24 stundir - 23.02.2008, Side 62

24 stundir - 23.02.2008, Side 62
62 LAUGARDAGUR 23. FEBRÚAR 2008 24stundir Þessi gamli góði nýkominn í BCD skálum á kr. 2.350,- buxur í stíl á kr. 1.250,- Fínlegur og flottur í BC skálum á kr. 2.350,- BARA flottar buxur í stíl á kr. 1.250,- Misty, Laugavegi 178, Sími 551 3366 Góð þjónusta – fagleg ráðgjöf www.misty.is Mjög flottur og veitir góðan stuðning í CDE skálum á kr. 2.350,- vænar buxur í stíl á kr. 1.250,- 24LÍFIÐ 24@24stundir.is a Að vanda ríkir mikil spenna fyrir hátíðinni, en flestir telja að kvikmyndirnar No Country for Old Men og There Will Be Blood muni berjast um stærstu bitana. Samkvæmt heimildum Holly- wood Reporter er leikarinn Leon- ardo DiCaprio um þessar mundir að undirbúa endurgerð hinnar klassísku anime-myndar Akira, sem kom út árið 1988. Myndin gerist árið 2019 í borg sem hefur orðið fyrir kjarnorkuárásum og segir frá mótorhjólakappanum Akira sem öðlast ofurkrafta. Myndin er væntanleg 2009. vij DiCaprio end- urgerir Akira Ástralski leikarinn Hugo Wea- ving hefur tekið að sér hlutverk í myndinni The Wolfman. Wea- ving mun fara með hlutverk lög- reglumannsins Aberline sem eltist við hinn ógurlega en misskilda úlfa- mann. Benicio Del Toro leikur úlfamanninn en með önnur hlutverk í myndinni fara Emily Blunt og hinn stórgóði Anthony Hopkins. vij Weaving leikur í Wolfman Þau munu veita verðlaun Amy Adams Jessica Alba Alan Arkin Cate Blanchett Josh Brolin Steve Carell George Clooney Penelope Cruz Miley Cyrus Patrick Dempsey Cameron Diaz Colin Farrell Harrison Ford Jennifer Garner Tom Hanks Anne Hathaway Katherine Heigl Jonah Hill Jennifer Hudson Dwayne Johnson Nicole Kidman James McAvoy Queen Latifah Helen Mirren Seth Rogen Martin Scorsese Hilary Swank John Travolta Denzel Washington Forest Whitaker Renee Zellweger There Will Be Blood Myndin gerist í kringum aldamótin 1900, en handritið er byggt á bók Upton Sinclair, Oil, og fjallar um olíu- viðskiptamanninn Daniel Plainview. There Will Be Blood hefur hlotið rífandi góða dóma og er, ásamt No Country for Old Men, á flestum topp 10 listum gagnrýnenda yfir bestu kvikmyndir ársins 2007. Daniel Day-Lewis sýnir stjörnuleik í aðalhlutverkinu. There Will Be Blood er alls tilnefnd til átta Óskarsverðlauna. IMDB: 8,8 MetaCritic: 9,2 Rotten Tomatoes: 91% Óskarsverðlaunin verða veitt í 80. skipti annað kvöld, en þá verða heiðraðar þær myndir sem þóttu standa upp úr á árinu 2007. Að vanda ríkir mikil spenna fyrir hátíðinni, en flestir telja að kvikmyndirnar No Country for Old Men og There Will Be Blood, sem báðar eru tilnefndar til átta verðlauna, muni berjast um stærstu bitana. Björn Bragi Arnarsson fór yfir myndirnar og fólkið sem tilnefnt er til helstu verðlaunanna. Tilnefningar: Besta kvikmyndin No Country for Old Men Veiðimaður finnur skjalatösku fulla af peningum og stafla af heróíni innan um hóp manna sem hafa verið skotnir til bana. Í kjölfarið fer sturlaður raðmorðingi að elta hann og gamall lögreglumaður reynir að komast til botns í öllu saman. Myndin hefur þegar hlotið 75 verðlaun á hinum ýmsu hátíðum og er af flestum talin líklegust til að standa uppi sem sigurvegari Óskarsins í ár. No Country for Old Men er alls tilnefnd til átta Óskarsverðlauna. IMDB: 8,6 MetaCritic: 9,1 Rotten Tomatoes: 94% Atonement 13 ára stúlka sakar elskhuga systur sinnar um glæp sem hann framdi ekki og umturnar lífi þeirra beggja og sínu eigin. Byggð á margverðlaunaðri, samnefndri bók Ian McEwan frá árinu 2001. Myndin hefur almennt hlotið mjög góða dóma og hlaut m.a. BAFTA-verðlaunin sem besta mynd ársins. Margir eru þó á því að hún komist aðeins með tærnar þar sem bókin hefur hælana. Atonement er alls tilnefnd til sjö Óskarsverðlauna. IMDB: 8,0 MetaCritic: 8,5 Rotten Tomatoes: 82% Juno Hin 16 ára gamla Juno MacGuff verður ólétt, en tekur því með stakri ró og ákveður að eignast barnið og gefa til ættleiðingar. Ljúfsár gamanmynd, sem kostaði aðeins 6,5 milljónir dollara í framleiðslu, og hefur fengið vægast sagt góðar viðtökur. Kvikmyndagagnrýnandinn Roger Ebert telur Juno bestu mynd ársins 2007. Hefur þegar verið verðlaunuð á nokkrum hátíðum, oftast fyrir besta handrit. Juno er alls tilnefnd til fernra Óskarsverðlauna. IMDB: 8,3 MetaCritic: 8,1 Rotten Tomatoes: 93% Michael Clayton Lögfræðingurinn Michael Clayton glímir við stærsta mál ferilsins, eftir að kollega hans fær taugaáfall, en innan fyrirtækis sem hann vinnur fyrir leynast stórir maðkar í mysunni. Gagnrýnendur virðast almennt vera sammála um að myndin sé mjög góð, en ekki frábær. Hún hefur ekki verið sérstaklega áberandi á verðlaunahátíðum, en þar hafa George Clooney og Tilda Swinton helst hlotið verðlaun fyrir leik. Michael Clayton er alls tilnefnd til sjö Óskarsverðlauna. IMDB: 7,7 MetaCritic: 8,2 Rotten Tomatoes: 90% Tilnefningar: Besti leikari Tilnefningar: Besta leikkona Áhugaverðar staðreyndir um Óskarinn í ár • Hal Holbrook er elsti maður sögunnar til að vera tilnefndur sem besti leikari í aukahlutverki, en hann er 82 ára. • Ruby Dee er tilnefnd sem besta leikkona í aukahlutverki, en hún lék móður Frank Lucas í American Gangster. Samanlagt var hún aðeins um fimm mínútur í mynd og er það stysta hlutverk sögunnar sem tilnefnt er til Óskarsverðlauna. Dee, sem er 83 ára, er auk þess næst elsta konan til að hljóta Óskarstilnefningu. • Cate Blanchett er tilnefnd sem bæði besta leikkona í aðal- og aukahlutverki og er 11. í röðinni til að njóta þess heiðurs. Á meðal þeirra annarra sem hafa notið sama heiðurs eru Al Pacino, Holly Hunter, Emma Thompson, Julianne Moore og Jamie Foxx. Enginn leikari hefur þó unnið í báðum flokkum. • Blanchett er að auki aðeins önnur konan í sögunni til að hljóta tilnefningu fyrir að leika karlmann. • Bræðurnir Ethan og Joel Coen eru tilnefndir saman sem bestu leikstjórar fyrir myndina No Country for Old Men. Þetta er aðeins í þriðja sinn sem tveir menn eru tilnefndir fyrir að leikstýra mynd saman. • Af þeim tíu sem eru tilnefndir fyrir handrit (frumsamið eða byggt á áður útgefnu efni) eru fjórar konur. Það er met. • Kynnir hátíðarinnar í ár er sjónvarpsmaðurinn Jon Stewart, en hann gegndi hlutverkinu einnig fyrir tveimur árum. 24 stundir spá Óskarn um Tilnefningar: Leikari í aukahlutverki Tilnefningar: Leikkona í aukahlutverkiTilnefningar: Besti leikstjórinn Paul Thomas Anderson - There Will Be Blood Joel og Ethan Coen - No Country for Old Men Tony Gilroy - Michael Clayton Jason Reitman - Juno Julian Schnabel - The Diving Bell and the Butterfly Enginn í þessum flokki hefur áður verið tilnefndur til Óskarsverðlauna fyrir leikstjórn. Tony Gilroy, Julian Schnabel og Jason Reitman eru allir að hljóta sína fyrstu Óskarstilnefningu, en sá síðastnefndi er sjöundi yngsti maður sögunnar til að hljóta tilnefningu í þessum flokki. Coen-bræður og Anderson eiga allir að baki tvær tilnefningar fyrir handritsgerð en Coen-bræður unnu þau verðlaun árið 1997 fyrir kvikmyndina Fargo. Ef allt fer eðlilega fram munu bræðurnir vinna þessi verðlaun annað kvöld. Anderson getur þá huggað sig við að þeir voru tveir á móti honum einum. Cate Blanchett - I’m Not There Ruby Dee - American Gangster Saoirse Ronan - Atonement Amy Ryan - Gone Baby Gone Tilda Swinton - Michael Clayton Baráttan verður einna hörðust í þessum flokki. Flestir veðja á Cate Blanchett, sem er sú eina hér sem hefur áður verið tilnefnd til Óskarsverðlauna. Erfitt er að segja til um hvort sú staðreynd að hún var verðlaunuð í þessum sama flokki fyrir þremur árum mun hafa einhver áhrif á valið. Ef Blanchett hreppir ekki hnossið verður það eflaust annað hvort Ruby Dee, sem er tilnefnd fyrir fimm mínútna langt hlutverk í American Gangster, eða Amy Ryan. Veðbankar telja hins vegar möguleika Tildu Swinton litla og möguleika hinnar 13 ára Saoirse Ronan enga. Cate Blanchett - Elizabeth:The Golden Age Julie Christie - Away from Her Marion Cotillard - La Vie en Rose Laura Linney - The Savages Ellen Page - Juno Í þessum flokki verður baráttan á milli Julie Christie og Marion Cotillard, en afar líklegt verður að teljast að sú fyrrnefnda standi uppi sem sigurvegari. Hún hlaut verðlaunin árið 1966 en hin franska Cotillard er tilnefnd í fyrsta skipti. Ellen Page gæti orðið svarti hesturinn í þessu hlaupi, en hún yrði þá yngsta leikkona sögunnar til að hljóta Óskarinn fyrir besta leik í aðalhlutverki. Laura Linney hlýtur hér sína þriðju Óskarstilnefningu og Cate Blanchett sína fimmtu, en hún hlaut Óskarinn fyrir besta leik í aukahlutverki árið 2005. Möguleikar þeirra á að hljóta þessi verðlaun í ár eru hins vegar hverfandi. Casey Affleck - The Assassination of Jesse James... Javier Bardem - No Country for Old Men Philip Seymour Hoffman - Charlie Wilson’s War Hal Holbrook - Into the Wild Tom Wilkinson - Michael Clayton Javier Bardem ætti nú þegar að vera búinn að kaupa efni til að fægja styttuna sem hann hlýtur annað kvöld, svo öruggt er að hann vinni verðlaunin. Kraftaverkin geta þó vissulega gerst og ef Bardem verður ekki fyrir valinu verður það annaðhvort Casey Affleck eða Hal Holbrook, sem báðir eru tilnefndir í fyrsta skipti. Tom Wilkinson, sem er að bæta sinni annarri Óskarstilnefningu í safnið, er afar ólíklegur sigurvegari. Sömuleiðis Philip Seymour Hoffman, en tvö ár eru frá því að hann hlaut Óskarinn fyrir besta leik í aðalhlutverki fyrir kvikmyndina Capote. George Clooney - Michael Clayton Daniel Day-Lewis - There Will Be Blood Johnny Depp - Sweeney Todd Tommy Lee Jones - In the Valley of Elah Viggo Mortensen - Eastern Promises Daniel Day-Lewis er næsta öruggur um að hljóta þessi verðlaun. Þetta er í fjórða skiptið sem hann er tilnefndur sem besti leikari í aðalhlutverki, en hann hreppti hnossið árið 1990 fyrir frammistöðu sína í My Left Foot. Johnny Depp er tilnefndur til þessara verðlauna í þriðja sinn, en hann hefur aldrei staðið uppi sem sigurvegari. George Clooney og Tommy Lee Jones eiga það sameiginlegt að vera tilnefndir í fyrsta sinn sem aðalleikarar, en báðir hafa þeir unnið verðlaunin fyrir leik í aukahlutverki. Viggo Mortensen er hins vegar tilnefndur í fyrsta sinn og er, ásamt Jones, talinn ólíklegastur til að hljóta verðlaunin. 24 stundir spá Óskarn um 24 stundir spá Óskarn um 24 stundir spá Óskarn um 24 stundir spá Óskarn um 24 stundir spá Óskarn um 24 stundir spá í spilin fyrir Óskarsverðlaunin sem verða veitt í 80. skipti annað kvöld Hverjir taka Óskar heim? 24 stund

x

24 stundir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.