24 stundir - 11.03.2008, Page 8

24 stundir - 11.03.2008, Page 8
Eftir Atla Ísleifsson atlii@24stundir.is Japönsk stjórnvöld hafa hafnað ásökunum um að hafa greitt fyrir að fá sendifulltrúa smáríkja til að sækja óformlegan fund Alþjóðahvalveiði- ráðsins í London í síðustu viku. Forsætisráðherra Salómonseyja fullyrti um nýliðna helgi að hann hefði fengið boð í þá veru frá Jap- ansstjórn. Japanar hafa lengi setið undir ásökunum um atkvæðakaup, eftir að fjöldi smáríkja með litla sem enga hvalveiðihefð, gekk í Alþjóða- hvalveiðiráðið. Umræðan ekki ný af nálinni Stefán Ásmundsson, formaður íslensku sendinefndarinnar, segir umræðu um meint atkvæðakaup Japana ekki nýja af nálinni. „Það er ekkert nýtt að menn haldi því fram að það hljóti að vera einhver ann- arleg sjónarmið á bak við það að þróunarríki styðji sjálfbærar hval- veiðar. Staðreyndin er sú að sérstak- lega fyrir fátæk þróunarríki er það prinsippmál og skiptir mjög miklu máli að ríki hafi heimild til að nýta sínar auðlindir með sjálfbærum hætti.“ Prinsippvettvangur Japanar hafa lengi barist fyrir því að banni við hvalveiðum í atvinnu- skyni verði aflétt, en þeir veiða nú um þúsund hvali á ári í vísinda- skyni. Stefán segir Alþjóðahval- veiðiráðið að vissu leyti hafa orðið að ákveðnum prinsippvettvangi þar sem menn hafi fengist við þá spurn- ingu hvort aðrir eigi að geta hindrað menn í sjálfbærri nýtingu auðlinda. „Það er ekki undarlegt að fátæk ríki láti sig þessi mál varða og taki harða afstöðu. Ef litið er til þátttöku innan Alþjóðahvalveiðiráðsins þá er mun algengara að þróunarríki styðji sjálfbærar hvalveiðar, þó að það sé að sjálfsögðu ekki algilt.“ HVAÐ VANTAR UPP Á? Hringdu í síma 510 3700 eða sendu póst á 24@24stundir.is Japanar hafna ásökunum  Japanar sakaðir um atkvæðakaup innan Alþjóðahvalveiðiráðsins  Stefán Ásmundsson segir umræðuna ekki nýja af nálinni ➤ Árið 1986 bannaði ráðið allarhvalveiðar í atvinnuskyni og hafa harðar deilur staðið um bannið allar götur síðan. ➤ Tæplega áttatíu ríki eiga núfulltrúa innan ráðsins. ➤ Sátt náðist um bættar sam-skiptaleiðir á fundi ráðsins í síðustu viku. HVALVEIÐIRÁÐIÐ NordicPhotos/AFP Hvalveiðar Japanar hafna því að hafa boðist til að borga fyrir að sendifulltrúar smáríkja sæktu fundinn. 8 ÞRIÐJUDAGUR 11. MARS 2008 24stundir José Luis Rodriguez Zapatero, forsætisráðherra Spánar, kallaði eftir einingu þjóðarinnar eftir að Sósíalistaflokkur hans bar sigur úr býtum í þingkosningunum á sunnudaginn. „Spænska þjóðin hefur talað skýrt og hyggst hefja nýtt tímabil án sprennu og átaka.“ Sósíalistar hlutu 169 þingsæti, fimm fleiri en í síðustu kosningum, en tókst þó ekki að ná hreinum meirihluta þingsæta. Hægriflokkur Mariano Rajoy bætti einnig við sig fylgi og hlaut 153 þingsæti. Sósíalistar segja úrslit kosning- anna sýna skýrt að Spánverjar styðji þær umbætur sem stjórn Za- pateros hefur unnið að frá 2003. aí Sósíalistar vinna sigur á Spáni Kallar eftir einingu Mikið óveður gekk yfir vestur- og suðurströnd Bretlands aðfara- nótt gærdagsins og í gær. Vind- hviður mældust margar rúmlega 38 metrar á sekúndu og voru flóðviðvaranir gefnar út á tugum staða í suðvesturhluta Englands og í Wales. Rúmlega 10 þúsund heimili á suðvesturströnd Englands og í Wales voru án rafmagns í gær eft- ir að raflínur slitnuðu. Mikil röskun varð á lestar- og flug- samgöngum af völdum óveðurs- ins og rifnuðu mörg tré upp með rótum. Þá þurftu dráttarbátar að koma olíuflutningaskipi undan ströndum eyjunnar Wight til bjargar og draga til hafnar í Southampton, eftir að það tók að reka á haf út. aí Ofsaveður á Bretlandseyjum Norræna flugfélagið SAS og flug- vélaframleiðandinn Bombardier hafa náð samkomulagi um að Bomb- ardier greiði SAS jafnvirði 11 milljarða króna vegna nokkurra óhappa við lendingu Dash 8 Q400-véla í eigu SAS á síðasta ári. SAS hefur þó jafnframt skuld- bundið sig til kaupa 27 nýjar vél- ar frá Bombardier. aí Óhöpp Dash 8-flugvéla SAS fær greidd- ar skaðabætur Réttarhöld hófust yfir Kanada- manninum Christopher Neil í Taílandi í gær. Neil er 32 ára kennari og grunaður um að hafa misnotað rúmlega 200 drengi kynferðislega í nokkrum löndum. Hann var handtekinn í Taílandi í október síðastliðnum eftir að al- þjóðleg handtökuskipun var gef- in út á hendur honum. aí Mál meints barnaníðings Réttarhöld hafin Starfsmenntanám · Blómaskreytingar · Búfræði · Garðyrkjuframleiðsla · Skógur og umhverfi · Skrúðgarðyrkjubraut www.lbhi.is Háskóli lífs og lands Umsóknarfrestur um skólavist er til 4. júní ÍS L E N S K A /S IA .I S /U T I 41 32 7 02 /0 8 North Face Aleutian svefnpoki Þægilegur að -2C° Mesta kuldaþol -19C° fermingargjöf Flott hugmynd að Fermingartilboð 9.990 kr. Verð áður 12.990 kr. HOLTAGÖRÐUM GLÆSIBÆ KRINGLUNNI SMÁRALIND SÍMI 545 1500 Vallý s.510 3728 Böddi s.510 3726 ÐI Ð AL B U N NI VTA atvinna@24stundir.is PANTIÐ GOTT PLÁSS Í TÍMA

x

24 stundir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.