24 stundir - 01.03.2008, Síða 6
„Við höfum gert allt sem í okkar
valdi stendur til að tryggja velferð
þeirra unglinga sem koma á okkar
atburði og höfum við verið í sam-
starfi við bæði Rauða kross Ís-
lands og lögregluna í Reykjavík,“
segir í yfirlýsingu frá Techno.is
vegna fréttar í 24 stundum 28.
febrúar. Þar er ítrekað að Techno-
.is hafi ekki haft áfengissölu í sín-
um höndum og hafi ekki óskað
eftir því. Þá er tekið fram að þau
kvöld sem haldin eru skemmtanir
fyrir tvo aldurshópa hafi alltaf ver-
ið tryggt að aldurshóparnir tveir
blönduðust ekki saman. hos
Techno.is svarar
ásökunum
6 LAUGARDAGUR 1. MARS 2008 24stundir
Skipulags- og byggingarnefnd
Seltjarnarness hefur úrskurðað að
Jón Sigurðsson, forstjóri FL group,
fái að rífa húsið sem hann hefur
keypt á Unnarbraut 19 en ekki reisa
húsið sem hann vildi byggja á lóð-
inni.
Íbúar á Unnarbraut 17, þar sem
Jón býr einnig, kærðu fyrirhugaða
byggingu m.a. á þeim forsendum að
hún myndi minnka útsýni þeirra.
Úrskurðurinn styður þessa niður-
stöðu og segir þar að bygging húss-
ins feli í sér verulega breytingu og að
„hún hafi umtalsverð grenndaráhrif
á eign kærenda, bæði hvað varðar
rými, útsýni og skuggavarp.“ þkþ
Forstjóra FL Group bannað að byggja
Niðurrif leyft en
ekki bygging
Bæta hefur þurft við einangrun í
hluta útveggja 12 íbúða í nokkrum
húsum á Vallarheiði í Reykjanesbæ
vegna myglu og sveppa.
Jófríður Leifsdóttir, umsjónar-
maður fasteigna hjá Keili, kveðst
ekki geta staðfest frétt Víkurfrétta
þess efnis að leigutakar hafi veikst
sökum ástandsins.
Hún segir framkvæmdir við lag-
færingar, sem skipulagðar voru í
samvinnu við sérfræðinga frá Heil-
brigðiseftirliti Suðurnesja og Nátt-
úrufræðistofnun Íslands auk verk-
fræðistofa, hafnar af fullum krafti.
„Það var rakaleiðni meðfram
lista sem tengir útvegg og gifsplötu
þar sem heitt og kalt loft mætast.
Þetta var mjög staðbundið og með-
færilegt,“ segir Jófríður og bætir
við að við lagfæringarnar séu not-
uð sérstök efni sem eru sótthreins-
andi og sveppadrepandi. Hún segir
menn hafa full tök á ástandinu sem
ekki sé talið varasamt.
Um 400 íbúðir eru nú í útleigu á
Vallarheiði.
ibs
Laga þarf útveggi í íbúðum á Vallarheiði
Mygla í veggjum Flutningur fanga af öðru
þjóðerni en litháísku til af-
plánunar í ættlandi sínu
stjórnast af því hvernig þær
þjóðir sem eru aðilar að
samningi Evrópuráðsins um
flutning dæmdra manna full-
gilda hann, að sögn Þórunnar
Hafstein, skrifstofustjóra í
dómsmálaráðuneytinu. Í við-
ræðum Björns Bjarnasonar
dómsmálaráðherra í gær við
dómsmálaráðherra Litháens,
samþykkti sá síðarnefndi að
Litháar, sem hlotið hafa dóma
hér, yrðu fluttir til afplánunar
í heimalandi sínu ef farið yrði
að ákvæðum samnings Evr-
ópuráðsins um fangaflutning.
Hafinn er undirbúningur að
flutningi tveggja Litháa sem
afplána dóm á Litla-Hrauni.
Fangar
fluttir heim
Eftir Hildi Eddu Einarsdóttur
hilduredda@24stundir.is
08.00 Mætti þreytt ogósofin í vinnuna í
Alþjóðahúsinu. Ég hafði lítið náð
að sofa um nóttina enda bæði
spennt og stressuð fyrir fundinn í
bæjarstjórn.
11.30 Fór heim á leið ogbyrjaði að undirbúa
mig fyrir fundinn. Ég las yfir er-
indið sem ég ætlaði að halda, fór í
sturtu, málaði mig og fór í fína
dragt.
14.00 Fundurinn í bæj-arstjórn Hafn-
arfjarðar hófst. Ég var mjög stress-
uð til að byrja með en fólk úr
öllum flokkum tók vel á móti mér,
tók í höndina á mér og bauð mig
hjartanlega velkomna. Við þessar
góðu móttökur róuðust taugarnar
og ég náði aðeins að slaka á.
Nokkrir bæjarfulltrúar héldu sín
erindi á undan mér og ég var því
búin að sjá hvernig þetta gekk fyrir
sig þegar komið var að mér að
flytja mitt erindi. Í því lagði ég
meðal annars til bætta þjónustu
við innflytjendur í bænum, til
dæmis með því að ráða sérfræðing
sem aðstoðaði innflytjendur við
allt það sem sneri að réttindum
þeirra og skyldum gagnvart bæn-
um. Þjónustan er þegar góð en
hana þarf að sækja á marga mis-
munandi staði og það er ekki alltaf
víst að innflytjendur viti hvert þeir
eigi að snúa sér. Svona starfsmaður
gæti auðveldað þeim mjög að fóta
sig í bænum. Hugmyndinni var vel
tekið enda er mikill vilji innan allra
flokkanna til að bæta þjónustu við
innflytjendur.
18.00 Fundinum var lokiðog ég fór þreytt en
ánægð heim til mín. Það er alltaf
stressandi að takast á við ný verk-
efni en ég var ánægð með hversu
vel gekk.
20.30 Ég fór í félagsmið-stöð í Kópavogi á
vegum Alþjóðahússins vegna
fræðslufundar.
22.00 Kom aftur heim tilmín og tók því ró-
lega það sem eftir lifði kvölds.
Allir tóku vel
á móti mér
24stundir með Amal Tamimi, fræðslufulltrúa Alþjóðahúss og
fyrsta innflytjandanum sem tekur sæti í bæjarstjórn Hafnarfjarðar
➤ Amal Tamimi er fædd og upp-alin í Palestínu en kom til Ís-
lands árið 1995 og hlaut ís-
lenskan ríkisborgararétt árið
2002.
➤ Amal hefur búið í Hafnarfirðifrá árinu 2005.
➤ Starfar sem fræðslufulltrúi íAlþjóðahúsinu ásamt því
sem hún hefur gegnt for-
mennsku í lýðræðis- og jafn-
réttisnefnd Hafnarfjarðar í
eitt og hálft ár.
AMAL TAMIMI
Árvakur/Ómar
Amal Tamimi varð síðast-
liðinn þriðjudag fyrsti
innflytjandinn sem tekur
sæti í bæjarstjórn Hafn-
arfjarðar, en hún var í 10.
sæti á lista Samfylking-
arinnar fyrir síðustu bæj-
arstjórnarkosningar.
Amal Tamimi Var stressuð fyrir fyrsta
fundinn í bæjarstjórn Hafnarfjarðar.
FRÁBÆ
RT PÁSKATILBO !
Vikuna 3.-8. mars bjóðum við upp á
20% AFSLÁTT af verði 10-vikna
námskeiðagjalda sem byrja
2. APRÍL. Skráning er hafin
og fjöldatakamarkanir
í hvern tíma.
Mæðrafimi• ®
Bumbufimi• ®+ Meðgöngujóga
Salsa-leikfimi fyrir fullorðnar konur•
FitKid• ®-sporteróbikk
Hreyfifimi• ® fyrir börn 1-3 ára
Gþ-fimi• ® fyrir börn 3-5 ára
20% AFSLÁTTUR
Allar upplýsingar í síma 577 2555 og á www.hreyfiland.is
Vallý s.510 3728
Böddi s.510 3726
ÐI
Ð
AL
B
U
N
NI
VTA atvinna@24stundir.is
PANTIÐ
GOTT
PLÁSS
Í TÍMA