24 stundir


24 stundir - 11.03.2008, Qupperneq 25

24 stundir - 11.03.2008, Qupperneq 25
24stundir ÞRIÐJUDAGUR 11. MARS 2008 25 Husqvarna Construction Products STEINSAGIR, KJARNABORVÉLAR, GOLF OG VEGSAGIR. Akralind 4 • 201 Kópavogur • Sími 544 4656 • Fax 544 4657 • www.mgh.is Husqvarna Construction Products STEINSAGIR, kJARNABORVÉLAR, GOLF OG VEGSAGIR K750 DM 230 FS 400K2500 K3600 HP 40 bensín glussadæla Steinsagablöð og kjarnaborar Eftir Hildu H. Cortez hilda@24stundir.is Sífellt fleiri konur sækja í störf námuverkamanna í gull-, silfur- og koparnámum Suður-Ameríku. Flestar koma þær frá afskekktum stöðum í Andes-fjöllunum en í þessum störfum hafa þær mögu- leika á því að afla mun meiri tekna en þær geta í þorpunum þaðan sem þær koma. Þreföld laun „Karlmennirnir héldu að við myndum ekki ráða við þetta,“ segir Patricia Guajardo sem ekur risatrukk í gullnámu í Argentínu. „Veturnir hérna geta verið afskaplega harðir, en ég kann að meta þá. Yfirleitt vinn ég á tveggja vikna vöktum og fæ svo frí í tvær vikur en þeim tíma eyði ég með syni mínum.“ Ásamt Gujardo starfa 10 konur í námunni af 95 manna starfsliði. Meðallaun kvennanna eru tæpar 70.000 krónur á mánuði en það er þrefalt meira en þær eiga möguleika á að fá við landbún- aðarstörf í þorpunum. Fara betur með tækin Þrátt fyrir erfiðar vinnuað- stæður þykja konurnar búa yfir ákveðinni lagni umfram mennina við að stýra vélunum, en það spar- ar fyrirtækjunum viðhaldskostnað. „Við höfum tekið eftir því að konurnar hugsa betur um vinnu- tækin en mennirnir,“ segir Cristi- an Silva sem þjálfar ökumenn Ca- terpillar-trukka. „Því færari sem stjórnendur stórra tækja eru því minni kostnaður fyrir fyrirtækin.“ Nýjum Caterpillar-ökutækjum er meðal annars stjórnað með stýri- pinna sem konurnar eiga auðveld- ara með að stjórna. „Það er kannski vegna þess að konur hafa gjarnan mýkra handbragð en karl- ar og eru nákvæmari,“ segir Silva. Aukin tækifæri Fram til ársins 1993 var bannað að ráða konur til starfa í námum í Chile en eftir að lögin voru afnum- in fór konum í námustörfum að fjölga og árið 2005 voru konur rúm 4% námuverkamanna. Að sögn Lynne Patterson hjá Pro Muj- er, samtökum sem aðstoða konur í Suður-Ameríku við atvinnuleit, koma námustörfin efnalitlum konum til góða sem annars myndu búa við enn bágari kjör. „Stærstur hluti kvenna á svæðinu er hús- mæður þannig að þessi störf færa þeim ný tækifæri að vissu leyti.“ Námuverkamenn Konur eiga mögu- leika á hærri launum við námustörf. Vinsælir námuverkamenn í Suður-Ameríku Eiga möguleika á þreföldum launum Konum í námustörfum fer fjölgandi í Suður-Ameríku en þær þykja lagnari við stjórn ýmissa tækja. Það dregur úr viðhaldskostn- aði fyrirtækjanna.

x

24 stundir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.