24 stundir - 18.04.2008, Qupperneq 18
Rússíbanareið
um hugaróra
Eftir Kolbrúnu Bergþórsdóttur
kolbrun@24stundir.is
Ástrós Gunnarsdóttir og Lára
Stefánsdóttir setja upp danssýn-
inguna Systur í Iðnó sem frum-
sýnd verður í byrjun maí.
Hrafnhildur Hagalín semur
textann sem fluttur er í sýning-
unni. Guðni Franzson hefur
umsjón með tónlistinni en þar
er komið víða við og mikið mun
heyrast af þekktum stefjum.
Ástrós og Lára, sem eru í hópi
þekktustu dansara landsins,
hafa þekkst í 25 ár en aldrei
unnið saman fyrr en nú. Þær
segja dansverkið vera rússíban-
areið um hugaróra og veruleika
tveggja kvenna. „Þarna er
fjallað um losta, unað, trú, von
og kærleika. Við fjöllum meðal
annars um nunnukærleikann
því margar konur ganga í gegn-
um það ferli að vilja verða
nunnur. Upphaflega ætluðum
við að byggja sýninguna ein-
göngu á lífi nunna en verkið
þróaðist í nokkuð aðra átt,“
segja þær.
Leynigestur á hverri sýningu
Í verkinu er notast við kvik-
mynd sem Ástrós gerði á sínum
tíma um það hvernig konur vilja
hafa karlmenn og karlmannslimur
kemur við sögu í sýningunni. Sér-
stakur leynigestur, karlmaður,
verður svo á hverri sýningu.
„Þetta er ekki krefjandi hlutverk
því leynigesturinn gerir lítið ann-
að en að mæta og sýna sig. Við
höfum hugsað okkur að fá þjóð-
þekkta karlmenn til liðs við okkur
og þeir sem við höfum talað við
hafa tekið vel í hugmyndina. Við
gefum þó ekki upp hvaða karl-
menn munu mæta því það á að
koma áhorfendunm á óvart hverju
sinni,“ segja Ástrós og Lára.
Fyrst og fremst leikhús-
upplifun
Þær stöllur segja samvinnuna
hafa verið einstaklega skemmti-
lega. „Við vorum harðákveðnar í
að skemmta okkur þegar við hóf-
um að vinna að þessu verkefni,
húmor er undirliggjandi í verkinu
og vonandi hafa áhorfendur sama
húmor og við. Ein af upphaflegu
hugmyndunum var að hafa sýn-
inguna í eins konar kabarettstíl og
þótt áherslur hafi breyst höldum
við að hluta til í kabarettstemn-
ingu. Áhorfendur sitja við borð og
geta fengið sér veitingar, hvort
sem það er te eða kampavín. Þetta
er fyrst og fremst leikhúsupplifun
þar sem dans, spuni og túlkun
tvinnast saman. Báðar höfum við
unnið mikið með leikstjórum í
söngleikjum og leikritum. Sú
reynsla skilar sér í þessari sýningu
þar sem við leikum, dönsum og
sjáum um leikstjórn. Við erum
samt ekki án leiðbeinanda því
Þórhildur Þorleifsdóttir ætlar að
verða okkur innan handar á loka-
stigum.“
Lára og Ástrós. „Þarna er fjallað
um losta, unað, trú, von og kær-
leika,“ segja þær um verkið Systur.
Ástrós Gunnarsdóttir og Lára Stefánsdóttir
setja upp danssýninguna Systur
➤ Ástrós Gunnarsdóttir hefurunnið sem dansahöfundur
og aðstoðarleikstjóri við öll
helstu leikhús landsins. Hún
hefur auk þess starfað í
Boston, New York, Ósló,
Turku, París, Barcelona,
Tókýó og Colombo sem
kennari, dansari og/eða
danshöfundur.
➤ Lára Stefánsdóttir hefursamið fjölda dansverka
ásamt því að hafa séð um
dans-sviðshreyfingar í
helstu leikhúsum landsins.
Hún hefur hlotið alþjóðleg
verðlaun fyrir dansverk sín.
LISTAMENNIRNIRDansararnir og danshöf-
undarnir Ástrós Gunn-
arsdóttir og Lára Stef-
ánsdóttir lögðu saman
krafta sína og útkoman
er danssýningin Systur
sem frumsýnd verður 1.
maí í Iðnó.
18 FÖSTUDAGUR 18. APRÍL 2008 24stundir
KOLLAOGKÚLTÚRINN
kolbrun@24stundir.is a
Það skiptir ekki máli
hvaðan þú kemur heldur
hvert þú ætlar.
Ella Fitzgerald
Á þessum degi árið 1932 birti tímaritið Hollywood
Reporter tilkynningu þess efnis að William Faulkner
„rithöfundur frá suðurríkjunum“ hefði verið ráðinn
til að skrifa kvikmyndahandrit fyrir MGM-kvik-
myndaverið. Á þessum tíma hafði Faulkner skrifað
þrjú af meistaraverkum sínum, The Sound and the
Fury, As I Lay Dying og Light in August, en skáldsögur
hans öfluðu honum ekki nægilegra tekna til að hann
gæti séð fyrir fjölskyldu sinni.
Frá 1932 til 1955 skrifaði Faulkner nokkur fram-
úrskarandi kvikmyndahandrit, þar á meðal að mynd-
unum To Have and Have Not og The Big Sleep þar
sem Humphrey Bogart og Laureen Bacall fóru með
aðalhlutverk. Faulkner hafði andstyggð á Hollywood
en vingaðist við fræga leikara, þar á meðal Humphrey
Bogart og Clark Gable. Hann fékk Nóbelsverðlaunin í
bókmenntum árið 1949.
Faulkner í
Hollywood
MENNINGARMOLINN
Ritþing um Einar Kárason
verður haldið í Menningar-
miðstöðinni Gerðubergi laug-
ardaginn 19. apríl kl. 13.30-
16.00
Stjórnandi er Halldór Guð-
mundsson og spyrlar eru rit-
höfundarnir Sjón og Gerður
Kristný.
Á Ritþinginu verða flutt tón-
listaratriði og lesið upp úr
verkum Einars. Fram koma
Karl Guðmundsson leikari og
KK, á eftir leikur Tómas R.
Einarsson og hljómsveit fyrir
gesti.
Ritþing um
Einar
Laugardaginn
19. apríl kl.
17 verður
opnuð sýning
á verkum
Birgis Andr-
éssonar í i8
að Klapp-
arstíg 33. Birgir sem var
fæddur árið 1955 lést síðast-
liðið haust aðeins 52 ára að
aldri. Hann var í fremstu
röð íslenskra samtímalista-
manna og var sérlega af-
kastamikill listamaður. Birg-
ir stundaði nám við
Myndlista- og handíðaskól-
ann frá 1973 til 1977. Eftir
það hélt hann til Hollands
þar sem hann stundaði nám
við Jan van Eyck Akademie í
Maastricht. Á sýningunni í
i8 eru verk sem Birgir hafði
nýlokið við eða var að vinna
að þegar hann lést.
Síðustu verk
Birgis
AFMÆLI Í DAG
Clarence Darrow
lögfræðingur, 1857
Rick Moranis leikari, 1954
Sayako Japansprinsessa,
1969