24 stundir


24 stundir - 11.03.2008, Qupperneq 18

24 stundir - 11.03.2008, Qupperneq 18
18 ÞRIÐJUDAGUR 11. MARS 2008 24stundir Eftir Kristjönu Guðbrandsdóttur dista@24stundir.is Pétur Kristjánsson, vinnufélagi Guðmundar, slasaðist alvarlega þegar hann féll 15 metra af vinnu- palli í nýbyggingu við Boðaþing í Kópavogi þann 26. febrúar síðast- liðinn. Aðeins Pétur og Guð- mundur voru á pallinum þegar festingar gáfu sig og pallurinn féll undan þeim. „Atburðarásin var svo hröð að ég á erfitt með að segja frá því sem gerðist, ég man bara brot af þessu,“ segir Guðmundur og útskýrir að áfallið að sjá félaga sinn slasast svo alvarlega hafi verið töluvert. „Pallarnir hrundu undan fótum okkar og það eina sem ég hugsaði um í fallinu var að reyna að grípa í eitthvað. Mér tókst að grípa í keðjur sem lágu með hús- inu, hífði mig upp á þeim og náði að koma mér inn um glugga á fimmtu hæð. Þá vissi ég að Pétur lá á jörðinni og það eina sem ég hugsaði var að komast til hans.“ Mikið slasaður eftir hátt fall Pétur Kristjánsson féll um 15 metra niður á jörðina. „Við vorum staddir efst á pöllunum að vinna við 6. hæð og fallið var því tölu- vert,“ segir Guðmundur. „Það var erfitt fyrir mig að horfa upp á fé- laga minn svo mikið slasaðan. Hann er svolítið brotinn en hann hefur það gott miðað við hrygg- brot, lærbeins- og rifbeinsbrot. Ég var afskaplega feginn að sjá að hann var á lífi,“ bætir hann við. Mættur aftur til vinnu „Ég hef verið í þessum bransa í um 50 ár,“ segir Hans B. Guð- mundsson, byggingarstjóri hjá Húsvirki, sem hafði umsjón með framkvæmdum. „Ég hef nú ekki séð það verra en svipað. Ég var að vinna með félaga mínum og hann féll, reyndar úr minni hæð en Pét- ur, en það eru um 20 ár síðan. Mér finnst ekki hægt að koma í veg fyrir vinnuslys að fullu. Fyrir þessu slysi urðu vanir menn og það er svo margt sem getur gerst sem ekki er hægt að gera ráð fyrir. Augna- bliksgáleysi veldur oft slysum, við því er ekkert að gera né hægt koma í veg fyrir það, hvort sem menn eru vanir eða óvanir. Þannig er það bara. Ég er feginn að Pétur er ekki meira slasaður og að hann er á lífi og að Guðmundur bjargaðist svo giftusamlega.“ 24stundir/Golli Bjargaðist giftusamlega er vinnupallar við Boðaþing hrundu Náði að grípa í keðju í miðju falli „Ég hugsaði bara um það eitt að komast niður til félaga míns,“ segir Guð- mundur Guðmundsson sem ásamt vinnufélaga sínum lenti í vinnuslysi við Boðaþing en náði fyr- ir mikla náð að bjarga sér í fallinu. Boðaþing 6-8 Fall Péturs var um 15 metrar af palli við efstu hæð hússins. Það verða alltaf slys segir Hans B. Guðmundsson byggingarstjóri, hér á mynd með Guðmundi Guðmundssyni (t.v.) við slysstaðinn að Boðaþingi. Kristinn Tómasson, yfirlæknir Vinnueftirlitsins, segir tilkynn- ingum um vinnuslys hafa fjölgað síðustu ár. „Markaðurinn hefur stækkað og slys við mann- virkjagerð hafa aukist. Þau slys voru um 10% árið 2001 en nú eru þau um þriðjungur allra slysa. Umfangið er einfaldlega meira og því er kannski eðlilegt að sjá meira af slysum við mannvirkjagerð.“ Kristinn nefnir að auki að held- ur fleiri banaslys hafi orðið síðustu ár. „Hvert banaslys er óþolandi í sjálfu sér.“ Kristinn segir að árlega berist um 1200-1800 tilkynningar til Vinnueftirlitsins sem svarar til 1% vinnuaflsins í dag. „Síðustu ár hef- ur tilkynningum um slys fjölgað úr um 1200 til 1800 á ári.“ dista@24stundir.is Mikil fjölgun vinnuslysa síðustu ár Fleiri slys í þenslunni Slys við mann- virkjagerð Um- fangið er meira og því eðlilegt að slysatíðni aukist 24stundir/Brynjar Gauti Áberandi í gögnum um skrán- ingar um vinnuslys sem tilkynnt eru til Vinnueftirlitsins er fjöldi slysa á vinnusvæðinu við Kára- hnjúka. Í þessum slysum hafa fimm látið lífið við byggingu virkj- unarinnar og tengd verk. „Enginn þeirra starfaði hjá Impregilo, nefn- ir Kristinn Tómasson, yfirlæknir Vinnueftirlitsins. „Á þessu risavaxna fram- kvæmdasvæði eru kringumstæður erfiðar og margbreytilegar, þetta er ekki einsleit framkvæmd og að henni koma margir ólíkir hópar að starfa við ýmis verk,“ bætir hann við. Kristinn segir vinnuslysin hafa verið af ýmsum toga. „Þarna hefur orðið grjóthrun, grafa féll á hliðina og sprengjuslys, en hafa verður í huga að aðstæður við Kárahnjúka eru erfiðari en við höfum áður þekkt við framkvæmdir hér á landi.“ Kristinn segir að vega og meta verði hvernig koma megi í veg fyrir slys. „Eðli slysa er að þau eru óvæntir atburðir, allir hafa það sem markmið að engin slys verði á fólki en samt er það nú þannig að ekki er hægt að vita hvenær jörðin undir manni opnast.“ dista@24stundir.is Tíð vinnuslys við Kárahnjúkavirkjun Fimm hafa látið lífið Verkamenn í Kárahnjúkum Aðstæður við virkjunina eru flóknar og margbreytilegar. VIÐ FJÁRMÖGNUM ÞAÐ SEM UPP Á VANTAR! Ertu að spá í atvinnutæki? Nýttu þér upplýsingar og reiknivélar á www.gf.is eða hafðu samband við ráðgjafa okkar í síma 440 4400. H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA - 7 2 3 5

x

24 stundir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.