24 stundir - 01.03.2008, Síða 30

24 stundir - 01.03.2008, Síða 30
LAUGARDAGUR 1. MARS 2008ATVINNA30 stundir Félagsþjónusta við Djúp Félagsráðgjafi við félagsþjónustu við Djúp Bolungarvíkurkaupstaður auglýsir stöðu félagsráðgjafa við félagsþjónustu við Djúp lausa til umsóknar. Um er að ræða nýja deild sem er samstarfsverkefni Bolungarvíkurkaupstaðar og Súðavíkurhrepps. Félagsráðgjafi mun sinna hefðbundnum félagsráðgjafarverkefnum á breiðum grunni. Næsti yfirmaður er bæjarstjóri. Félagsráðgjafi mun ásamt verkefnastjóra taka þátt í uppbyggingu félagsþjónustu í sveitarfélögunum. Gerð er krafa um félagsrágjafamenntun eða aðra menntun sem kemur að notum. Kröfur Í boði Félagsráðgjafamenntun eða sambærilega menntun Frumkvæði og kraftur Hugmyndaauðgi og lausnarmiðuð hugsun Lipurð í samskiptum Góð laun Frjótt og gott starfsumhverfi Fjölskylduvænn vinnustaður Stórbrotin náttúra og gott mannlíf Áhugasamir hafi samband við Grím Atlason bæjarstjóra Bolungarvíkur í síma 4507000 eða á netfangið grimur@bolungarvik.is Umsóknarfrestur er til 16. mars nk. Bolungarvíkurkaupstaður stendur við Ísafjarðardjúp og þar búa rúmlega 900 manns. Öll helsta þjónusta er á staðnum eins og t.d. sundlaug, íþróttahús, skóli, leikskóli, verslanir, bensínstöð, kaffihús og félagsheimili. Mannlíf er fjölbreytt og félagslíf gott og náttúra stórkostleg. Ísafjarðarðabær er í um 15 mínútna akstursfjarlægð. Á döfinni eru mfangsmiklar framkvæmdir sem munu setja jákvætt mark að sveitarfélagið næstu árin. Laus er til umsóknar staða skrifstofustjóra sveitarfélagsins Rangárþings ytra. skrifstofustjóri Rangárþing ytra - www.rangarthingytra.is Rangárþing ytra er kraftmikið og framsækið sveitarfélag í hjarta Suðurlands með um 1550 íbúa. Á Hellu, sem er stærsta þéttbýli sveitarfélagsins, býr um helmingur íbúanna. Í sveitarfélaginu eru búsetuskilyrði góð, þar er rekin öflug grunngerð og almannaþjónusta. Framundan eru mörg krefjandi og spennandi verkefni í ört vaxandi samfélagi. Nánari upplýsingar um starfið veitir ÖrnÞórðarson, sveitarstjóri Rangárþings ytra á netfang rang@rang.is eða í síma 488 7000. Umsóknarfrestur er til 16. mars 2008 og skulu umsóknir sendar á skrifstofu Rangárþings ytra, Suðurlandsvegi 1, 850 Hella. Æskilegt er að umsækjendur geti hafið störf sem fyrst. Starfssvið skrifstofustjóra: • Stýrir daglegum rekstri á skrifstofu sveitarfélagsins og hefur umsjón með bókhaldi og reikningagerð á þess vegum. • Um er að ræða fjölbreytt og krefjandi starf í áhugaverðu umhverfi. Menntunar- og hæfniskröfur: • Háskólamenntun eða reynsla af stjórnun er æskileg • Reynsla eða þekking á starfssemi sveitarfélaga og áhugi á málefnum þeirra • Frumkvæði og áhugi á að vinna fyrir sveitarfélag í hraðri uppbyggingu • Færni í mannlegum samskiptum og hæfni til að tjá sig í ræðu og riti • Öflug tölvukunnátta Rangárþing ytra    Malarhöfða 2a • 110 Reykjavík Sími 570 9900 • www.fiat.is Opið: virka daga frá 8–18 laugardaga frá 12–16 Saga er umboðsaðili fyrir Alfa Romeo, Ducati, Ferrari, Fiat og Maserati 510 3728 / 510 3726 1. Nafn: Inga Huld Sigurðardóttir. 2. Staða: Markaðsstjóri Getspár/Getrauna. 3. Ertu í draumastarfinu? Já, svo sannarlega. Starfið er mjög fjölbreytt og skemmtilegt og það er góður starfsandi á vinnustaðnum 4. Hvað vildir þú verða þeg ar þú varst lítil? Kennari. 5. Er heppnin með þér? Ég vona að hún verði það í kvöld því að lottópotturinn er fjórfaldur. 6. Hvað myndir þú gera ef þú ynnir milljón í lottó? Ég myndi fara í heimsreisu og kannski kaupa nýtt sjónvarp. 7. Hvaða áhugamál stundar þú fyrir utan vinnutíma? Mér finnst mjög gaman að fara á skíði, ferðast og svo mæti ég reglulega í ræktina (a.m.k. svona í byrjun árs!). Einnig er ég í hressum spilaklúbbi sem hittist reglulega. 8. Gerir starfsfólkið eitthvað saman utan vinnu? Já, það er starfsmannafélag hér sem sér um reglulega viðburði eins og árs hátíð, jólaball og fleira. 9. Sérðu fyrir þér að þú munir sækja um annað starf í framtíðinni? Já, það mun ég væntanlega gera, ég er svo ung! Drauma- starfið Ókeypis -heim til þín - kemur þér við

x

24 stundir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.