24 stundir - 11.03.2008, Page 6
Eftir Ingibjörgu B. Sveinsdóttur
ingibjorg@24stundir.is
Reisa á 700 fermetra skíðaskála,
sem áætlað er að muni kosta um
205 milljónir króna, í Bláfjöllum
og er stefnt að verklokum í desem-
ber á þessu ári, að sögn Bolla Thor-
oddsens, formanns íþrótta- og
tómstundaráðs Reykjavíkurborgar,
sem standa mun straum af kostn-
aðinum.
Flutt af Hengilssvæðinu
„Bygging þessa skála tengist
brottflutningi skíðadeilda Víkings
og ÍR af Hengilssvæðinu. Við
keyptum mannvirkin þar, tvo fasta
skála, tvo dagskála og skíðalyftur,
fyrir um 40 milljónir króna. Síðan
seldum við Orkuveitu Reykjavíkur
föstu skálana fyrir 25 milljónir
króna. Kostnaður vegna skíðastarf-
seminnar á Hengilssvæðinu nam
um 15 milljónum króna á ári
þannig að sú upphæð sparast til
framtíðar,“ segir Bolli.
Nýi skálinn, sem verður á milli
Breiðabliksskálans og Ármanns-
skálans, er eiginlega tveir sam-
byggðir skálar fyrir Víking og ÍR,
að því er Bolli greinir frá. „Það
munu 25 manns geta gist í risi
hvors skála. Á fyrstu hæð verður
eldhús, veitingasalur og aðstaða
fyrir gesti og gangandi eins og í
Bláfjallaskálanum.“
Snjóframleiðsla fyrir lok ársins
Að sögn Bolla verða reistar fleiri
snjógirðingar á Bláfjallasvæðinu
samtímis því sem stefnt er að því
að koma upp snjóframleiðslukerfi.
„Það eru vonir okkar að snjófram-
leiðsla hefjist í lok þessa árs.“
Benedikt Geirsson, formaður
stjórnar skíðasvæða höfuðborgar-
svæðisins, segir sveitarfélögin sjö
sem reka skíðasvæðin í Bláfjöllum
og Skálafelli eiga í viðræðum við
Orkuveitu Reykjavíkur um vatns-
öflun. „Orkuveitan myndi sjá um
vatnsöflun og flutninginn á vatn-
inu í brekkurnar og leggja þær
lagnir sem þarf vegna flutningsins.
Orkuveitan myndi jafnframt út-
vega stútana. Sveitarfélögin myndu
svo kaupa vatn og rafmagn af
Orkuveitunni,“ segir Benedikt.
Bora þarf eftir vatni
Eiríkur Hjálmarsson, blaða-
fulltrúi Orkuveitu Reykjavíkur,
segir að bora þurfi eftir vatni í Blá-
fjöllum þar sem þar sé ekkert yf-
irborðsvatn. „Væntanlega er ekki
þörf á því á Skálafellssvæðinu,“
segir Eiríkur.
Formaður íþrótta- og tóm-
stundaráðs segir endanlegan kostn-
að vegna snjóframleiðslu ekki
liggja fyrir.
205 milljóna
skíðaskáli
Reykjavíkurborg reisir í ár 700 fermetra skála í Bláfjöllum Von-
ast er til að snjóframleiðsla hefjist á skíðasvæðunum í lok ársins
➤ Skíðadeildir íþróttafélagannasinna barna- og unglinga-
starfi á skíðasvæðunum.
➤ Á skíðasvæðunum eru starf-ræktar skíðaleigur þar sem
gestir svæðanna geta leigt
sér allan búnað.
SKÍÐASVÆÐIN
24 stundir/Árni Sæberg
Á skíðum Með snjógirðingum
og snjóframleiðslu fjölgar skíða-
dögum í Bláfjöllum og Skálafelli.
Norðmenn sem mögulega verða
staðnir að því að eiga eignir í
Liechtenstein sem þeir hafa ekki
gert grein fyrir þurfa að greiða
skatt 10 ár aftur í tímann, 60 pró-
senta sekt og vexti og vaxtavexti,
að því er haft er eftir Svein Krist-
ensen skattstjóra á fréttavefnum
e24.no. Þar segir jafnframt að
þannig sé fyrirkomulagið komi
menn ekki og játi syndir sínar
sjálfir.
Bryndís Kristjánsdóttir skatt-
rannsóknarstjóri segir að ef um
skattsvik sé að ræða sé það refsi-
vert. ,,Hér þurfa menn að greiða
skatt 6 ár aftur í tímann frá upp-
hafi rannsóknar að viðbættu 15
eða 25 prósenta álagi og til við-
bótar kæmi refsing sem yrði fésekt
eða fangelsi ef brot teldist alvar-
legt. En það þarf þó alltaf að meta
hvert tilvik fyrir sig.“
Ríkisskattstjóri, Skúli Eggert
Þórðarson, hefur óskað eftir upp-
lýsingum frá Þýskalandi sem
mögulega varða Íslendinga í gögn-
unum sem þýsk yfirvöld keyptu af
fyrrverandi bankastarfsmanni í
Liechtenstein. „Ég veit ekki til þess
að þær hafi borist,“ segir Bryndís.
Skattrannsóknarstjóri um mögulegar eignir í Liechtenstein
Refsivert séu það skattsvik
24 stundir/Golli
Í Liechtenstein Fjöldi útlendinga
á þar leynilega bankareikninga.
6 ÞRIÐJUDAGUR 11. MARS 2008 24stundir
Tökum við umsóknum núna
Kynntu þér námið á www.hr.is
Námið er hægt að stunda sem fullt starf eða á minni hraða með
annarri vinnu. Fyrri umsóknarfrestur er til 15. apríl, sá seinni 30. maí.
Þeir sem sækja um fyrir fyrri frestinn eiga meiri möguleika.
Meistaranám við viðskiptadeild Háskólans
í Reykjavík er fjölbreytt og krefjandi nám sem
getur opnað þér dyr að margvíslegum starfs-
tækifærum.
Viðskiptadeild HR hefur á að skipa sérlega
öflugum hópi kennara frá 23 löndum, sem allir
búa yfir mikilli fræðilegri þekkingu og hafa
fjölþætta reynslu úr atvinnulífinu. Að auki er
Háskólinn í Reykjavík með samstarfssamn-
inga við yfir 100 háskóla um allan heim sem
gefur nemendum möguleika á því að víkka
sjóndeildarhringinn með því að stunda hluta
námsins erlendis.
MEISTARANÁM
Í VIÐSKIPTADEILD
MSc í alþjóðaviðskiptum
Námið byggir bæði á fræðilegum grunni og hagnýtri þekkingu á
alþjóðaviðskiptum og fer kennsla fram á ensku. Uppbygging
námsins miðar við reynslu margra bestu háskóla heims.
Allir nemendur dvelja erlendis eina önn þar sem þeir starfa fyrir
íslensk fyrirtæki eða stunda nám við samstarfsháskóla HR. Flestir
nemendur læra annað tungumál en ensku og eru fjögur tungumál
í boði: Kínverska, spænska, franska og þýska.
Einnig er í boði að sérhæfa sig í alþjóðlegum markaðsfræðum.
MSc í fjármálum
Námið er sérsniðið að þörfum fjármálafyrirtækja og framsækinna
alþjóðlegra fyrirtækja. Hægt er að velja á milli tveggja lína.
Investment Management (MSIM): Ætlað þeim sem hyggjast starfa
sem sérfræðingar á fjármálamarkaði, einkum við eignastýringu,
markaðsviðskipti og fjárfestingar.
Corporate Finance: Hentar þeim sem hafa áhuga á að starfa sem
fjármálastjórar eða stjórnendur fyrirtækja.
MSc í reikningshaldi og endurskoðun
Námið er ætlað þeim sem vilja verða löggiltir endurskoðendur, eða
hafa áhuga á að starfa sem sérfræðingar eða stjórnendur á sviði
reikningshalds í fyrirtækjum. Útskrifaðir nemendur eru eftirsóttir til
ýmissa stjórnunarstarfa í atvinnulífinu, einkum hjá stórfyrirtækjum
í alþjóðlegri starfsemi.
H
V
ÍT
A
H
Ú
S
IÐ
/S
ÍA
0
8
-0
4
5
4