24 stundir - 01.03.2008, Page 8
8 LAUGARDAGUR 1. MARS 2008 24stundir
Jóhannes S. Guðmundsson,
varðstjóri á einni vakt snjó-
ruðningsdeildar flugstjórn-
arinnar, segir moksturinn
ganga betur nú eftir að herinn
fór. „ Nú get ég haft mennina
óskipta í snjóruðningi, hálku-
vörnum og öðru slíku,“ segir
Jóhannes og bætir við að áður
hafi mennirnir sinnt ýmsum
öðrum verkefnum. Jafnframt
segir hann að nú sé hægt að
fjölga starfsfólki á vakt því
alltaf séu einhverjir starfs-
menn á bakvakt. þkþ
Keflavíkurflugvöllur
Mokstur geng-
ur betur nú
STUTT
● Nýr stjóri Lilja Þorgeirsdóttir
hefur verið ráðin fram-
kvæmdastjóri Öryrkjabanda-
lags Íslands. Lilja hefur m.a.
starfað sem verkefnastjóri á
skrifstofu mannauðsmála LSH,
á starfsmannasviði HÍ og sem
félagsmálafulltrúi Sjálfsbjargar.
Lilja er með meistaragráðu í
opinberri stjórnsýslu, MBA frá
Háskóla Íslands 2007 og
fíl.kand.-próf í félagsfræði frá
Stokkhólmsháskóla 1988, með
áherslu á mannauðsstjórnun,
fræðslu og starfsþróun. Lilja
byrjar í hálfu starfi á mánudag
en fer í fullt starf frá 1. apríl.
Eftir Þórð Snæ Júlíusson
thordur@24stundir.is
„Staða og þörf hvers barns fyrir sig
er metin og sérstaklega er leitað af-
stöðu barnsins. Í mörgum tilfellum
hefur það gengið að vista þau á
meðferðarheimilum en í sumum
ekki,“ segir Hrefna Friðriksdóttir,
lögfræðingur hjá Barnaverndar-
stofu. Stefán Blackburn, sextán ára,
var á fimmtudag dæmdur í fjög-
urra ára fangelsi, en hann hefur
setið í gæsluvarðhaldi frá 27. apríl
þegar hann réðst lífshættulega að
leigubílstjóra. Þrátt fyrir að samn-
ingur um vistun fanga undir átján
ára aldri hefur verið í gildi milli
Barnaverndarstofu og Fangelsis-
málayfirvalda frá árinu 1998 hefur
Stefán dvalið allan þann tíma í
fangelsum, þ.e. í tíu mánuði.
Eðli brota skiptir ekki máli
Hrefna segir ekki sérstaklega
horft til eðlis þeirra brota sem
börnin fremji þegar ákveðið er
hvar skuli vista þau. Aðrir þættir
skipti þar meira máli. „Við útilok-
um ekki fyrir fram að vista barn á
meðferðarheimili þótt það hafi
framið alvarlegt brot. En það verð-
ur að segjast alveg eins og er að í
sumum tilvikum eru börn sem
hljóta fangelsisdóma þegar með
talsverða reynslu af meðferðar-
kerfinu og búið að reyna til hlítar
meðferðir fyrir þau áður en komist
er að ákveðnum endapunkti. Það
þjónar í raun og veru ekki hags-
munum barnsins að þröngva því
aftur inn í slíkt kerfi.“
Stórhættuleg árás
Árás Stefáns á leigubílstjórann
var mjög alvarleg. Hann sló leigu-
bílstjórann tvívegis með klauf-
hamri í höfuðið og reyndi í kjölfar-
ið að ræna hann. Bílstjórinn hlaut
skurð á hnakka og innkýlt höfuð-
kúpubrot. Hann komst út úr bif-
reiðinni en sagði fyrir dómi að
Stefán hefði gert sig líklegan til að
fara á eftir honum. Þegar hann
spurði Stefán hvað hann væri að
gera svaraði hann: „Þegiðu og
komdu með peninganna, helvítis
fíflið þitt.“ Vitni sem komu fyrir
dóminn sögðu Stefán hafa rætt það
nokkrum dögum fyrir árásina að
hann hyggðist ræna leigubílstjóra.
Skömmu eftir að komið var með
leigubílstjórann á sjúkrahús fékk
hann alvarlegan krampa og var
sendur í aðgerð. Fyrir héraðsdómi
sagðist hann hafa orðið fyrir minn-
isskerðinu vegna áverkanna og
fengi enn höfuðverki og svima
vegna þeirra.
Hluti af Árnesgenginu
Í júlí síðastliðnum hlutu þrettán
ungmenni dóm fyrir sinn þátt í af-
brotahrinu sem kennd hefur verið
við Árnesgengið. Tíu hlutu óskil-
orðsbundna dóma, en ákæruliðir
málsins voru alls 76 talsins. Meðal
þeirra var Stefán, sem hlaut dóm
fyrir að taka þátt í tilraun til að
stela hraðbanka í heilu lagi, að
ræna verslun 10-11 þar sem hann
réðst inn við annan mann með
hulið andlit og vopnaður dúkahníf
og fyrir að ræna tvo blaðbera.
Barn hefur setið í
fangelsi í tæpt ár
Ekki sjálfgefið að brotamenn yngri en átján ára séu vistaðir á meðferðarheimilum
Hegningarhúsið Stefán
dvelst sem stendur í Hegn-
ingarhúsinu en hefur einnig
verið á Kvíabryggju.
➤ Stefán dvelst sem stendur íHegningarhúsinu á Skóla-
vörðustíg.
➤ Nefnd Evrópuráðsinsgegn pyntingum og ómann-
úðlegri meðferð í fangelsum
hefur ítrekað gert athuga-
semdir við fangelsið.
➤ Það er á undanþágu frá heil-brigðisnefnd Reykjavíkur
sem rennur út árið 2010.
HEGNINGARHÚSIÐ
Salmonella hefur ekki fundist í
alifuglum á Íslandi síðan 2004 og
hefur undanfarin 11 ár verið
undir 1 prósenti, samkvæmt upp-
lýsingum á fréttavef Mat-
vælastofnunar. Tíðni campylo-
bacter-mengaðra ferskra
kjúklinga á markaði var 2,3 pró-
sent á ársgrundvelli í fyrra. Í Nor-
egi var tíðnin um 6 prósent, í
Danmörku um 30 prósent en
víða í Evrópu er vitað um 50 til
70 prósent á ársgrundvelli. ibs
Kjúklingar á markaði
Engin salmon-
ella í 3 ár
Konur athugið!
Inn við beinin eru viðkvæm líffæri sem vert er að
vernda. Þriggja punkta öryggisbelti í rútum eru
bylting í öryggismálum. Hafðu samband og sérpantaðu
einn slíkan fyrir þá sem þér þykir vænt um.
www.gtyrfingsson.is - S. 568 1410 / 482 1210 - Grænir og góðir ;)
Um helmingur skólastjóra í
grunnskólum borgarinnar er karl-
kyns, eða 45%, en aðeins 2 af hverj-
um tíu grunnskólakennurum eru
karlar. Þó verða skólastjórar að
hafa kennsluréttindi og eru því lík-
lega flestir ef ekki allir fyrrverandi
kennarar.
„Margir skýra lágt hlutfall karl-
kyns kennara með því að karlar séu
fljótari að fara þegar launin lækka.
Varðandi skólastjórana þá er það
söguleg hefð að karlar sækist frekar
eftir stjórnunarstöðum. Hins vegar
hefur kvenkyns skólastjórum fjölg-
að, t.d. voru sjö konur í hópi þeirra
tíu sem ráðnir voru í stöður skóla-
stjóra í fyrra,“ segir Valgerður Ja-
nusdóttir, starfsmannastjóri á
menntasviði Reykjavíkurborgar.
þkþ
Grunnskólakennarar og skólastjórnendur
Karlar stýra átján
skólum af fjörutíu
Búnaðarþing verður sett á Hótel
Sögu á morgun. Haraldur Bene-
diktsson, formað-
ur Bændasamtak-
anna, segist búast
við því að meg-
inþema þingsins
verði sú breytta
heimsmynd sem
horfir við bænd-
um. „Þær gríð-
arlegu hækkanir sem orðið hafa á
aðföngum og hækkanir á búvöru
erlendis verða meginumræðuefn-
ið. Ég vona að okkur takist að
vekja skilning allra á því hvernig
staðan er. Við erum í þeim spor-
um að þurfa að velta hækkunum
út í verðlagið, eins og fleiri.“ Har-
aldur telur jafnframt að umræða
á þinginu muni snúast um það
hvaða möguleika íslenskur land-
búnaður hafi til að halda aftur af
hækkunum sem eru í undirbún-
ingi.
Búnaðarþing
Ný heimsmynd