24 stundir - 23.02.2008, Page 70

24 stundir - 23.02.2008, Page 70
70 LAUGARDAGUR 23. FEBRÚAR 2008 24stundir „Þegar Davíð Oddsson varð fimmtugur gaf ég honum mál- verk eftir mig sem ég hafði verið með á málverkasýningu í Gallerí Borg 1993. Þetta snotra raunsæis- málverk er af krullum og aftur krullum og engu nema krullum og ég skírði verkið “Loftmynd af Davíð Oddssyni.“ Sverrir Stormsker stormsker.blog.is „Svo maður haldi áfram með Reyni Trausta, þá fullyrðir hann nú að Birkir sé spilafíkill og eigi að leita sér hjálpar. Heyr á end- emi. Þetta er álíka gáfulegt og að fullyrða að einhver sé alki ef það sést til hans á Ölstofunni með reglulegu millibili.“ Guðmundur Rúnar Svansson eyjan.is/goto/svansson „Er 2008 ár týndra unglinga? Hvað er málið með ungdóminn í dag? Það eru allir týndir, það líð- ur varla sá dagur sem ekki kemur tilkynning að leitað sé að krökk- um sem hafa látið sig hverfa! Ég hef aldrei vitað aðra eins hrinu af týndum krökkum. En feginn að þau koma öll í leitirnar!“ Ómar Örn Ólafsson omar.eyjan.is BLOGGARINN Eftir Atla Fannar Bjarkason atli@24stundir.is „Ég veit ekki hvort þetta er eitthvað sem ég á að taka alvarlega,“ segir rapparinn Sævar Daníel Kolandavelu, betur þekktur sem Poetrix. Poetrix kom fram á tónleikum Bubba Morthens í Aust- urbæ á miðvikudag. Tónleikarnir voru undir yfirskriftinni „Bræður og systur“ og voru haldnir gegn kynþátta- fordómum. „Það hoppaði einhver gaur upp á svið á meðan ég var að spila og skildi eftir byssukúlu á flygl- inum,“ segir Poet- rix. „Svo fór hann. Ég tók ekki eftir þessu enda önnum kafinn. Fólk tók eftir þessu og ég sá byssukúl- una sjálfa seinna.“ Kemur illa út fyrir geranda Byssukúlan sem var skilin eftir var löng og mjó, líklega úr rifli að sögn Poetrix. Hann lætur þó málið ekki á sig fá, en segir að verknaður- inn veki sig engu að síður til um- hugsunar. „Þetta kemur illa út fyrir þann sem gerði þetta, vegna þess að ég veit ekki betur en að ég hafi verið eini litaði flytjandinn þetta kvöld og þetta voru anti-rasistatónleikar þannig að hann verður stimpl- aður sem kynþáttahatari af verstu gerð,“ segir Sævar og hlær. „En mér finnst líklegra að þetta hafi verið einhver sem var búinn að taka að- eins og mikið af bætiefnum. Kannski ekki alveg með hugann við efnið.“ Kynþáttahatur er vaxandi vandamál á Íslandi. Poetrix segist ekki hafa fundið fyrir því í sinn garð, en telur að aðrir hópar liggi undir ámæli almennings. „Um- ræðan um Pólverja og Litháa hefur kannski litast af einhverri van- þekkingu,“ segir hann. Fyrsta breiðskífan Poetrix gaf nýverið út sína fyrstu breiðskífu, Fyrir lengra komna. Skífan var tvö og hálft ár í smíðum en Poetrix vakti mikla athygli í fyrra þegar spurðist út að sjálfur Bubbi Morthens yrði meðal gesta á skífunni. Þá hefur hann unnið með söngkonunni De La Rósu og söngvaranum Einari Ágústi. Rapparinn Poetrix fékk óvænt skilaboð á tónleikum gegn rasisma Byssukúla skilin eftir á flyglinum Óvenjuleg gjöf var skilin eftir í Austurbæ á meðan rapparinn Poetrix kom fram. Poetrix tekur mál- inu með stóískri ró, en telur að gerandinn verði stimplaður rasisti. Poetrix Tekur byssu- kúlunni með stóískri ró. Byssukúlur Áhorfendur tóku eftir manni skilja eftir byssukúlu á sviðinu í Austurbæ. Árvakur/Kristinn HEYRST HEFUR … Sambíóin kynntu á fimmtudagskvöld kvikmynda- klúbbinn Gagnrýnandinn, með forsýningu á kvik- myndinni There Will Be Blood. Margir kvikmynda- unnendur mættu á svæðið; Ásgrímur Sverrisson blandaði geði og það gerðu Rás 2-félagarnir Freyr Eyjólfsson og Guðni Már Henningsson líka. Þá fengu Sambíóin sérstakt hrós viðstaddra fyrir að bjóða upp á frumlegan suður-kínverskan bjór. afb Útvarpsstöðin X-ið hefur í gegnum árin haft mikla óbeit á Eurovision og setur hana til dæmis á stall með útrýmingarbúðunum í Auschwitz í auglýs- ingum fyrir sérþátt. En þátttaka þungarokkssveit- arinnar Dr. Spock í Eurovision hefur umturnað áliti Frosta Logasonar og félaga á X-inu á keppninni og auglýsingar sem hvetja fólk til þess að kjósa hljóm- sveitina í Eurovision eru keyrðar oft á dag. afb Brúnkuklefaeigendur virðast vera hinir raunveru- legu sigurvegarar Eurovision. Gillzenegger og fé- lagar í Merzedes Club fara ekki leynt með brúnku- fíkn sína og hafa látið sprauta ótrúlegu magni brúnku á sig síðustu vikur. Þá greindi Vísir frá því í gær að Friðrik Ómar, Regína Ósk, Birgitta Hauk- dal og kynnirinn Ragnhildur Steinunn hefðu látið sprauta á sig brúnku í gær í tilefni Eurovision. afb „Þættirnir eru mjög íslenskir og gerast að haustlagi í Reykjavík og úti á landi. Leikurinn berst vestur í Dali og norður á Akureyri,“ segir Björn B. Björnsson, leikstjóri Mannaveiða. Fyrsti þáttur verður sýndur á Rúv 24. mars og þegar 24 stundir náðu í Björn var hann að leggja lokahönd á hljóðvinnslu þáttanna ásamt fagmönnum. „Þættirnir eru mikill samfélags- spegill,“ segir Björn. „Þeir koma til dæmis inn á bankaútrásina. Við kynnumst líka einstæðum mæðr- um sem eru í basli og hafa farið á hausinn með sitt.“ Ólafur Darri Ólafsson og Gísli Örn Garðarsson fara með aðal- hlutverkin í þáttunum. Þeir leika rannsóknarlögreglumenn sem bera hitann og þungann á rannsókn á morði á gæsaskyttu og eiga í miklu basli við að vinna saman. „Þeim kemur ekkert allt of vel saman blessuðum,“ segir Björn. „Sá sem Darri leikur er að byrja í löggunni. Þeir eru ákaflega ólíkir kar- akter og það eru mikil átök á milli þeirra.“ afb Lokahönd lögð á þættina Mannaveiðar Gæsaskytta myrt vestur í Dölum Mannaveiðar Ólafur Darri Ólafsson og Gísli Örn Garðarsson á morðstað. Björn B. Björnsson Leikstjóri Mannaveiða. Su Doku þrautin snýst um að raða tölunum frá 1-9 lárétt og lóðrétt í reitina, þannig að hver tala komi ekki nema einu sinni fyrir í hverri línu, hvort sem er lárétt eða lóðrétt. Sömu tölu má aukin heldur aðeins nota einu sinni innan hvers níu reita fylkis. Unnt er að leysa þrautina út frá þeim tölum, sem upp eru gefnar. Su doku 3 7 2 4 5 8 1 6 9 6 5 9 3 1 7 2 8 4 4 1 8 6 2 9 5 7 3 1 2 4 7 3 5 6 9 8 5 6 7 8 9 4 3 1 2 8 9 3 2 6 1 7 4 5 2 8 5 1 4 6 9 3 7 7 3 6 9 8 2 4 5 1 9 4 1 5 7 3 8 2 6 Ég er ekki að nöldra. Ég sagðist bara vona að þú eyðilagðir ekki brúðkaupið. 24FÓLK folk@24stundir.is a Hvernig sem „ástandið“ verður mun það eflaust gagnast Bolvíkingum vel einnig. Er þetta svar ísfirðinga við Ástarviku bolvíkinga? Halldór Halldórsson er bæjarstjóri Ísafjarðar og hefur í hyggju að reisa bækistöð fyrir danska sjóherinn í bænum. Er mikið álag í vinnunni? LGG+ er fyrirbyggjandi vörn! Oft koma fyrstu einkenni streitu fram sem stöðug þreyta og óþægindi í maganum og ónæmiskerfið starfar af minni krafti en áður. Rannsóknir sýna að LGG+ vinnur gegn þessum neikvæðu áhrifum og dagleg neysla þess tryggir fulla virkni. H V Í T A H Ú S IÐ / S ÍA

x

24 stundir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.