24 stundir - 23.02.2008, Side 60

24 stundir - 23.02.2008, Side 60
Lítið gengur hjá HSÍ að ráða landsliðsþjálfara í handknattleik, en þeir Dagur Sigurðsson, Geir Sveinsson og Aron Kristjánsson hafa allir sagt nei takk. Sigurður Sveinsson segir málið storm í vatnsglasi, það sé nægur tími til stefnu. Skilur orð Þorbergs vel „Ég skil nú ekki þessi læti í kringum þetta. Ég get að vissu leyti tekið undir orð Þorbergs Aðal- steinssonar, því Dagur, Geir og Ar- on áttu auðvitað að tala fyrst við sín félög áður en þeir gáfu HSÍ undir fótinn. En það er nægur tími til stefnu. Liðið kemur aldrei sam- an fyrr en 10 dögum fyrir mót, sem er í maí, þannig að það þýðir ekki að vera með einhvern æðabunu- gang í þessu. Og hver sem þjálf- arinn verður, getur maður nú gengið að því vísu að hann hafi eitthvert vit á þessu og þó svo menn séu allir með mismunandi áherslur, þá þyrfti viðkomandi varla langan tíma til að koma sér inn í íslenskan handknattleik. Þetta er búið að vera sami hópurinn nánast síðustu sex ár.“ Hví ekki að auglýsa starfið? „Menn eru sífellt að velta fyrir sér hvaða nöfn eru eftir í pottinum, en ég skil ekki af hverju það má ekki auglýsa starfið laust. Þá sjáum við hverjir eru tilbúnir og getum valið úr. Ég tel þó að við þurfum metnaðarfullan einstakling sem tekur að sér 18 og 21 árs liðið einn- ig, fær vel borgað og fær langtíma- samning, helst til fimm ára. Sjálfur vildi ég einhvern Norðurlandabúa með góðan íslenskan aðstoðar- mann. Ég sá að Bogdan vinur minn bauð fram hjálp sína, en ég er nú ekkert sérstaklega spenntur fyrir honum, er hann ekki líka orðinn hundgamall?“ spyr Sigurður hlæj- andi. Hefur reynslu, ekki menntun „Ég get alveg viðurkennt það að mig dauðlangar til að þjálfa þessa stráka. Ég myndi þjálfa þá frítt! Staðreyndin er því miður sú að ef- laust hef ég ekki nægilega mennt- un. Ég hef þó sjö ára þjálfunar- reynslu, en það er óvíst að hún dugi,“ sagði Sigurður að lokum. Til í tuskið! Sigurður Sveinsson segist endilega vilja þjálfa landsliðið, hann myndi gera það frítt. Myndi þjálfa strákana frítt!  Segir HSÍ verða að gefa sér tíma  Vill fá þjálfara til fimm ára  Segist sjálfur skorta menntun til starfsins ➤ Lék með liðum í Svíþjóð,Þýskalandi og Spáni. ➤ Tók þátt í þremur HM meðlandsliðinu. ➤ Hefur þjálfað bæði HK ogFylki með ágætis árangri. SIGGI SVEINS 60 LAUGARDAGUR 23. FEBRÚAR 2008 24stundir ÍÞRÓTTIR ithrottir@24stundir.is a Ég sá að Bogdan vinur minn bauð fram hjálp sína, en ég er nú ekkert sérstaklega spenntur fyrir honum, er hann ekki orðinn hundgamall? Kaka, hinn brasilíski leikmaður AC Milan, gaf á dögunum styttuna sem hann vann fyrir að vera leik- maður ársins 2007 hjá FIFA, til umdeildrar kirkju í Brasilíu. Kaka, sem er mjög trúaður, skrifaði á stytt- una, sem er úr skíragulli: „ Ég gef gjöfina með gleði til Guðs, því hann er ástæðan fyrir hverjum sigri.“ Þegar Kaka var átta ára varð hann fyrir mænuskaða í sundlaugarslysi, en hann hefur ávallt þakkað Guði fyr- ir bata sinn. Hann er alltaf í bol undir keppnistreyj- unni með áletruninni: „Ég tilheyri Guði,“ sem hann sýnir í hvert skipti sem hann skorar. Hin umdeilda kirkja hefur lent í lögsóknum í Bandaríkjunum, en aðstandendur hennar voru dæmdir til fimm mánaða fangelsisvistar fyrir að smygla 56.000 dollurum til landsins. Gjöfin frá Kaka kemur mitt í storminum í kringum kirkjuna og eru margir heimamenn undrandi á þessari ákvörðun Kaka og segja að trú komi knattspyrnu ekkert við. Gefur FIFA-styttuna til kirkjunnar sinnar í Brasilíu Kaka er gjafmildur guðsmaður Í LAUSASÖLU 200 ÁSKRIFT 2800 HELGARÁSKRIFT 1700 PDF Á MBL.IS 1700 Það er meira í Mogganum í dag Þorsteinn Már Baldvinsson tók við stjórnarformennsku í bankastjórn Glitnis síðastliðinn miðvikudag. Agnes Bragadóttir ræddi við nýkjör- inn formann um rekstur Glitnis. » Meira í Morgunblaðinu Tek áskoruninni Laugardagur 23. febrúar 2008 Litið inn hjá Sigríði Þórðar- dóttur og Björgvini Vil- mundarsyni í Grindavík. Hausttískan í Mílanó. »Meira í Morgunblaðinu Daglegt líf

x

24 stundir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.