24 stundir


24 stundir - 18.04.2008, Qupperneq 10

24 stundir - 18.04.2008, Qupperneq 10
10 FÖSTUDAGUR 18. APRÍL 2008 24stundir Allir gömlu góðu réttirnir og frábærar nýjungar Komdu til okkar, taktu með eða borðaðu á staðnum Alltaf góð ur! Kjúklingastaðurinn Suðurveri Nú er orðin n stór Eftir Andrés Inga Jónsson andresingi@24stundir.is Ríkisstjórnir þróunarríkja bregðast hver af annarri við minnkandi matvælabirgðum og verðhækkun- um. Sum lönd hafa farið þá leið að setja höft á útflutning matvæla, en í öðrum löndum er leitað nýrra leiða til að tryggja íbúum næringu. Sí- fellt fleiri líta kartöfluna vonaraug- um. Léttir þrýstingi af hrísgrjónum Moeen U. Ahmed, yfirmaður herafla Bangladess, hvatti þjóð sína til þess að auka kartöfluneyslu. Með því væri hægt að minnka eft- irspurn eftir hrísgrjónum og koma í veg fyrir frekari verðhækkanir, án þess að fólk fengi minni næringu. „Kartaflan getur verið annar val- kostur, en þá sem viðbót. Við ætt- um öll að breyta neyslumynstri okkar og auka hlut kartaflna í mat- aræði okkar,“ sagði Ahmed við upphaf kartöfluviku í höfuðborg- inni Dakka. Sagði hann undir- menn sína mundu verða þar fremsta í flokki og hefur fyrirskip- að kokkum hersins að auka kart- öfluskammt hvers hermanns á næstunni. Tryggir fæðuöryggi Ahmed benti ennfremur á að aukin kartöfluneysla væri nauð- synleg til að bjarga metuppskeru undan skemmdum. „Við verðum að neyta 5,8 millljóna tonna af kartöflum í ár, annars skemmist gífurlegt magn, þar sem fullnægj- andi geymsluaðstöðu skortir.“ Chowdhury Sajjadul Karim, landbúnaðarráðunautur bangla- dessku ríkisstjórnarinnar, segir að aukin kartöflurækt skipti miklu máli til að tryggja fæðuöryggi þjóðarinnar, þar sem hægt sé að metta fleiri munna með kart- öflum sem ræktaðar eru á land- spildum en grjónum af jafnstóru svæði. „Við munum hvetja bændur til þess að rækta meira af kartöflum á næsta ári,“ segir Karim. „Erfiðast er að breyta neysluvenjum á landsbyggðinni, þar sem fólk er hvað háðast grjónunum.“ Mun ríkisstjórnin veita fé til lands- byggðarinnar til að auka fram- leiðslu. Hrísgrjón hækka enn í verði Heimsmarkaðsverð á hrís- grjónum hefur haldið áfram að hækka í vikunni. Þetta hefur leitt til þess að þær þjóðir sem mest þurfa á grjónum og hveiti að halda hafa freistað þess að setja útflutningshöft, til að tryggja birgðir heima fyrir. Peter Mandelson, sem fer með heimsviðskipti í framkvæmda- stjórn Evrópusambandsins, varar við slíkri einangrunarstefnu. Á fundi með Evrópuþingmönnum sagðist hann gera sér grein fyrir þeim pólitíska þrýstingi sem rík- isstjórnir fyndu fyrir, en útflutn- ingshöft væru ólíkleg til að hjálpa til. „Með því að einblína á hug- myndina um fæðuöryggi er hætt við að þessi stefna geri út af við innanlandsframleiðslu og loki fyr- ir birgðir annarra. Þá gætum við endað í vítahring verndarstefnu og minnkandi framleiðslu,“ sagði Mandelson. Kartöflur gegn hungri  Bangladess vonast til að kartöflur geti tryggt fæðuöryggi  Evr- ópusambandið varar við verndarstefnu og útflutningshöftum © GRAPHIC NEWS Kartaflan brýtur ný lönd undir sig Eftir því sem verð á hveiti og hrísgrjónum hækkar snúa sífellt fleiri sér að kartöflunni sem næringarríkrar plöntu sem hægt væri að nýta til að seðja hungur fjölda fólks í heiminum Ofurplanta: Ræktun hófst í Perú fyrir 8.000 árum. Kartöflur er hægt að rækta um allan heim, þær þurfa litla vökvun og gefa 2-4 sinnum meiri fæðu af sér á hvern hektara en hveiti eða grjón. Næring: Kartöflur eru góð uppspretta sykra, innihalda aðeins 5% þeirrar fitu sem finnst í hveiti, fjórðung þeirra kalóría sem eru í brauði og meira prótín og nærri því tvöfalt meira kalsíum en maís þegar þær eru soðnar. Heimildir: SÞ, Matvæla- og landbúnaðarstofnun SÞ Mynd: Getty Images Kartafla, hrá og með hýði Næringargildi í 100g 17,47gSykrur þar af sterkja Va tn: 79,34 grömm 15,44g Prótín Steinefni Fita 2,02g 1,08g 0,09g Steinefni (mg) Kalíum Fosfór Magnesíum Kalk 421 57 23 12 19,7 12,1 1,9 77 kkal Vítamín (mg) C-vítamín B-vítamín K-vítamín Orka Kartöfluræktun: Hefur aukist úr tæplega 30 milljónum tonna í byrjun 7. áratugarins í röskar 165 milljónir tonna í þróunarríkjum árið 2007. Iðnríki Þróunar- ríki (m il lj ó n ir to n n a ) 50 1991 1993 1995 1997 1999 2001 2003 2005 2007 100 150 200 Heims- framleiðsla árið 2007: 320 milljón tonn Mesta framleiðslan (milljónir tonna, 2007) 1. 2. 3. 4. 5. Kína Rússland Indland Úkraína Bandaríkin 72 36 26 19 18 6. 7. 8. 9. 10. Þýskaland Pólland Hvíta-Rússland Holland Frakkland 12 11 8 7 6 Mesta neyslan (milljónir tonna, 2005) 1. 2. 3. 4. 5. Kína Rússland Indland Bandaríkin Bretland 53 20 18 16 7 6. 7. 8. 9. 10. Úkraína Þýskaland Pólland Frakkland Bangladess 7 6 5 4 4 ➤ Árið 2008 er ár kartöflunnarsamkvæmt yfirlýsingu Sam- einuðu þjóðanna. ➤ Með því á að beina sjónum aðþví að kartöflur eru mik- ilvægar í mataræði stórs hluta mannkyns og því hlut- verki sem þær gegna í að tryggja fæðuöryggi. ➤ Ennfremur vinnur ræktunkartaflna gegn fátækt í þró- unarríkjum. ➤ Dræm hrísgrjónauppskeraBangladess er meðal annars rakin til fellibyljar. ÁR KARTÖFLUNNAR Stjórnvöld í Kína ráðgera að vísa öllum erlendum stúdentum úr landi áður en Ólympíuleikarnir verða settir í ágúst. Ennfremur verða þröngar skorður settar þeim sem sækja um vegabréfaáritanir. Þetta hefur fréttastofan Deutsche Presse-Agentur eftir heimildar- mönnum sínum. Aðgerðirnar munu koma við tugþúsundir erlendra ríkisborgara sem stunda nám við kínverska há- skóla, sem þyrftu að halda sig fjarri í júlí og ágúst. Jafnframt hefur sumarnámskeiðum háskólanna verið aflýst í ár. „Þótt þú ætlir að halda námi áfram í september þarftu að vera í burtu báða mánuðina,“ segir heimildarkona dpa við Háskólann í Peking. „Það sama er uppi á ten- ingnum í öðrum háskólum. Fyr- irmælin komu frá æðstu stöðum.“ Kína hefur þegar sett skorður við útgáfu vegabréfsáritana fyrir ferðamenn og þá sem koma til landsins í viðskiptaerindum. Hafa fyrirtæki í Kína kvartað yfir því að þetta geri þeim erfitt að ráða nýtt fólk í stöður fyrr en að Ólympíu- leikunum loknum. andresingi@24stundir.is Hreinsað til fyrir Ólympíuleika Stúdentum vísað frá Kína í sumar Stúdentalaus? Ólympíu- leikvangurinn í Peking. „Íran er öflugasta og sjálfstæð- asta ríki í heimi,“ sagði Mahmoud Ahmadinejad Íransforseti í tilefni árviss herdags sem haldinn var í gær. Sagði hann að herafli landsins myndi verjast af fullum krafti hverskyns árás gegn Íran. „Herinn, byltingarvörðurinn og varalið myndu bregðast við með afli og skipulagningu og bregðast hart við minnstu árás gegn land- inu,“ sagði forsetinn. „Ég er stoltur að segja frá því að máttur írönsku þjóðarinnar er í dag svo mikill að ekkert stórveldi getur hætt á að stofna öryggi eða hagsmunum Írans í hættu.“ andresingi@24stundir.is Íransforseti ánægður með þjóð sína Öflugast í heimi

x

24 stundir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.