24 stundir


24 stundir - 01.03.2008, Qupperneq 39

24 stundir - 01.03.2008, Qupperneq 39
24stundir LAUGARDAGUR 1. MARS 2008 39 Á síðasta ári leiddi DNA- próf í ljós að Lúðvík Gizurarson hæstarétt- arlögmaður er sonur Hermanns Jónassonar forsætisráðherra. „Málaferlin tóku mörg ár. Þetta var oft hræðilegt og ég óska engum þess að þurfa að ganga í gegnum mál eins og þetta,“ segir Lúðvík. Þú ert 75 ára gamall, hvað varð til þess að þú fórst í mál til að sanna faðerni þitt kominn á gamals aldur? „Meginástæðan var sú að tækninni hafði fleytt fram og DNA-rannsóknir voru komnar til sögunnar. Á þeim tíma sem leið frá því að málið hófst svaf ég oft illa en þegar niðurstaða kom úr DNA- rannsókn sem sannaði að Her- mann væri faðir minn þá lagði ég mig og sofnaði um leið. Ég svaf all- an þann dag og alla nóttina og mestallan næsta dag.“ Ómæld þakkarskuld Hver er saga móður þinnar í þessu máli? „Móðir mín, Dagmar Lúðvíks- dóttir, var fulltrúi hjá lögreglu- stjóra og þar kynntust þau Her- mann. Hún sagði mér að dagurinn þegar hún komst að því að hún væri ófrísk hefði verið svartasti dagur sem hún hefði upplifað. Hún vildi eignast barnið en það var ekki þægilegt því að hún og Vigdís, kona Hermanns, voru systradætur. Þennan sama dag fór mamma til Gizurar Bergsteinssonar. Hann var flinkur lögfræðingur, þau höfðu þekkst í nokkur ár, voru vinir og hann hafði gert hosur sínar grænar fyrir henni. Hún sagði Gizuri að hún væri með barni og Hermann væri faðirinn. En þar sem Her- mann væri í hjónabandi með frænku hennar og ætlaði sér stóra hluti í stjórnmálum þá myndi op- inber vitneskja um faðernið geta eyðilagt pólitískan frama hans. Hún spurði Gizur hver væri lög- fræðileg staða sín. Hann sagði henni það og þar á meðal að ef hún gengi í hjónaband réði enginn nema hún yfir barninu. Mamma, sem var mjög ákveðin kona, spurði þá Gizur: „Viltu giftast mér?“ Hann sagðist vilja það og skömmu síðar fóru þau til borgardómara og létu gefa sig saman. Hjónaband þeirra Gizurar var ágætt, eiginlega stórfínt. Þau bjuggu neðst í Suð- urgötu og ég lék mér mikið við Tjörnina. Ráðherrabústaðurinn, heimili Hermanns, var ekki þar langt frá.“ Hvernig var samband þitt við Gizur? „Honum þótti vænt um mig en þegar ég fór að stálpast blossaði stundum upp í honum afbrýðisemi í garð Hermanns og hann sagði eitthvað við mig í reiði sem hann sá svo eftir. Móðir mín sagði við mig: „Þú stendur í ómældri þakkarskuld við Gizur og þú skuldar honum fulla kurteisi og vináttu til ævi- loka.“ Þetta samþykkti ég.“ Kóngaskyr á Þingvöllum Hvenær var þér sagt að þú værir sonur Hermanns? „Ég vissi það alla tíð því mamma var ekki að leyna því fyrir mér. Hermann vissi af mér og Vigdís, kona hans sömuleiðis. Mamma og Vigdís höfðu verið vinkonur en eft- ir fæðingu mína hættu þær að tal- ast við. Einn daginn ók mamma mér á Þingvöll og að Ráðherrabústaðn- um. Ég hef verið um fjögurra ára gamall og man vel eftir þessum at- burði. Áður en hún stakk mér inn um dyrnar á Ráðherrabústaðnum sagði hún við mig: „Þú hefur munninn fyrir neðan nefið og ef fólk segir eitthvað við þig þá skaltu svara fyrir þig og spara ekki stóru orðin. Sjálf er ég farin aftur til Reykjavíkur.“ Svo lokaði hún úti- dyrum bústaðarins og keyrði brott. Ég stóð á gólfinu fyrir framan Her- mann og Vigdísi. Vigdís leit á mig og sagði samstundis: „Ég er farin til Reykjavíkur.“ Hermann og Vigdís gengu síðan út og keyrðu burt. Ég fór út og skoðaði umhverfið. Þá kom Margrét, tengdamóðir Her- manns og ömmusystir mín, og fór með mig inn í húsið. Hún kom með skyrdisk handa mér. Ég hafði lofað mömmu minni því að rífa kjaft svo ég sagði: „Ég borða ekki skyr.“ Margrét fór fram og setti krækiber á skyrið, rétti mér svo diskinn og sagði: „Þetta er kónga- skyr. Kóngurinn kom og var í þessu húsi og borðaði svona kóngaskyr. Það eru bara kóngar sem borða skyr með svona fínum berjum út á.“ Ég sagði: „Fyrst kóngurinn borðaði þetta skyr þá ætla ég að borða það líka.“ Hermann kom seinna um dag- inn og sótti mig og ég sat í aft- ursætinu í ráðherrabílnum og Her- mann sat við hlið bílstjórans. Við töluðum eitthvað saman en ekki man ég um hvað. Daginn eftir fór ég að Ráð- herrabústaðnum í Tjarnargötu til að heimsækja Margréti, stórvin- konu mína, sem hafði gefið mér kóngaskyrið. Ég fór bakdyramegin og bankaði. Hún kom til dyra, fór með mig inn og gaf mér kakó og jólaköku. Í tvö ár kom ég nær dag- lega til hennar. Einn daginn lagði ég leið mína þangað og þar sem ég var orðinn heimavanur gekk ég rakleitt inn. Ég heyrði hávaða úr eldhúsinu og gekk á hljóðið. Vigdís var að tala við Margréti móður sína. Vigdís var æst og sagði: „Ég þoli alls ekki að sjá Lúðvík, hann er alveg eins og Hermann. Þetta getur ekki haldið svona áfram, hann má ekki koma hingað.“ Þá lét ég heyra í mér og þær sneru sér að mér. Ég flýtti mér út. Ég kom aftur næsta dag en þá var búið að læsa húsinu. Ég bankaði á bakdyrnar en þar var gler í glugganum. Margrét stóð þar angurvær og sorgmædd og horfði á mig í gegnum glerið. Ég þagði og horfði í augu hennar. Við vorum að kveðjast og það var mikil sorg- arstund fyrir okkur bæði.“ Slegist við Steingrím Komstu þangað ekki oftar? „Ég kom stundum að Ráð- herrabústaðnum eftir þetta, stóð á Suðurgötunni og horfði á húsið. Dag einn, þar sem ég stóð þar, kom Steingrímur Hermannsson út. Ég hef sennilega verið sex ára og hann tíu ára. Hann gekk að mér og byrj- aði að kýla mig enda reiður vegna þess að hann vissi að ég var talinn HELGARVIÐTALIÐ Eftir Kolbrúnu Bergþórsdóttur kolbrun@24stundir.is a Þegar fólk spurði hver ég væri svaraði ég: „Ég er Lúðvík Gizurar- son“ en ég vissi að ég væri að segja ósatt. Ég var Hermannsson.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

24 stundir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.