24 stundir - 11.03.2008, Qupperneq 24
24 ÞRIÐJUDAGUR 11. MARS 2008 24stundir
Eftir Svanhvíti Ljósbjörgu
svanhvit@24stundir.is
Undanfarið hefur verið mikil um-
ræða í samfélaginu um mögulega
upptöku evru og kosti og galla
krónunnar. Það vakti því athygli í
síðustu viku þegar fyrirtækið Ís-
hlutir auglýsti vinnuvélar til sölu
og verðið var uppgefið í evrum.
Hjálmar Helgason, fram-
kvæmdastjóri Íshluta, segir að
það sé mun einfaldara fyrir við-
skiptavini og fyrirtækið sjálft að
gefa upp verð í evrum þar sem
miklar sveiflur séu á gengi krón-
unnar. „Nýjar vélar eru allar seld-
ar miðað við ákveðið gengi í evr-
um. Þær vélar sem við tökum upp
í sem hlutfall af nývirði markast
af evrunni en eins og efnahagslífið
er um þessar mundir er eiginlega
ekki hægt að gefa upp verð í ís-
lenskum krónum,“ segir Hjálmar
og tekur dæmi til að útskýra mál
sitt betur: „Til dæmis auglýsa Ís-
hlutir vinnuvél á tíu milljónir ís-
lenskra króna, miðað við að gengi
evrunnar sé 100. Þegar við-
skiptavinur vill kaupa vélina gæti
gengi evrunnar verið orðið 105 en
þá hefði vélin átt að kosta 10,5
milljónir í stað 10 milljóna. Það
er því miklu auðveldara fyrir alla
að auglýsa vélarnar í evrum.“
Minni gengisáhætta
Þrátt fyrir að vélarnar séu aug-
lýstar í evrum borga flestir fyrir
þær í íslenskum krónum en
Hjálmar segir þó að það sé ekkert
mál að greiða í evrum, ef vilji er
fyrir hendi. „Fljótlega munum við
fara að selja í evrum og sendum
þá fjármögnunarfyrirtækjunum
reikninga í erlendri mynt. Þetta
gerum við til að minnka geng-
isáhættuna fyrir Íshluti og við-
skiptavininn. Við sinnum flestum
okkar viðskiptum í evrum, það er
það stór hluti af okkar tekjum í
beinum tengslum við erlenda
gjaldmiðla því við borgum í evr-
um fyrir megnið af vélunum sem
við kaupum.“ Hjálmar segir að
fyrirtækið hafi samt sem áður
ekki alltaf stundað viðskipti sín
Með evrum. „Allt verð er miðað
við erlendan gjaldmiðil og af því
að sveiflurnar eru svo miklar
núna er einfaldara að gefa upp
verð í evrum. Við erum ekki eina
fyrirtækið sem hefur gefið upp
verð í evrum enda er þetta eina
leið okkar til að koma með eitt-
hvert mótvægi við sveiflur geng-
isins. Ef viðskiptavinur kemur í
dag og vill fá tilboð í nýja vél, þá
fær hann það í evrum ásamt virð-
isaukaskatti.“
Einfaldari fjármálastjórnun
Aðspurður hvaða áhrif það
hefði á rekstur fyrirtækisins ef
skipt yrði um gjaldmiðil á Íslandi
og evran tekin upp segir Hjálmar
að öll fjármálastjórnun yrði mun
einfaldari. „Við myndum þá losna
við allar þessar sveiflur því að í
starfsemi okkar fyrirtækis er út-
flutningur á notuðum vélum
mjög mikilvægur. Við seljum vél-
ar okkar helst í gegnum Evrópu
og fáum greitt í evrum. Það yrði
til mikillar einföldunar að vera á
sama myntsvæði og flestir af
birgjum okkar,“ segir Hjálmar og
bætir við að Íshlutir bjóði upp á
gott verð, en það komi þó evrunni
ekki við. „Það hvernig fyrirtækið
er rekið gerir okkur kleift að
bjóða gott verð á vinnuvélum.
Okkar innkaupsverð er mjög
áþekkt innkaupsverði samkeppn-
isaðilanna en aftur á móti rekum
við fyrirtækið með töluvert minni
kostnaði en aðrir. Þar af leiðandi
getum við leyft okkur lægra verð.“
Flest viðskipti Íshluta fara fram í evrum
Einfaldara að gefa
upp verð í evrum
➤ Íshlutir voru stofnaðir árið1998 en árið 2006 flutti fyr-
irtækið í 1.500 m2 húsnæði í
Mosfellsbæ.
➤ Íshlutir hafa síðan þá vaxið úrfjögurra manna fyrirtæki í 30
manna fyrirtæki sem er leið-
andi í innflutningi á vinnu-
vélum.
➤ Íshlutir hafa yfir að ráða 4fullbúnum viðgerðarbílum
sem eru stöðugt á ferðinni
um landið.
ÍSHLUTIRÍ síðustu viku vakti at-
hygli að Íshlutir auglýstu
verð á vinnuvélum í evr-
um. Að sögn sölumanns
hjá Íshlutum er þetta gert
til einföldunar og mót-
vægis við miklar sveiflur
krónunnar.
Íshlutir Auglýsa verð vinnu-
véla í evrum til mótvægis við
sveiflur gengisins.
Hitachi Frá Bauma 2007
SKEIFAN 3E-F · SÍMI 581-2333 · FAX 568-0215 · WWW.RAFVER.IS
Liprar og léttar
körfulyftur
með mikla
lyftigetu
i l
i l
Beltadrif eykur
notkunarmöguleika
Hafið samand við sölumann!
www.kistufell.com
Vantar þig varahluti í
ameríska bíla ?
VÉLAVERKSTÆÐIÐ
VARAHLUTAVERSLUN
kistufell@centrum.is
Tangarhöfða 13 Sími 577 1313
Við sérpöntum fyrir þig