24 stundir


24 stundir - 23.02.2008, Qupperneq 52

24 stundir - 23.02.2008, Qupperneq 52
YFIRLÝSINGIN Árvakur/Frikki Hlyn ur Halls son mynd list ar mað ur, fædd ur 25.09.1968 Hæ, þetta er kannski ekki alveg í samræmi við allar þessar fyrir- spurnir en ég veit ekkert hvert ég á að snúa mér. Ég er búin að vera ástfangin af vini mínum í 2 ár. En hann sýnir eng an áhuga og hætti að tala við mig núna nýlega því að hann lokar sig oft frá heiminum og ég græt og skoða myndir af honum og neita að fara út á lífið nema ég viti að hann verði á veginum og ég geti hitt hann. Hvað er til ráða? Ég elska hann svo mikið að ég get ekki einu sinni sofið hjá neinum öðrum né fengið fullnægingu við sjálfs- fróun nema ég hugsi um hann! Hann sagði eitt sinn við mig að hann vildi ekki samband því hann vill ekki að það komi í veg fyrir fitness-dæmið hjá honum. Á ég að let it go eða segja honum hvernig mér líður eða fela mig í hvert sinn sem ég sé hann? Gerðu það að svara fljótt. Með fyrirfram þökk. Sæl og takk fyrir að leita til femin.is. Heyrðu vinkona, þetta er hálfömur- leg staða að vera í. Þú gjörsamlega lifir fyrir hann en ekki þig sjálfa og það er ekki gott. Hann hefur greinilega ekki mikinn áhuga fyrst hann hefur ekki reynt við þig né sýnt þér áhuga í 2 ár en það er mikilvægt fyrir þig að koma hreint fram, segja honum hvernig þér líður svo þú getir haldið áfram. Biddu hann að hitta þig og segðu honum hvernig þér líður og biddu hann um hreinskilið svar. Taktu svo ákvörðun. Ef hann er ekki hrifinn af þér þá verður þú að sleppa tökunum og leyfa ekki sjálfri þér að hugsa um hann öllum stundum og detta í dagdrauma. Hugsaðu um sjálfa þig, byggðu þig upp, sinntu þínum áhuga- málum, skemmtu þér og þú munt hitta þennan eina rétta sem er ætlaður þér og mun elska þig eins og þú átt skilið. Ég lofa þér því. Gangi þér vel. Soffía Stein grímsdóttir - Ráð- gjafi hjá femin.is Ég get ekki komið nálægt pabba mínum. Mér finnst þetta mjög erfitt þar sem ég bý hjá for- eldrum mínum og þarf að um- gang ast hann daglega. Alltaf þeg ar hann kemur heim flý ég inn í herbergið mitt eða fer eitthvað út. Hann starir alltaf í augun á mér eins og elskuhugi þeg ar við tölumst við og ég hef oft séð útundan mér hvernig augun hans eru á mér þeg ar ég er ekki að horfa. Hann notar alltaf sérstaka rödd þeg ar hann talar til mín og er alltaf að segja mér að ég sé falleg. Svona hefur þetta alltaf verið. Stundum kemur hann aftan að mér og strýkur mér yfir axlirnar og jafnvel niður rass- inn. Þá stirðna ég upp, alger- lega öfugt við það sem ég vildi gera. Athygli hans er nánast alltaf á mér og ég finn svo mikla strauma frá honum að mér líður illa og verður óglatt! Mamma hefur notað andlegt of- beldi og í og með líkamlegt sem uppeldisað ferð. Sjálfsmynd mín er í rúst og ég veit það. Ég hef reynt ýmsar leiðir til að bæta hana og hef mikinn áhuga á því að ala sjálfa mig upp á nýtt. Ég finn það bara betur hvað ég er brotin. Mér líður eins og ég sé veik andlega og þurfi á foreldrum mínum að halda, samt þrái ég ekkert heitar en að fara héðan, þetta er eins og martröð. Það er teygja aftan í hausnum á mér sem kastar mér til baka alltaf þeg ar ég er rétt að ná flugi. Veist þú hvernig ég get slitið þennan streng og orðið konan sem ég veit að ég er? Sæl og takk fyrir að leita til femin.is Takk fyrir póstinn. Það hljómar eins og þú sért í slæmum aðstæðum með hann pabba þinn. Nú veit ég ekki hversu gömul þú ert en ef þú ert nógu gömul væri mitt fyrsta ráð fyrir þig að flytja að heiman. Faðir þinn er að beita þig kynferðislegu ofbeldi og er ekki að sinna skyldum sínum við þig sem faðir þinn. Það sem þú lýsir eru ekki heilbrigð samskipti við heil- brigðan föður. Hefur þú sagt honum hvað það er sem þú upplifir? Að þér finnist þetta óþægilegt? Treystir þú þér til þess? Mig grunar að þú treystir þér ekki til þess, en mikilvægt er fyrir þig að þú annað hvort finnir leið til þess að hætta að umgangast hann eða fáir stuðning til þess að segja honum að þú viljir að hann hætti að koma svona fram við þig. Endilega hringdu í Stígamót og biddu um viðtal þar ef þú þarft stuðning til þess að komast út úr þessum aðstæðum. Það er mjög góð athugasemd hjá þér að vilja alast upp aft ur og gera það sjálf. Það er nefnilega besta leiðin sem þú get ur farið til þess að gera þér grein fyrir því af hverju þú ert eins og þú ert. Sjá hvað þú fórst á mis við sem barn og sjá hvernig það speglast í lífi þínu í dag og hver þú ert. Það er alveg mögu- legt að hjálpa sér sjálfur með það. Það er til alveg frábær bók sem heitir Að al- ast upp aft ur, eftir Jean Illsley Clarke. Hún hefur verið þýdd á íslensku af ÓB ráðgjöf. Ég mæli með því að þú kíkir á heimasíðuna hjá þeim og flettir upp á sálfræðingum sem hafa lært að nota það sem er í bókinni kennt. Hugsan- lega get urðu einnig lesið bókina og notað verkefnin í samvinnu við sál- fræðing eða ráðgjafa. www.obradgjof. is Að lesa þessa bók gæti líka hjálpað þér að skilja af hverju þú ert brotin og af hverju það tekur sum okkar mörg ár að slíta samskipt um við foreldra, jafnvel þegar þau koma illa fram við okkur. Önnur bók sem ég mæli með fyrir þig, ef þér finnst gaman að lesa til að hjálpa sjálfri þér og langar að skilja sjálfa þig bet ur, er Becoming Att- ached eftir Robert Karen, Ph.D. Þessi bók sýnir okkur svart á hvítu hvernig samskipti okkar fyrstu árin hafa áhrif á hver við verðum og erum þegar við eldumst. Bókin leggur einnig fram leiðir til þess að bæta það sem miður fór í barnæsku en umfram allt hjálpar hún þér að skilja vandann. Þessi bók er á ensku en er auðlesin fyrir þá sem hafa áhuga á efninu. Ég minni þig á að hafa samúð með sjálfri þér og sýna sjálfri þér kærleika og skilning. Leitaðu til góðra vina ef þú þarft. Mundu að það er til leið, ekki gefast upp. Haltu áfram að fara til ráðgjafa eða sálfræðings og finna stuðning við að breyta og standa með sjálfri þér. Ég vil taka það fram að ég er ekki faglærður sálfræðingur eða ráðgjafi. Þetta ráð gef ég af eig in reynslu og af þeim fjölda bóka sem ég hef lesið og notað síðustu 15 árin til þess að heila sjálfa mig. Gangi þér vel! Svava Björnsdóttir – Ráðgjafi hjá femin.is Blátt áfram Pikkföst í andlegum lamasessi Get ekki komist yfir hann LIGGUR Á HJARTA Send ið fyr ir spurn ir á net fang ið: fem in@fem in.is – Merkt: Fyr ir spurn til ráð gjafa vegna 24 stunda Akureyri suckar svo big time! öll lífsins gæði! 52 LAUGARDAGUR 23. FEBRÚAR 2008 24stundir 1 matsk. safieða 1 hylki. Fæst í apótekum og heilsubúðum. Magann og meltinguna í jafnvægi og vellíðan Byrjendanámskei› í yoga Sex vikna byrjendanámskei› hefst 25. febrúar. Mánudaga og fimmtudaga kl. 16.40. Kennari: Talya Freeman. Höf›abakka 9 Sími: 511-1575 www.hreyfigreining.is S J Ú K R A fi J Á L F U N O G L Í K A M S R Æ K T
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

24 stundir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.