24 stundir - 01.03.2008, Blaðsíða 46

24 stundir - 01.03.2008, Blaðsíða 46
Hvað mynduð þið helst vilja starfa við ef þið mættuð gera hvað sem er? Skrítla: Ég held að við Skoppa séum í besta starfi í heimi. Að vinna með börnum og fyrir börn er svo gefandi og kærleiksríkt. Skoppa: Ég myndi bara halda áfram að vera leikari, af því að það er svo fjölbreytt og gott fólk sem ég vinn með. Oft er þetta ævintýralegt starf. Hvað gætuð þið alls ekki hugsað ykkur að starfa við? Skrítla: Ég myndi ekki kjósa starf þar sem ég væri mikið ein að vinna. Samskipti við fólk skipta mig svo miklu máli. Skoppa: Ég er svo lyktnæm að ég gæti ekki starfað við að búa til pyls- ur til dæmis. Hvað haldið þið að sé erfiðasta starf í heimi? Skrítla: Úff, það eru svo mörg erfið störf. T.d. var erfitt að vinna í ruslabílnum í heilan dag. Þungar tunnur og hræðileg lykt af sorpi. Og svo líka starf lækna og presta. Það er örugglega mjög erfitt að vinna þar sem fólki líður illa. Ég dáist líka að fólki sem vinnur störf sem krefjast mikillar hörku. Skoppa: Öll störf geta verið erfið á einhverjum tíma. Kannski er erfitt að vera læknir og prestur. Líkam- lega erfið störf eru líka þreytandi býst ég við. Ég held að það sé erfitt að vera sjómaður og vinna störf þar sem maður er í burtu frá vin- um og vandamönnum. Skoppa og Skrítla kynna sér hvað fullorðna fólkið hefur fyrir stafni Við erum í besta starfi í heimi! Skoppa og Skrítla eru skemmti- kraftar Besta starf í heimi, segja þær báðar enda eignast þær nýja vini á hverjum degi. Mikki Mús Dýragarðurinn LANGAR ÞIG AÐ GRENNAST, FÉLAGI? JÁ, EN... HLEYPTU MÉR ÚT! ÉG ER AÐ BRÁÐNA! ÉG VISSI ÞAÐ! ÉG ER BÚINN AÐ SKREPPA SAMAN! RÉTTU MÉR FÖTIN MÍN, FÉLAGI. ÞÚ FÓRST Í VITLAUSAN SKÁP GUÐI SÉ LOF! VERÐLAUNAÞRAUT KRAKKAKROSSGÁTA Tíkinni Cindy hefur kannski far- ið að leiðast tilbreytingarsnautt hundalíf sitt en þegar hún var orðin 8 ára fór hún að hafa áhuga á því að leysa ýmsar þrautir. Fjöl- skylda Cindy segist alveg hætt að horfa á sjónvarpið enda kann Cindy að halda boltum á lofti og ganga um með golfbolta í skeið í kjaftinum og ýmislegt fleira skemmtilegt. Hver segir svo að ekki sé hægt að kenna gömlum hundi ýmislegt? Brögð og brellur Sirkushundur Sunnudaginn 2. mars klukkan 15 eru börn boðin velkomin í Þjóð- minjasafn Íslands í siglingu um safnið. Inni í safninu er að sjálf- sögðu ekki sjór og því er þetta þykjustusigling. Meðal þess sem verður skoðað er 800 ára gamall skór, dularfullur álfapottur, gömul hurð með fallegum myndum (Val- þjófsstaðahurðin), beinagrindur, hringabrynja og galdramunir. Á Þjóðminjasafninu eru til dæmis alls konar spennandi sverð, axir og spjót sem eru um 1000 ára gömul. Dularfullur álfapottur og 800 ára gamall skór Sigling um safn 1 2 3 4 5 6 7 KRAKKAGAMAN lifsstill@24stundir.is a Hvað sagði veggurinn við hinn vegginn? … Hittumst á horninu! Hjá okkur fáið þið mikið úrval af barnabílstólum Skeifunni 8 - s. 568 2200 - Smáralind - s. 534 2200 www.babysam.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.