24 stundir - 01.03.2008, Qupperneq 10
Eftir Andrés Inga Jónsson
andresingi@24stundir.is
Rússar kjósa á morgun nýjan for-
seta í þriðja sinn frá falli Sovétríkj-
anna. Vladimír Pútín hættir störf-
um þar sem hann hefur setið tvö
kjörtímabil, sem er lögboðinn há-
markstími. Ekkert bendir til annars
en að Dmítrí Medvedev beri sigur
úr býtum, en hann hefur lengi
unnið náið með Pútín og nýtur
stuðnings hans í kosningabarátt-
unni.
Frambjóðendur ekki jafnir
Í könnunum er Gennadí Zjúg-
anov, frambjóðandi kommúnista-
flokksins, annar í röð frambjóð-
enda með ríflega 10% atkvæða.
Hann segir að stjórnvöld í Kreml
hafi leyft Medvedev að vera nánast
einráður í kosningabaráttunni.
„Það var einfaldlega enginn jöfn-
uður með frambjóðendum,“ segir
Zjúganov.
Yfirkjörstjóri viðurkenndi í við-
tali við blaðamann BBC að rúss-
neskir fjölmiðlar hefðu verið hlut-
drægir í umfjöllun sinni um
forsetaframbjóðendurna fjóra.
Vladimír Tsjurov telur þó að um-
fjöllunin hafi verið sanngjörn, þótt
ekki hafi hún verið jöfn.
„Þetta er þekkt vandamál víðar
en í okkar landi, en ég get tekið
undir það að ekki hafi birst jafn-
margar fréttagreinar um alla fram-
bjóðendur,“ sagði Tsjurov.
Pútín hefur hvatt Rússa til að
flykkjast á kjörstað á sunnudag til
að sigur Medvedevs sé sannfærandi
og hafi lýðræðislegt yfirbragð. „Ég
bið ykkur að taka þátt í kosning-
unum á sunnudag og kjósa um
framtíð okkar, framtíð Rússlands,“
sagði Pútín í sjónvarpsávarpi.
Efnahagur ofarlega á lista
Medvedev hefur verið einn
dyggasti stuðningsmaður efna-
hagsumbóta Pútíns. Hann segist
munu halda áfram á svipaðri braut
og minnka afskipti ríkisvaldsins af
atvinnulífinu.
Segir Medvedev jafnframt að
Rússar þurfi að temja sér heilbrigt
líferni og forðast óhóf í áfengis-
drykkju til að snúa við fólksfækkun
sem þjóðin stendur frammi fyrir.
Rússar kjósa
nýjan forseta
Kannanir benda til að Medvedev sigri með yfirburðum Aðrir
frambjóðendur saka stjórnvöld um að tryggja ekki jafnræði
➤ Fæddur í St. Pétursborg 1965.Útskrifaðist þar sem lögfræð-
ingur árið 1987.
➤ Er fyrsti aðstoðarforsæt-isráðherra Rússlands og
gegnir stjórnarformennsku
hjá orkurisanum Gazprom.
DMÍTRÍ MEDVEDEV
NordicPhotos/AFP
Stinga saman nefjum Vladimír Pútín spjallar við væntanlegan arftaka sinn
10 LAUGARDAGUR 1. MARS 2008 24stundir
Sænskur karlmaður hefur bæst í
hóp þeirra kynlegu kvista sem
orðið hafa upp-
vísir að því að
misnota reiðhjól
kynferðislega.
Lögreglan í Ös-
tersund hóf
rannsókn máls-
ins árið 2006,
þegar tilkynn-
ingar bárust um
fjölda dömureiðhjóla með skorin
dekk. Jafnframt fannst sæði á
hnökkum margra hjólanna.
Maðurinn neitaði í byrjun sök, en
DNA-rannsókn á hjólunum
leiddi hið sanna í ljós. aij
Subbulegur Svíi
Hafði mök við
dömureiðhjól
Kúba gerðist á fimmtudag aðili
að tveimur alþjóðasamningum
um mannréttindi. Fídel Kastró
stóð í forsetatíð sinni gegn samn-
ingunum, en hann sakaði Mann-
réttindanefnd SÞ um að ganga er-
inda Bandaríkjanna. Sagði Felipe
Perez Roque utanríkisráðherra
hægt að ganga til samninga nú
þar sem sigur hefði unnist á
Mannréttindanefndinni. aij
Mannréttindi á Kúbu
Skrifað undir
Ríflega 600.000 Nýsjálendingar
hafa skrifað sig á lista þar sem
þess er krafist að þjóðaratkvæða-
greiðsla verði
haldin um að af-
létta banni á rass-
skellingum. Eru
yfirvöld að fara
yfir listana til að
sannreyna að far-
ið hafi verið yfir
10% þröskuldinn
sem þarf til að
knýja fram þjóðaratkvæði.
Larry Baldock úr Kiwiflokknum
er einn aðstandenda herferð-
arinnar. Segist hann vilja gera
lögreglu kleift að einbeita sér að
rannsókn á misnotkun barna og
ofbeldi í fjölskyldum. aij
Nýsjálendingar
Vilja rassskella
Vísindamönnum sýnist stefna í
marglyttuplágu undan ströndum
Spánar í sumar. Hafa þeir undan-
farna mánuði rannsakað hafið
undan Costa Brava í Katalóníu og
orðið varir við óvenjumargar mar-
glyttur.
Josep-María Gili, sem stýrir
rannsókninni, segir helstu áhyggj-
ur sínar ekki vera þau óþægindi
sem sólardýrkendur gætu orðið
fyrir. „Helsta áhyggjuefni okkar er
ójafnvægið sem ofveiði hefur kom-
ið höfum heimsins í,“ segir Gili.
Mikil fiskveiði veldur að hans
sögn því að náttúrulegum óvinum
marglyttnanna hefur fækkað og
þær þurfa ekki að keppa eins mikið
um mat. Segir Gili ennfremur að
hlýr sjór hafi skapað kjörin vaxt-
arskilyrði fyrir marglytturnar.
Árið 2006 hlúði Rauði krossinn í
Katalóníu að 21.000 manns vegna
brunasára af völdum marglyttna. aij
Vísindamenn vara við innrás á Costa Brava
Miðjarðarhafið fullt
af marglyttum
STUTT
● Aftaka ákveðin Dauðadómur
yfir „Efnavopna-Ali“ hefur ver-
ið staðfestur af yfirstjórn Íraks.
Ali var dæmdur í júní 2007 fyr-
ir glæpi gegn mannkyni, en
hann stýrði morði á 100.000
Kúrdum árið 1988.
● Prinsinn kveður Harry
Bretaprins hefur verið kall-
aður heim frá Afganistan, þar
sem hann starfaði sem her-
maður. Óttuðust yfirmenn
hans að fréttir af dvöl hans í
landinu myndu tefla lífi hans
og félaga hans í hættu.
● Horfið frá Írak Tyrkneskir
hermenn hættu í gær bardög-
um innan Íraks og héldu heim
á leið. Utanríkisráðherra Íraks
sagði að allir hermennirnir
hefðu yfirgefið landið og fagn-
aði þessari ákvörðun Tyrkja.