24 stundir - 01.03.2008, Síða 48

24 stundir - 01.03.2008, Síða 48
48 LAUGARDAGUR 1. MARS 2008 24stundir LÍFSSTÍLLSPJALLIÐ bladid@24stundir.is a Leiðtogafundur Reagan og Gorbatsjofs í Höfða er mér mjög minnisstæður. Hann var ákveðinn með nokkurra vikna fyrirvara og við unnum dag og nótt til þess að láta allt ganga upp. Kristian Guttesen ljóðskáld. Mér finnst eftirminnilegast að hafa heimsótt SOS-þorp í Namibíu á vegum Þróunarsam- vinnustofnunar Íslands, skákfélagsins Hróksins og Skáksambands Íslands. Þangað fór ég tvisvar ásamt stórmeistaranum ís- lenska, Henrik Danielsen, og dvaldi í sex vikur í senn. Tilgangurinn með dvölinni var að kynna börnum manntaflið og heimsótti ég annars vegar munaðarleysingjaheimili í höfuðborginni Windhoek þar sem rekinn er skóli . Hins vegar heimsótti ég SOS þorp við vesturströnd Namibíu ætlað börnum sem misst höfðu forráðamenn eða foreldra úr eyðni. Þar fékk maður mjög sterklega á til- finninguna að það séu ekki margir sem komi og heimsæki þau og fáir sem hafi löngun til að gera eitthvað fyrir þau. Það var því merkilegt fyrir þau að yfirleitt einhver kæmi og gerði eitthvað fyrir þau og þau voru gríðarlega áhugasöm. Auk þess heim- sóttum við líka skóla betur stæðra barna og hjálpuðum þeim að finna kennara sem vildu taka að sér skákþjálfun og síðan héld- um við sameiginlegt sveitamót fyrir alla skólana. Eins sáum við um þjálfun og að- stoð við ólympíulandslið Namibíu. Mér finnst ég vera heppinn að hafa fengið tæki- færi til að taka þátt í þessu starfi. Skákkennsla í Namibíu Ég fór sem au pair til Massachusetts í Banda- ríkjunum þegar ég var tvítug. Ég var að missa áhugann á skólanum og ákvað því að taka mér ársfrí frá skólanum og þroskast að- eins. Það tókst og ég kom heim betri náms- maður og hafði náð enskunni vel. Ég dvaldi hjá bandarískri gyðingafjölskyldu sem hélt því ekki jól og hafði sína siði en var mjög umburðarlynd. Síðastliðið sumar fór ég ein- mitt að heimsækja þau í tilefni þess að 20 ár voru liðin síðan ég dvaldi hjá þeim. Starfið fólst í því að þrífa og passa sex ára tvíbura- systur. Þær voru mjög þægar og tjáðu mér einu sinni að mamma þeirra hefði sagt að ég væri ekki nógu góð að þrífa en væri ein- staklega góð við þær. Það fundust mér frá- bær meðmæli. Ég fór með fjölskyldunni í Disney World í Flórída sem var ógleym- anlegt en síðan ferðaðist ég með rútu frá Boston til L.A. ásamt Helgu vinkonu minni. Við fengum útborgaða 60 dollara á viku og spöruðum samviskusamlega fyrir miða sem gilti í mánuð til að ferðast um Bandaríkin að vild. Reyndar urðu síðan þau mistök á fyrstu stoppistöðinni að rifið var vitlaust af mið- anum en við komumst þó til Arizona á hestabúgarð og síðan til íslenskra vina í L.A. Linda Björk Hilmarsdóttir, framkvæmdastjóri Hress. Barnfóstra hjá gyðingafjölskyldu Eitt það skemmtilegasta og eftirminnilegasta starf sem ég hef unnið var þegar ég var verkamaður og flokksstjóri með háspennu- línu frá Búrfelli í Straumsvík sem reist var á árunum 1968 og 1969, ásamt því að vera trúnaðarmaður Dagsbrúnar. Sem og þegar ég starfaði sem eftirlitsmaður hjá Lands- virkjun á línunni frá Búrfelli að Geithálsi sem reist var á árunum 1972 til 1973. Ég var ungur á þessum árum, skemmti mér mikið og hafði gaman af þessu. Maður bjó á hót- elum og í vinnubúðum og umgekkst mikið samstarfsfélagana. Í starfinu fólst að ég þurfti að klifra upp og tékka öll möstrin, fara niður einangrarana og vírana en ég var mjög léttur á mér í þá daga og alls ekki loft- hræddur, en það er reyndar bara þjálfun eins og margt annað. Þetta var mjög skemmtilegt og maður þurfti ekki að hafa áhyggjur af lík- amsrækt í þá daga. Um leið var þetta talsvert áhættusamt og munaði oft litlu, ef það voru mjög vond veður var allt hált og erfitt en maður lét það ekki á sig fá í þá daga. Það er varla að maður þori að segja frá sumu sem maður gerði í dag, maður var svo kaldur og vitlaus á þessum tíma. Gunnar I. Birgisson, bæjarstjóri Kópavogs. Áhættusamt klifur upp í mastur Eftirminnilegasta starf sem ég hef unnið var þegar ég var fréttamaður á Sjónvarpinu fyrir einum tuttugu árum. Ég hafði frá því ég var barn átt mér draum um að verða fréttamað- ur og var byrjuð í blaðamennsku þegar þetta kom til. Það var hins vegar tilviljun hvernig ég rataði inn á þennan vinnustað. Ég hringdi óvart í skakkt númer úti í bæ og Ingvi Hrafn Jónsson, sem þá var fréttastjóri á Sjónvarp- inu, svaraði. Þá hafði ég verið í sjónvarps- þætti skömmu áður sem blaðamaður ásamt Ingva Hrafni svo að hann kannaðist við mig. Þeirri hugsun laust niður í mig að spyrja hvort hann vantaði fréttamann í sum- arafleysingu og tók hann erindinu vel. Ég fann mig vel í starfinu og hafði mjög gaman af því en það voru miklar sviptingar á Sjón- varpinu um þetta leyti og ýmislegt sem gerði starfið bæði krefjandi og erfitt á köflum. Leiðtogafundur Reagans og Gorbatsjofs í Höfða er mér mjög minnisstæður en þá unnum við dag og nótt til þess að láta allt ganga upp. Ég gæti vel hugsað mér að starfa aftur við sjónvarp og fæ oft hviður þegar mikið er um að vera í þjóðfélaginu. En bloggið bjargar mér, þar fær fréttahaukurinn í mér dálitla útrás. Ólína Þorvarðardóttir þjóðfræðingur. Fréttahaukur í sjónvarpinu Eftirminnilegasta starfið mitt er tvímælalaust þegar ég starfaði sem hval- skurðarmaður í Hvalfirði í hitteðfyrra í septembermánuði. Faðir minn starfaði í hvalstöðinni í gamla daga og svo aftur þarna með mér en hann lokaði tannlæknastofunni sinni og fór upp í Hvalfjörð til að skera hval. Þetta var meiriháttar skemmtilegt og svakaleg upplifun að sjá þessar risa- eðlur dregnar á land og heilu kjötflykkin skorin í litla bita. Ég held það séu 10 til 20 tonn af hreinu kjöti sem koma af hverju dýri svo það er ekk- ert smáræði. Í gamla daga var unnið á átta tíma vöktum og unnið allan sólarhringinn en ég keyrði á milli. Ég var við störf á þeim tíma sem hval- irnir eru veiddir í september en þá voru veiddir sjö hvalir og svo var ég þarna í einn og hálfan mánuð til að undirbúa skurðinn. Samstarfsfólk mitt var flest menn sem höfðu unnið við þetta áður og því reynsluboltar sem kunnu til verka, en svo voru þarna nokkrir yngri sem voru að læra handtökin. Greenpiece yrðu sjálfsagt ekkert ánægðir með mig ef þeir bönkuðu upp á en ég svara fyrir þennan málstað á hverjum degi ef ein- hver biður um það. Hvalskurður í Hvalfirði Hvert hefur verið eftirminnilegasta starfið? Flest okkar hafa fengist við ýmiss konar störf um ævina. Fyrsta starf margra er að passa börn, reyta arfa í unglingavinnunni eða afgreiða í sjoppu. Sum- ir eiga sér draumastarf sem þeir komast í fljótt meðan aðrir eru lengi að leita og vilja jafnvel ekki festa sig í einu starfi eða geira. Sum störf eru eft- irminnileg fyrir það hversu gefandi þau hafa verið en önnur skemmtileg og jafnvel í einhverjum til- vikum leiðinleg. Hér segja nokkrir viðmælendur frá sínu eftirminnilegasta starfi. Snorri Engilbertsson leikari.

x

24 stundir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.