24 stundir - 11.03.2008, Side 1
24stundirþriðjudagur11. mars 200849. tölublað 4. árgangur
Petrína Ásgeirsdóttir, framkvæmda-
stjóri Barnaheilla, verður með mál-
þing í Snælandsskóla undir yfirskrift-
inni Bætum framtíð barna í stríðs-
hrjáðum löndum með áherslu á
menntun.
Stríðsbörn í skóla
MENNTUN»35
Pétur Diðriksson, bóndi að Helgavatni í
Borgarfirði, segir að vorverkin hefjist
senn en mjög hefur færst í vöxt að
bændur samnýti stórar og dýrar
vinnuvélar. Það auki hagkvæmni í
rekstri.
Samnýta vinnuvélar
VINNUVÉLAR»28
27% munur á
kransaköku
NEYTENDAVAKTIN »4
Bresku gamanþættirnir ’Allo
’Allo verða nú í fyrsta sinn
teknir til sýninga í þýsku sjón-
varpi. Talsmaður BBC segir
þættina ekki hafa verið sýnda í
Þýskalandi áður vegna um-
fjöllunarefnisins.
Sögusviðið er Frakkland á
tímum seinna stríðs og er gert
grín að leyniþjónustu þýskra
nasista, andspyrnuhreyfingu
Frakka og Bretum. Líkt og
venja er með erlent sjónvarps-
efni í Þýskalandi verða þætt-
irnir talsettir á þýsku. aí
Þjóðverjar sjá
’Allo ’Allo
GENGI GJALMIÐLA
SALA %
USD 68,85 +1,39
GBP 138,79 +1,50
DKK 14,19 +1,47
JPY 0,67 +2,37
EUR 105,87 +1,51
GENGISVÍSITALA 137,60 +1,52
ÚRVALSVÍSITALA 4.836,91 -1,20
»14
1
-1
-1
1 -2
VEÐRIÐ Í DAG »2
Eftir Þóru Kristínu Þórsdóttur
thorakristin@24stundir.is
„Þetta hefur ekki virkað. Menn eru kannski net-
lausir dögum saman, ef eitthvað bilar,“ segir
Jens Pétur Jensen, sveitarstjóri í Húnavatns-
hreppi, um þráðlausa háhraðanettenginguna í
sveitarfélaginu. Hann segir tenginguna hafa bil-
að ítrekað auk þess sem sambandið sé fremur
stopult.
Geta lítið gert í stöðunni
Jens segir erfitt að rifta samningnum við
Emax sem sér um nettenginguna. „Ég hef fengið
þær upplýsingar frá Póst- og fjarskiptastofnun
að það sé ekki nóg að rifta samningnum því
Emax þurfi að samþykkja og gefa svæðið eftir.
Raunar sé ég ekki neinn hag í því þar sem þá
stæði valið á milli þess að vera með stopult int-
ernet eða vera alveg netlaus,“ segir hann.
Fjarskiptasjóður hefur auglýst eftir tilboðum
í uppbyggingu háhraðatenginga um landið en
það felur í sér „stuðning vegna viðbótarkostn-
aðar við uppbyggingu á háhraðanettengingum á
skilgreindum stöðum, sem eru lögheimili með
heilsársbúsetu og fyrirtæki með starfsemi allt ár-
ið þar sem háhraðanettengingar eru hvorki í
boði né fyrirhugaðar á markaðslegum forsend-
um,“ skv. heimasíðu sjóðsins.
Þar sem nú er háhraðatenging í Húnavatns-
hreppi segir Jens að sveitarfélagið teljist ekki til
þeirra staða sem stuðningurinn á við. Því neyð-
ist hreppurinn til þess að halda áfram að vera
með nettengingu hjá Emax. „Við höfum þó
haldið eftir helmingi greiðslnanna vegna þess
hve ósáttir við erum með þjónustuna,“ segir
Jens.
Óvissa um framhaldið
Þegar Húnavatnshreppur varð til var samið
um að stækka dreifisvæðið svo að allir íbúar
nýja hreppsins næðu netsambandi. Gengið hef-
ur erfiðlega með kerfið frá upphafi og því fékk
sveitarfélagið óháðan aðila til að meta það. „Skv.
skýrslunni uppfylla sendarnir ekki gerðar kröfur
og miklu var ábótavant við uppsetninguna,
miðað við þann samning sem við gerðum,“ seg-
ir Jens. Emax var í eigu Hive þar til það var selt í
sl. viku. Jens segir það skapa mikla óvissu um
þróun þjónustunnar. Daníel Gunnarsson, annar
nýrra eigenda Emax, segir markmið fyrirtæk-
isins að bjóða upp á stöðuga tengingu og fyr-
irtækið innleiði fljótt nýja og betri tækni.
ÞEKKIRÐU TIL?
Hringdu í síma 510 3700 eða
sendu póst á frettir@24stundir.is
Sambandslaus sveit
Tíðar bilanir og stopul nettenging í Húnavatnshreppi Fjarskiptasjóður veitir ekki
stuðning til uppbyggingar háhraðatengingar þar sem samningur er til fyrir slíkri tengingu
➤ Sér um háhraðanettengingar um alltland.
➤ Var selt til Hive á seinasta ári sem seldi þaðfrá sér á dögunum til tveggja gamalla
starfmanna Emax.
EMAX
Sambíumaðurinn Amos Simutowe berst fyrir því að verða fyrsti stórmeistari í skák sunnan Sahara. „Þetta er dá-
lítið sterkt mót fyrir mig og verður erfitt fyrir mig að ná titlinum í þessu móti, en það er samt í áttina. Ég vonast
til að geta ferðast aðeins meira um landið áður en ég fer heim.“
Kínverjinn Wang Hao hafði forystu á Reykjavíkurskákmótinu fyrir næstsíðustu umferð mótsins í gær en í
öðru til þriðja sæti voru Hannes Hlífar Stefánsson og Wang Yue frá Kína.
Simutowe stefnir hátt í skákinni
„Það er ævintýri að vera hér. Mjög fallegt en mér er svolítið kalt.“
24stundir/Ómar
Sjónvarpsstöðin N4 á Akureyri hef-
ur útsendingar á landsvísu á morg-
un. „Það er mikil eftirspurn eftir
okkar fréttum á höfuðborgarsvæð-
inu,“ segir Þorvaldur Jóns-
son framkvæmdastjóri.
Norðlenskt sjón-
varp á landsvísu
»2
Ekkert kemur í veg fyrir að kjöt af
skepnum sem hafa fengið vaxt-
arhormón sé flutt til landsins. Eng-
in ákvæði eru í reglum um merk-
ingar og eru dæmi um að
hormónasprautað kjöt
hafi verið selt hér.
Hormónakjöt
á markaði hér
»4
Mikið úrval notaðra bíla á góðum kjörum!