24 stundir - 18.04.2008, Side 17
24stundir FÖSTUDAGUR 18. APRÍL 2008 17. Í
Innan skamms hljóta þeir sem
berja hausnum við steininn varð-
andi inngöngu Íslands í Evrópu-
sambandið að láta af því háttalagi.
Við eigum þar heima og tímabært
er að við förum að taka þátt í
ákvörðunum þar á bæ í stað þess
að taka aðeins við þeim frá sam-
bandinu til framkvæmdar hérlend-
is.
Þrátt fyrir núverandi fjármála-
ólgu koma Íslendingar uppreistir
að samningaviðræðum um aðild.
Við höfum flekklausan feril í EES-
og Schengen-samstarfinu og fjár-
hagur ríkisins er með besta móti.
Óhætt er að segja að Íslendingar
standi vel undir því að slást í för
með þeim Norðurlandaþjóðum,
sem þegar eru komnar í Evrópu-
sambandið.
Það hefur lengi verið talið að
hafa verði þjóðaratkvæði um það,
hvort sækja eigi um aðild. Um
þetta kunna að vera skiptar skoð-
anir, sumir kunna að telja, að
nægilegt sé að hafa þjóðaratkvæði
um endanlega útkomu í samninga-
viðræðunum og þeim verði ekki
lokið nema samningamenn og
stjórnvöld telji samningana hag-
stæða og tæka til að bera undir
þjóðaratkvæðagreiðslu. Aðrir telja
að stjórnvöld og samningamenn
verði að þekkja afstöðu þjóðarinn-
ar tvímælalaust áður en farið er í
aðildarviðræður.
En tvímælalaust verða Íslend-
ingar að breyta stjórnarskránni áð-
ur en hægt er að ganga í Evrópu-
sambandið sökum þeirrar
fullveldisyfirfærslu sem inngöng-
unni er samfara. Slík stjórnarskrár-
breyting verður ekki gerð nema
hún hafi verið samþykkt tvívegis af
Alþingi með þingkosningum á
milli atkvæðagreiðslna.
Í framhaldi af aðild okkar að
Evrópusambandinu liggur svo
beint við að fá aðild að mynt-
bandalagi Evrópu og taka upp evru
að fullnægðum þeim skilyrðum
sem þar gilda.
Ef uppfylla á þau skilyrði sem
aðild að myntbandalaginu eru
samfara verða Íslendingar að gæta
þess að hagur ríkissjóðs haldist
traustur. Hagur hans hefur á síð-
ustu árum mótast af miklum
tekjum af innflutningsgjöldum
sem hinn mikli innflutningur
landsmanna hefur skapað. Þannig
eiga Íslendingar nú u.þ.b. eina
fólksbifreið á hvern ökufæran íbúa
í landinu sem er Evrópumet. En á
sama tíma og tekjurnar hafa
streymt í kassann hefur gengið erf-
iðlega að halda útgjaldahlið ríkis-
sjóðs í samræmi við ákvarðanir
fjárveitingavaldsins.
Á vandamálum ríkissjóðs og
fjárlagagerðar þarf að taka af rögg-
semi um leið og við hefjum það
verk sem markar þjóðinni braut til
náinnar samvinnu við aðrar Evr-
ópuþjóðir, samvinnu sem haft get-
ur úrslitaáhrif á afkomu okkar og
lífsskilyrði á komandi árum.
Höfundar sitja í stjórn
Evrópusamtakanna
Hugleiðingar um
Evrópumál
UMRÆÐAN aAndrés Pétursson Björn Friðfinnsson
Ef uppfylla á
þau skilyrði
sem aðild að
myntbanda-
laginu eru
samfara verða
Íslendingar að
gæta þess að
hagur rík-
issjóðs haldist traustur.
Ríkissjóður „Þannig
eiga Íslendingar nú u.þ.b.
eina fólksbifreið á hvern
ökufæran íbúa í landinu
sem er Evrópumet.“
Yfirlýsing frá stjórn Faghúsa ehf.
Í 24 stundum birtist hinn 16. apríl
2008 grein frá stjórn Stafnáss ehf.,
þar sem lýst er viðhorfum þess fé-
lags til ágreiningsefna sem skapast
hafa vegna frammistöðu félagsins
við byggingu húss að Urðarhvarfi
6. Í greininni eru verulegar rang-
færslur sem óhjákvæmilegt er að
gera alvarlegar athugasemdir við.
Stafnás ehf. tók að sér sem verktaki
að byggja hús fyrir Faghús ehf. í
framhaldi af útboði. Mjög veru-
legar vanefndir urðu af hálfu
Stafnáss ehf. við þetta verk, jafn-
framt því sem stórfelldir gallar
hafa komið fram á verkinu. Seint á
síðasta ári, mörgum mánuðum eft-
ir umsaminn skilatíma, neyddust
Faghús ehf. til að rifta samningnum og neyta tiltækra úrræða til að
takmarka tjón sitt. Þegar riftunaryfirlýsing var send voru liðnir tveir
mánuðir frá því að Faghús ehf. höfðu átt að afhenda húsið til leigu-
taka, og fjölmargir verkþættir voru enn óunnir.
Staðhæfingar Stafnáss ehf. um að Faghús ehf. haldi hundruðum millj-
óna króna af tilefnislausu eru þvættingur. Faghús ehf. hafa gengið að
tryggingum sem beinlínis voru settar til að tryggja hagsmuni verk-
kaupans vegna vanefnda verktakans. Af hálfu Faghúsa ehf. er unnið að
undirbúningi málssóknar gegn Stafnási ehf. vegna þess tjóns sem fé-
lagið hefur orðið fyrir og umræddar tryggingar hrökkva ekki til að
bæta. Sá undirbúningur er tímafrekur vegna gagnaöflunar og atriða
sem dómkvaddir matsmenn þurfa að meta. Faghús ehf. telja að stjórn-
endum Stafnáss ehf. væri nær að bíða með hástemmdar lýsingar um
„glæsilegan vitnisburð um fagmennsku og vönduð vinnubrögð“ þar til
slíkar matsgerðir liggja fyrir. Fullyrðingum þeirra um að Faghús ehf.
beri ábyrgð á því ef Stafnás ehf. verður gjaldþrota er vísað til föðurhús-
anna – Faghús ehf. standa í mjög erfiðu verkefni við að bæta úr því
sem Stafnás ehf. hafði tekið að sér að gera – og fengið greitt fyrir.
Að gefnu tilefni skal tekið fram að Faghús ehf. munu reka mál sitt gegn
Stafnási ehf. á réttum vettvangi – fyrir dómstólum – og munu þess
vegna ekki standa í skoðanaskiptum við stjórnendur Stafnáss ehf. í
fjölmiðlum.
BRÉF TIL BLAÐSINS
Það er í sjálfu sér nokkuð gaman
og til fróðleiks, að í gömlum ís-
lenskum ævintýrum er heimspeki,
sem notast má við viðfangsefni
dagsins í dag. Flestir þekkja til sög-
unnar um erfiðleika í búskap kalls
og kellingar og hvernig þau reyndu
að leysa burðinn hjá kusu sinni. En
þrátt fyrir tog þeirra einbeins í tví-
bein og tvíbein í kellinguna og kall-
inn í kálfinn gekk ekkert. Árangur
sem sagt enginn.
Ástandinu sem nú er komið upp
hér á landi svipar til þessa
„hnútsbúskaps“ þeirra. Sá er þó
munur á, að núverandi húsbændur
lýsa yfir að „við ætlum ekkert að
gera“. Ekki reyna að totta í halann
á vitleysunni og draga á sextug og
drekkja þar. Dáðlaus stjórn, sem
hrekur í ólgunni og án markmiðs.
Fidel Casto sá það ráð vænlegast á
sínum tíma fyrir mörgum áratug-
um að nú væri ráð að fresta jól-
unum og hefjast handa í sykurupp-
skerunni og bjarga bágbornum hag
almennings. Þetta var að hluta fóð-
ur í margrómað leik- og söngverk
bræðranna Jóns Múla og Jónasar
eða „Deleríum Búbónis“.
Forsætisráðherra er góðviljaður
og brosmildur maður. Hann brosti
til okkar á ársfundi Seðlabankans.
Þá lagði hann til að við frestuðum
vorkomunni 1. sumardag og flytt-
um hann til haustsins. Ekki bráð-
ónýtt að sækja hugmyndir til
Castro gamla. Bjartur í Sumarhús-
um var svo aðþrengdur um sum-
armálin, að í hendi var aðeins ein
góð tugga. Seðlabanki Íslands er
svo „slyppur“ að loknu mesta góð-
æri sögunnar hjá okkur, að „forði“
hans af gjaldeyri er aðeins til 3ja
mánaða notkunar. Sennilega rýrari
„forði“ en hjá Bjarti, sé allt tekið
með við upphaf og sumarlok. Hver
skilur svona volæðisbúskap? Hvar
er sannleikurinn? Við spyrjum:
Hvar er verðfallið? Hver er sölu-
tregða afurða? Hvar er álstraum-
urinn út úr landinu? Við óskum
eftir heiðarlegum skýringum og
frásögnum um þetta skyndilega
uppnám í efnhagsmálum. Einnig
viljum við vita hvernig með skal
fara „hjálp“ ríkissjóðs til bankanna,
en Geir Haarde hefur opinberlega
lýst að hinir góðhjörtuðu í ríkis-
stjórninni muni „hjálpa“ þeim
bönkum, sem lenda í „hönk“ með
skotsilfur sitt. Ekki nefndi hann
launakjörin á þessum „kotbæjum-
bönkum“. Það er svo margt sem
við venjulegir borgarar viljum og
þurfum að vita, að ég vildi hefja
umræðu um það. Við sem erum 60
ára og eldri höfum nú séð sparifé
okkar rýrna um 70 milljarða á um
15 mánuðum gagnvart eftirsóttri
evru. Ekki hefur blessuð ríkis-
stjórnin áhyggjur af þessu enda öll
kosningaloforðin úti í hafsauga síg-
andi til botns þar. Sjávarútvegsráð-
herrann fagnar góðu gengisfelling-
arári. Hvað varðar hann um
elligemlinga, rétt orðinn landbún-
aðarráðherra?
Höfundur er eldri borgari og fyrrverandi
alþingismaður
Íslenska ævintýrið
UMRÆÐAN aJón Ármann Héðinsson
Ekki hefur
blessuð rík-
isstjórnin
áhyggjur af
þessu enda
öll kosninga-
loforðin úti í
hafsauga sígandi til
botns þar.