrinurnar og smám saman varð líf fólks með eðlilegum hætti á ný. Jarðskjálfti skekur Dalvík Konurnar sem þarna unnu voru vissulega ekki að jafn- aði steyptar í náttúrunnar fegursta mót og sumar kerl- ingarnar voru ljótustu mannverur sem ég hef aug- um litið. En í hópi ungu stúlknanna voru ýmsar sem mundu hafa verið taldar lag- legar, jafnvel í Englandi. Og litarháttur íslenskrar stúlku sem ekki hefur orðið of mjög fyrir óblíðu veðráttunnar þolir samanburð við konur hvaða lands sem er. Þær eru venjulega lægri en enskar konur en samsvara sér vel og eru mjög heilsuhraustar eftir útliti þeirra að dæma. William Jackson Hooker 1811 um íslenskar konur við fiskvinnslu Ljótar mannverur Sumarið 1706 var með ein- dæmum þurrviðrasamt á Suð- urlandi. Víða varð vatns- skortur og fen og forræði þornuðu svo riðið var beint af augum með klyfjaðar lestir. Á Breiðumýri í Flá raknaði varla hófur á hesti. Sums staðar fórst nautpeningur með þeim hætti að hann steypti sér nið- ur í pytti eða grafir í leit að vatni. Erfiðir þurrkar SKRÝTIÐSKEMMTILEGT FRÉTTNÆMT ÚR FORTÍÐINNI lifsstill@24stundir.is a Allur fjandskapur gefur illum öflum byr undir báða vængi. Einar H. Kvaran Til sölu er 7.3 brl. bátur, 8.6 metrar að lengd og 2.8 á breidd. Smíðaður úr plasti og með Mermaid 77 hestafla vél. Vagn fylgir með. Báturinn er dekk- aður og með perustefni og hefur verið notaður til fiskveiða en selst án kvóta en hefur heimild til þess að fá veiðileyfi í aflamarkskerfi. Grásleppuleyfi getur fylgt með. Eggert Sk. Jóhannesson, Jóhannes Eggertsson, Ólafur Thoroddsen hdl. Nánari upplýsingar veitir Fasteignasalan Eignaver Sími 553-2222 • eignaver.is Síðumúli 13 • 108 Reykjavík Bátur til sölu
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

24 stundir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.