24 stundir - 11.03.2008, Síða 23

24 stundir - 11.03.2008, Síða 23
24stundir ÞRIÐJUDAGUR 11. MARS 2008 23 J. M. Harrington, prófessor í Birmingham, hefur m.a. ritað þekkta bók um heilsuvernd starfs- manna og í henni má lesa um nið- urstöður helstu rannsókna hans á áhrifum vaktavinnu á heilsu og líðan. Vaktavinna hefur áhrif á eðl- islæga dægursveiflu hjá mann- inum. Manninum er eðlilegt eins og öðrum spendýrum að sofna á kvöldin, vakna á morgnana, borða á nokkurra klukkustunda fresti og menn eru misjafnlega upplagðir til vinnu eftir því hvaða tími sólar- hrings er. Fæstum lætur vel að vaka á nóttunni. Fjölskyldulífið bíður skaða Vaktavinna hefur áhrif á fjöl- skyldulíf og þátttöku í félagslífi. Sá sem vinnur vaktavinnu missir af mikilvægum samverustundum fjölskyldunnar sem oft eru um helgar eða á kvöldin þegar flestir eiga frí. Vaktavinna hefur áhrif á heils- una á ýmsan hátt. Sumt vakta- vinnufólk á erfitt með að fá nægan svefn og nær ekki djúpum svefni. Ýmsir sem vinna vaktavinnu finna fyrir þreytu, kvíða og depurð. Vaktavinna á misjafnlega við fólk. Talið er að einn af hverjum fimm hætti í vaktavinnu af því að hann þolir hana ekki, 10% fólks nýtur hennar, aðrir þola hana mis- munandi vel. Starfsmenn skipuleggi vaktir Til þess að fólk geti unnið vakta- vinnu án þess að bíða tjón á heilsu sinni skiptir máli að hanna gott vinnuumhverfi og að vaktataflan sé þannig gerð að vaktirnar hafi sem minnst áhrif á andlega, lík- amlega og félagslega velferð vakta- vinnufólksins. Reynslan sýnir að best er að starfsmennirnir sjálfir komi að skipulagningu vakta. Best er þó að á eftir næturvöktum komi dagvakt og á eftir dagvakt fylgi kvöldvakt þannig að vaktirnar fylgi gangi sólarhringsins, þannig veldur dægursveiflan minna áreiti. Fyrirtæki sem krefja starfsmenn sína um næturvinnu reyna oft að gera vel við starfsmenn sína í mat því að gott mataræði skiptir veru- legu máli upp á vellíðan, auka við heilsuvernd og bjóða upp á fríð- indi til frístundaiðkunar. dista@24stundir.is Hver eru áhrif vaktavinnu á heilsu og líðan? Fjölskyldulífið bíður skaða Álag að vinna næturvinnu Leigubílstjórar eru meðal þeirra sem vinna næturvinnu. Fjárfestingarfélagið Investor hef- ur selt hlut sinn í sænska vörubíla- framleiðandum Scania til þýska bílaframleiðandans Volkswagen. Kaupverð var rétt um 17,6 millj- ónir sænskra króna, sem sam- svarar um 190 milljónum íslenskra króna, eða 200 sænskar krónur á hlut. Eftir kaupin á hlut Investor ræður Volkswagen nú yfir 65% hlutabréfa í Scania. Talsmenn Scania líta á kaupin sem eðlilega þróun. Samruni Þýski vörubílaframleiðandinn MAN reyndi óvinveitta yfirtöku á Scania snemma á síðasta ári en það bar ekki árangur.Volkswagen- verksmiðjan áformar nú hins vegar að sameina Scania og MAN, en Volkswagen á 30% hlut í því fyr- irtæki. Ef af þeim samruna verður mun samsteypan fara fram úr bæði Daimler og Volvo og verða stærsti vörubílaframleiðandi Evrópu. Scania framleiðir rútur og yf- irbyggingar sem eru þekktar fyrir framúrskarandi rekstrarhag- kvæmni. Vörubílarnir frá Scania eru einnig lofaðir fyrir lága bil- anatíðni. Volkswagen á meirihluta í Scania Keypti hlut Investor Ákveðið hefur verið að Dakar- rallíið verði haldið í Suður- Ameríku á næsta ári. Halda átti rallíið í Afríku nú í ár en því var aflýst af öryggisástæðum. Rallíið er meðal annars ætlað vörubílum og mótorhjólum og mun verða haldið í Argentínu og Chile dag- ana 3. til 18. janúar. París-Dakar Dakar-rallíið var upphaflega þekkt sem París-Dakar-rallí og hefur að mestu eða öllu leyti ver- ið haldið í Afríku í meira en 30 ára sögu þess. Því var aflýst í fyrsta skipti í síðasta mánuði af öryggisástæðum eftir að fjórir franskir ferðamenn voru myrtir í Máritaníu. Eftir það sögðu móts- haldarar frá því að beinar hót- anir hefðu borist frá hryðju- verkasamtökum um að reynt yrði að gera árásir á keppendur. Rallí- ið er 9275 kílómetra langt og hefur verið ekið árlega milli Evr- ópu og Afríku. Stór hluti þess hefur farið fram í Máritaníu og því mikið áfall fyrir landið að keppninni skuli hafa verið aflýst í ár. Dakar-rallíið næst í Suður-Ameríku Vörubílar og mótorhjól Þriggja daga ráðstefnu um end- urnýtanlegar orkulindir er nú ný- lokið í Washington en hana sóttu nærri 7.000 manns. Voru þátttak- endur frá 119 löndum og eiga það allir sameiginlegt að vilja draga úr olíuþörf sinni, koma á meiri sjálf- bærri þróun og draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Strengdu þátttakendur þess heit að vinna að því að ná slíkum markmiðum. Volvo áberandi Einn hápunkta sýningarinnar var sýning frá Volvo þar sem sýnd- ar voru prufutýpur af sjö bílum, en þeir gengu fyrir mismunandi, óhefðbundnu eldsneyti. Segja tals- menn fyrirtækisins að slíka bíla væri hægt að framleiða strax í dag en frekari stöðlun á umhverf- isstöðlum er þó nauðsynleg fyrst. Endurnýting orkulinda Notaðar vélar Hafið samband við sölumenn okkar í síma 575-2400, 694-3800 og 694-3900 270 MosfellsbærVöluteigur 4, www.ishlutir.comSími: 575 2400 í síma 6943700 og 6943900 Komatsu PC600LC-7 árg 2004 vinnust. 5200, Skófla, smurkerfi. Verð 140.000 € Tæki til sölu Stórlækkað verð Komatsu PC450LC-7 árg 2004 vinnust. 4781 Hraðtengi, skófla, smurkerfi. Verð 120.000 € Komatsu PW150-6 árg 2004 vinnust. 1600, Hraðtengi, skófla, tiltskófla. Verð 55.000 € Komatsu PW160-7 árg. 2006 vinnust. 3700, Hraðtengi, skófla, tiltskófla. Verð 80.000 €

x

24 stundir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.