24 stundir - 23.02.2008, Blaðsíða 54
Kjartan Þorbjörnsson ljósmynd-
ari, kannski betur þekktur sem-
Golli, fór til Kosovo vorið 2001
„Þá var stríðinu lokið. Spennu-
stigið var þó ennþá mjög hátt.
Serbar höfðu hörfað með sinn
mannskap yfir til Serbíu en al-
þjóðlegt friðargæslulið hafði tek-
ið að sér stjórnun héraðsins,“
segir Golli. „Enn bjuggu þó Serb-
ar í nokkrum smábæjum í hér-
aðinu og fengu sænskir hermenn
það hlutverk að gæta þeirra. Ís-
lendingurinn Ragnar Ingibergs-
son var við friðargæslu með
sænska hernum á þessum tíma.
Ég fékk að eyða viku með her-
deild hans í Viktoríu-búðum, rétt
utan við Pristina. Ég myndaði
heil ósköp á þessari viku og skrif-
aði grein um heimsóknina. Með
Svíunum fór ég í eftirlitsferðir
um héraðið, fylgdi eftir bílalest-
um sem áttu leið að landamærum
Serbíu. Við stöðvuðum bíla, sett-
um upp vegatálma og stóðum
vörð um hið venjulega líf sem
serbneski minnihlutinn í Kosovo
var að reyna að lifa.“
Spennustig
í Kosovo
Íslenskur hermaður Ragnar Ingibergsson og félagar á leiðinni í eftirlitsferð í skriðdreka.
Pristina Höfuðstaður Kosovo er þunglyndisleg lítil borg.
Fjölmenn jarðarför í litlu fjallaþorpi Fjórir Kosovo-Albanir létust þegar sprengju var varpað yfir landamærin frá Makedóníu.
Á grafarbakkanum Ungir Kosovo-Albanir bíða við gröfina meðan friðargæsluhermaður mundar myndbandstökuvélina
Árvakur/Golli
54 LAUGARDAGUR 23. FEBRÚAR 2008 24stundir
Í GEGNUM LINSUNA
frettir@24stundir.is a
Íslendingurinn Ragnar Ingibergsson var við
friðargæslu með sænska hernum á þessum
tíma. Ég fékk að eyða viku með herdeild hans í
Viktoríu-búðum, rétt utan við Pristina.