24 stundir - 23.02.2008, Side 66

24 stundir - 23.02.2008, Side 66
66 LAUGARDAGUR 23. FEBRÚAR 2008 24stundir 24LÍFIÐ 24@24stundir.is a Þau eru búin aðvera ötul að æfa sig og hafa náð mikilli leikni í söng, því ákvað égað sleppa aukabakröddunum sem okkur var boðið að nýta. Björn Kristjánsson sem notast við listamannanafnið Borko gef- ur út sína fyrstu plötu, „Celebrat- ing life“, hjá berlínska fyrirtæk- inu Morr Music. Borko gerir víðreist með sveitinni múm í lok febrúar og byrjun mars og má sjá þau spila hinn 27.2. í Árósum, Danmörku, 28.2. í Dresden, Þýskalandi, 1.3. í Varsjá, Póllandi, 2.3. í Katowica, Póllandi, 3.3. í München, Þýskalandi, 4.3. í Ba- sel, Sviss, 5.3. í Firenze, Ítalíu, 6.3. í Fribourg, Sviss, 7.3. í Hei- delberg, Þýskalandi, 8.3. í Brüs- sel, Belgíu, og 9.3. í Amsterdam, Hollandi. Heyra má tónlist Borko og fá allar nánari upplýsingar um tónleikana á vefsíðu hans, myspace.com/borkoborko. re Borko hjá Morr Music Í maí kemur út ný plata frá Death Cab For Cutie og heitir hún Nar- row Stairs. Fyrsta smáskífan verður I Will Possess Your Heart. Chris Walla stýrir upptökum en hann hefur áður unnið með sveit- unum Hot Hot Heat og The Dec- emberists. „Platan mun koma þeim á óvart sem halda að þeir viti allt um okkur. Við getum varla beðið,“ sagði Nick Harmer bassaleikari sveitarinnar. re Narrow Stairs kemur út í maí Kylie Minogue fékk 4,5 milljóna króna kokteil frá leyndum aðdá- anda á næt- urklúbbnum Mo- vida eftir Brit-verðlaunin á miðvikudags- kvöld. Drykk- urinn heitir Flaw- less og í honum er meðal annars Louis XII-koníak, hálf flaska af Cristal Rose-kampavíni og æt 24 karata gull-lauf. Aðalaðdráttarafl drykkjarins er 11-karata dem- antshringur sem er í botninum á glasinu. Þegar drykkurinn er pantaður fylgja tveir örygg- isverðir með sem vernda kúnn- ann þar til drykkjunni lýkur. re Kokteill á 4,5 milljónir króna „Þau eru búin að vera ötul að æfa sig og hafa náð mikilli leikni í söng, því ákvað ég að sleppa aukabak- röddunum sem okkur var boðið að nýta,“ segir Barði Jóhannsson. Barði hefur rekið bakraddasöngvara sem hljómsveitinni Merzedes Club hafði verið boðið að nýta í undankeppni Eurovision. „Það skemmtilega við þessa léttari tónlist er að allir geta sungið brosandi með,“ útskýrir Barði og bætir við: „Mér finnst aðdáun- arvert hvað hópurinn hefur lagt mikið á sig við söng- æfingar, píanónám og hrynæfingar.“ atli@24stundir.is Reknir! Bakraddirnar Skiljanlega vonsviknir og sárir. Þær hvíldu lúin bein og brostu breitt Ólöf Ólafsdóttir og Unnur Smári sýndu tanngarðana. Kvikmyndaunnendur Guðni Páll Sæ- mundsson og Kristín Andrea Þórð- ardóttir mættu saman. Birgðu sig upp af poppi fyrir sýningu Þeir Guðni Már Henningsson og Freyr Eyjólfsson. Díana Heiðarsdóttir og Róbert Jack Ætli þau hafi verið á kvikmynda- stefnumóti í Álfabakka? Gagnrýnandinn er heiti á nýjum dreifingaraðila kvikmynda sem er starfræktur hérlendis en hefur uppá að bjóða sýningar marg- víslegra kvikmynda frá öllum heimshornum. „Þetta er í raun dreifingaraðili gæðamynda, en samt svona minni mynda,“ segir Ingi Úlfar Helgason forsprakki verkefnisins og bætir við að hann verði líklegast ekki með neinar 10.000-áhorfenda myndir á sínum snærum. „Þetta er samstarfsverk- efni Samfilm, Morgunblaðsins og RÚV og myndirnar verða af öllum toga, bæði verðlaunamyndir og aðrar sem við teljum falla vel að,“ segir Ingi Úlfar en upphafi Gagn- rýnandans var fagnað með veislu- höldum í Álfabakka. bjorg@24stundir.is Fæðingu Gagnrýnand- ans fagnað KIA • Laugavegi 172 • Reykjavík • s ími 590 5700 • www.kia. is KIA umboðið á Ís landi er í e igu HEKLU Umboðsmenn HEKLU um land allt: Akureyri · Akranesi · Ísafirði · Reyðarfirði · Reykjanesbæ · Selfossi Nú er hann kominn sportarinn í cee´d fjölskyldunni. Frábærir aksturseiginleikar, ríkulega búinn staðalbúnaði, stílhreinn og töff. VÍKTU AF VEGI VANANS Ó ! · 1 1 2 2 0 Ríkulegur staðalbúnaður: • álfelgur • loftkæling • USB-tengi fyrir iPod • 6 diska geislaspilari • aðgerðastýri • rafræn stöðugleikastýring • sex öryggisloftpúðar • upplýsingatölva Frumsýning í dag - opið frá kl. 10 - 14.

x

24 stundir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.