24 stundir - 18.04.2008, Síða 31
Myndlistarmaðurinn Tolli hefur
málað 100 „skólabyggingar“ sem
verða til sýnis til styrktar UNICEF í
Saltfélaginu frá og með deginum í
dag og fram til 25. apríl. Um er að
ræða lítil pappahús og munu þau
rúmlega 60 fyrirtæki sem hafa gerst
UNICEF-verndarar fá eitt hús hvert
til staðfestingar á stuðningi sínum.
Húsin 40 sem eftir standa bíða svo
nýrra verndara. Húsin eru táknræn
að því leyti að fjárstyrkur UNICEF-
verndara rennur meðal annars til
uppbyggingar skólahúsnæðis, auk
þjálfunar kennara, kaupa á nauð-
synlegum skólagögnum og fleira í
Vestur-Afríkuríkjunum Síerra
Leóne og Gíneu Bissá.
Í Vestur-Afríku fer um 50%
barna á mis við grundvall-
armenntun eins og lestur og skrift
og er hvergi í heiminum hærra hlut-
fall barna án menntunar. Íslensk
fyrirtæki leggja því sitt af mörkum
þar sem neyðin er stærst. Fjáröfl-
unarverkefninu UNICEF-verndarar
var ýtt úr vör á síðasta ári, en það
eru lítil og meðalstór fyrirtæki á Ís-
landi sem leggja því lið með mán-
aðarlegum fjárframlögum.
Sýning á húsum Tolla verður
formlega opnuð í dag, föstudaginn
18. apríl, klukkan 17. Tolli hefur
gefið UNICEF, Barnahjálp Samein-
uðu þjóðanna, vinnu sína og efn-
iskostnað.
UNICEF-verndarar
Skólabyggingar
Tolla í Saltfélaginu
Suðurlandsbraut 50
(bláu húsunum við Fákafen)
www.gala.is • Sími 588 9925
Opið 11-18 • 11-16 lau.
Flott föt frá
Pause Café
Str: 34-52
Nýjar vörur
Stærðir 40-60
Opið mán.-fös. 11-18,
lau. 11-15
24stundir FÖSTUDAGUR 18. APRÍL 2008 31
Burtfar-
arprófstón-
leikar Rann-
veigar
Káradóttur
sópr-
ansöngkonu
verða á morg-
un, laug-
ardaginn 19.
apríl, klukkan
16 í Salnum í
Kópavogi. Hún mun syngja órat-
oríuaríur úr Messíasi eftir Händ-
el, ljóðaflokkinn Frauenliebe und
Leben eftir Schumann, sönglög
eftir Fauré og aríur eftir Doni-
zetti og Gounod. Aðgangur er
ókeypis og allir velkomnir.
Rannveig á
tónleikum
MENNING
menning@24stundir.is a
Það eru í rauninni ótrúlega
margir sem þekkja ekki Djúpið,
sem er mikið meistaraverk.
Eftir Hildi Eddu Einarsdóttur
hilduredda@24stundir.is
Leiklistar- og tónlistarnemendur
við Listaháskóla Íslands hafa und-
anfarnar vikur sökkt sér í texta og
hugarheim Steinars Sigurjónsson-
ar skálds og unnið portrettþátt af
listamanninum fyrir Útvarpsleik-
húsið. Þar raða þau saman minn-
ingarbrotum samferðarmanna
hans og blanda saman við orð
sem hrutu af vörum hans í út-
varpsviðtölum. Þá hafa þau einn-
ig gert leikverk úr textum hans og
hugmyndum og fléttað saman í
eina heild. Jón Hallur Stefánsson
hafði umsjón með verkefninu,
sem var tveggja vikna langt nám-
skeið um útvarpsleikhús. „Við
fengum frjálsar hendur um hvað
við vildum gera en Viðar Eggerts-
son, verkefnisstjóri leiklistar í
Ríkisútvarpinu, stakk upp á því
að við myndum beina athyglinni
að Steinari í tilefni af því að 80 ár
eru liðin frá fæðingu hans nú í ár.
Í kjölfarið valdi ég heilmikinn
texta eftir Steinar og lét þau lesa
og út frá því völdu þau síðan það
sem þau vildu vinna með. Þau
tóku líka viðtöl við fólk sem
þekkti Steinar með það fyrir aug-
um að nýta þau í þessa vinnu. En
viðtölin heppnuðust svo vel að
ákveðið var að gera úr þeim sér-
stakan þátt. Það var ekki fyrir-
fram ákveðið, en í ljósi þess að
Ríkisútvarpið vantaði heimilda-
þátt um Steinar var þetta rökrétt
niðurstaða,“ segir hann.
Textar úr ýmsum áttum
Hvernig gekk að nota ólíka texta
eftir Steinar og búa til úr þeim
heildstæðan þátt?
„Þó svo að textarnir séu úr
ýmsum áttum þá notum við brot
úr skáldsögunni Djúpið til þess
að halda þessu saman og mynda
smáramma utan um þetta og ég
vona allavega að úr því myndist
ákveðið samhengi,“ segir Jón
Hallur. „Það eru í rauninni ótrú-
lega margir sem þekkja ekki
Djúpið, sem er mikið meistara-
verk. Sjálfur hafði ég til dæmis
ekki lesið verkið áður en ég fékk
þetta verkefni þó svo að ég hafi
lesið ýmislegt annað eftir Stein-
ar.“
Portrettþátturinn um Steinar
Sigurjónsson verður á dagskrá
Rásar 1 að kvöldi sumardagsins
fyrsta, þann 24. apríl næstkom-
andi klukkan 22.15.
Hópurinn Jón Hallur,
lengst til vinstri ásamt
leiklistarnemendunum
Leiklistarnemar spreyta sig í Ríkisútvarpinu
Portrettþáttur af Steinari
Nemendur í leiklistar- og
tónlistardeild Listahá-
skóla Íslands hafa unnið
portrettþátt af Steinari
Sigurjónssyni fyrir Út-
varpsleikhúsið, en 80 ár
eru nú liðin frá fæðingu
listamannsins. Jón Hallur
Stefánsson hafði umsjón
með verkefninu en þátt-
urinn verður sendur út á
sumardaginn fyrsta.
➤ Fæddist þann 9. mars 1928 áHellissandi.
➤ Fyrsta bók hans, Hér erumvið, kom út árið 1955.
➤ Skrifaði fjölda bóka og einnigleikrit og einþáttunga fyrir
útvarp.
STEINAR
24stundir/Valdís Thor
Einar Falur Ingólfsson verður
með leiðsögn fyrir gesti í Ljós-
myndasafni Reykjavíkur í hádeg-
inu í dag. Hann mun fjalla um
sýningu sína Staðir - Úr dagbók
1988-2008 sem nú stendur yfir í
safninu. Viðfangsefni sýning-
arinnar er að finna í dagbók ljós-
myndarans sem hann hefur hald-
ið frá árinu 1988 en sem
skrásetningartæki notar hann
myndavél í stað penna.
Leiðsögn
Einars Fals
Útskriftarsýning Listaháskóla Ís-
lands verður opnuð á Kjarvals-
stöðum á morgun, laugardaginn
19. apríl, klukkan 14 og stendur
til 1. maí. Sýnd verða verk sextíu
og þriggja útskriftarnemenda úr
myndlistardeild og hönnunar- og
arkitektúrdeild skólans.
Útskriftar-
nemendur sýna
Tæplega fjögur hundruð manns
voru viðstaddir opnun tveggja ís-
lenskra sýninga í menningar- og
listamiðstöðinni BOZAR í Bruss-
el síðastliðinn þriðjudag. Um er
að ræða hönnunarsýningu um
Tónlistar- og ráðstefnuhúsið sem
nú rís í Reykjavík og sýningu um
fagurskreytt íslensk drykkjar-
horn frá Þjóðminjasafni Íslandi.
Tvær nýjar sýn-
ingar í BOZAR
24stundir/ÞÖK