24 stundir - 23.02.2008, Page 61

24 stundir - 23.02.2008, Page 61
24stundir LAUGARDAGUR 23. FEBRÚAR 2008 61 BestwayBestway www.vdo.is Jeppa og fólksbíla álfelgur 25% - 70% afsláttur Crossfatnaður 25% afsláttur Motocrossskór 25% afsláttur SMC vespa kr. 179.999.- Hjálmur og hanskar fylgja með Pakkatilboð dekk og felgur 30x9,5R15 kr. 100.000.ö 33x12,5R15 kr. 125.000.- 35x12,5R15 kr. 130.000.- Fjarstýrðar samlæsingar 40% afsláttur Jato 3,3 kr. 39.990.- REVO 3,3 kr. 51.999.- Shadow kr. 29.999.- RC Bensínbílar 50% afsláttur af varahl. 20% afsláttur af aukahl. Hjálmar 40% afsláttur Crossfatnaður 30% afsláttur Gúmmíbátar 30% afsláttur Heitir pottar 30% afsláttur Opnunartími mán-fös 8-18 ÍÞRÓTTIR ithrottir@24stundir.is Enska knattspyrnuliðið Chelsea hefur til- kynnt að félagið tapaði tæpum 75 milljónum punda á síðasta ári, sem eru tæpir 10 millj- arðar íslenskra króna. Er það örlítið minna tap frá því árinu á undan, eða 7% sem er þó ekki samkvæmt 12 mánaða áætlun félagsins, en áætlað var að koma út á sléttu tímabilið 2009-2010, sem verður að teljast hæpið úr þessu. Langsótt en raunhæft markmið „Þetta er langsótt markmið en raunhæft. Við ætlum okkur að ná þessu, í það minnsta kosti komast eins nálægt og við getum,“ sagði Peter Kenyon framkvæmdarstjóri fjár- málasviðs félagsins og benti á að þó svo að niðurgreiðslan á skuldum félagsins hafi ekki gengið eftir hafi veltan aldrei verið meiri, eða 190,5 milljónir punda, sem er aukning um 25% frá árinu 2006. „Þessar tölur gefa til kynna að Chelsea er vaxandi klúbbur á öll- um sviðum og árangurinn má rekja til góðs gengis inni á vellinum, sem er okkar helsta markmið. Liðið hefur eytt gríðarlegum fjárhæðum í leikmenn síðan Roman Abramovitch keypti félagið. Félagið varð tvívegis enskur meistari undir stjórn portúgalans sérlundaða José Mourinho, en honum sinnaðist við Abramovitch þegar hann fékk ekki að kaupa fleiri leikmenn í janúarglugganum í fyrra. Upp frá því hefur Avram Grant stjórnað lið- inu, með ágætis árangri, en liðið er í þriðja sæti deildarinnar. Ná ekki endum saman í bókhaldinu Chelsea tapar og tapar Kátir Liðsmenn Chelsea láta peningavandræði ekki hafa áhrif á sig. Varnarmaðurinn Wes Brown hjá Manchester United er á leið frá félaginu, en hann neit- aði samningstilboði klúbbsins í þriðja og síðasta skiptið. „Leikmenn nútímans eru of háðir umboðsmönnum sín- um. Wes hefur verið hérna frá því hann var 12 ára, en það virðist litlu máli skipta núorð- ið,“ segir Sir Alex Fergusson, stjóri liðsins. Samningurinn hljóðaði upp á 40.000 pund á viku, sem þykir rausnarlegt. Wes Brown hafnar United Mikill skriður er á Everton liðinu þessa dagana, en það skellti norska liðinu Brann 6-1 í fyrrakvöld og setti markamet klúbbsins í Evrópukeppni, þar sem Yakubu skoraði þrennu. Þetta var þriðja þrenna Ever- ton í Evrópukeppni; áður höfðu Alan Ball,1970 og Andy Gray, 1985 afrekað slíkt. Er þetta sjöundi Evrópusigur Everton í röð og ljóst að David Moyes er að gera góða hluti með liðið, sem þótti spila leið- inlegan kraftabolta fyrir ekki svo alls löngu. Everton heitir Stjórnarformaður Newcastle, Chris Mort, hefur þrálátlega neitað þeim sögusögnum að eigandi félagsins, Mike Ashley, vilji selja félagið. Helsta hetja félagsins, Alan Shearer, er sagður í fararbroddi hóps kaupsýslumanna í Englandi, auk þess sem PCP-hópurinn svokallaði, sem orðaður hefur verið við Liverpool, hafi einn- ig áhuga á Newcastle. „Báðar sögurnar eru algert kjaftæði,“ sagði Mort og lýsti yfir stuðn- ingi við Keegan þjálfara. Engin yfirtaka

x

24 stundir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.