24 stundir - 18.04.2008, Síða 32
32 FÖSTUDAGUR 18. APRÍL 2008 24stundir
LÍFSSTÍLLHELGIN
helgin@24stundir.is a
Ef þú skapar eitthvað gefur það þér sem
listamanni ofsalega mikið að sýna það
eða flytja á opinberum vettvangi.
Eftir Einar Jónsson
einarj@24stundir.is
Listahátíðin List án landamæra
verður sett í Ráðhúsi Reykjavíkur í
dag kl. 17 og markar athöfnin upp-
haf mikillar menningarveislu sem
stendur til 10. maí og teygir anga
sína víða um land. Þetta er í
fimmta skipti sem hátíðin er haldin
og hefur hún aldrei verið stærri.
Boðið verður upp á 35 atriði á höf-
uðborgarsvæðinu og 15 á lands-
byggðinni. „Hátíðin er alltaf að
stækka bæði hér og á landsbyggð-
inni. Svo erum við komin með smá
tengsl til útlanda því að við fáum
hingað sýningu frá 22 finnskum
listamönnum,“ segir Margrét M.
Norðdahl, framkvæmdastýra há-
tíðarinnar.
Fjölbreyttur hópur
List án landamæra er vettvangur
þar sem stór hópur fólks, fatlaðir
og ófatlaðir, sýnir listsköpun sína
svo sem myndlist, leiklist, tónlist
og handverk. „Hátíðin miðar að
því að koma list þessa fjölbreytta
hóps á framfæri,“ segir Margrét.
„Hún gefur líka þeim sem taka þátt
mjög mikið. Þú hefur eitthvað til
að stefna að. Ef þú skapar eitthvað
gefur það þér sem listamanni ofsa-
lega mikið að sýna það eða flytja á
opinberum vettvangi,“ segir Mar-
grét og bætir við að um leið hvetji
hátíðin fólk til að koma og njóta
listarinnar.
Nýr heimur opnast
Meðal þeirra sem koma fram á
opnunarhátíðinni í dag eru Páll
Óskar sem skemmtir ásamt Dans-
klúbbi Hins hússins og Valgeir
Guðjónsson sem nýtur fulltingis
kórs Fjölmenntar. „Við höfum
fengið alls konar listafólk í samstarf
við okkur, fatlaða og ófatlaða,
þekkta og minna þekkta sem hefur
verið ofsalega gaman og oft opnast
einhver nýr heimur fyrir fólki sem
vinnur svona saman,“ segir Mar-
grét.
Fleiri áhugaverðir viðburðir eru
á dagskrá Listar án landamæra um
helgina. Á morgun kl. 13 stendur
til dæmis Átak, félag fólks með
þroskahömlun, að uppákomu við
Alþingishúsið. Þar tekur fólk
höndum saman og myndar
„mannlegan hring“ í kringum hús-
ið. Með atburðinum vill félagið að
fólk sýni samstöðu og undirstriki
mikilvægi jafnræðis allra í sam-
félaginu.
Geðveikt kaffihús Efnt verður til
geðveiks kaffihúss á laugardag í til-
efni Listar án landamæra.
Fjölbreytt dagskrá listahátíðarinnar List án landamæra
Vettvangur fyrir
fjölbreytta list
Jafnt fatlaðir sem ófatl-
aðir listamenn koma
fram á listahátíðinni List
án landamæra sem hefst í
dag í Ráðhúsinu. Hátíðin
sem er nú haldin í fimmta
sinn hefur aldrei verið
stærri og teygir anga sína
víða um land.
➤ List án landamæra var fyrsthaldin á Evrópuári fatlaðra
árið 2003.
➤ Viðburðir á vegum hátíð-arinnar fara fram á Akureyri,
Egilsstöðum, Borgarnesi og í
Vestmannaeyjum auk Reykja-
víkur.
➤ Dagskrá hátíðarinnar mánálgast í heild á bloggsíðunni
www.listanlandamaera.blog-
.is.
LIST ÁN LANDAMÆRA
Fönk á Organ
Fönkið ræður ríkjum á tón-
leikastaðnum Organ í Hafnar-
stræti í kvöld þar sem hljóm-
sveitin Jagúar heldur sérstaka
miðnæturtónleika. Með tónleik-
unum vill hljómsveitinn hita upp
fyrir tónleikaferð sína til Eystra-
saltslandanna og Finnlands í
næstu viku. Miðaverð er 1.000
kr.
Fatahönnun framtíðar
Þeir sem hafa áhuga á því sem
koma skal í fatatísku ættu að
leggja leið sína í gömlu kexverk-
smiðjuna Frón við Skúlagötu 28
í kvöld. Þar setja útskriftarnemar
í fatahönnun við Listaháskóla Ís-
lands á svið tískusýningu að
hætti hússins. Sýningin hefst kl.
20 og eru allir velkomnir.
Bíófjör hjá Sinfó
Sinfóníuhljómsveit Íslands
leikur kunnugleg lög og stef
úr þekktum bíómyndum á
tónleikum í Háskólabíói á
morgun kl. 14. Þá mætir
söngleikjadívan Kim Criswell
og syngur nokkur lög úr
söngva- og fjölskyldumynd-
um á borð við Mary Poppins
og Galdrakarlinum í Oz.
Miðaverð er 1.400 kr.
Það besta í bænum
Fönk á Organ Jagúar
hitar upp fyrir utanför
sína á Organ í kvöld.
Kirsuberjatréð á Vesturgötu 4
fagnar 15 ára afmæli sínu laugar-
daginn 19. apríl kl. 15-18. Þar hef-
ur hópur listakvenna selt íslenska
hönnun og myndlist í 15 ár en í
húsinu hefur verið verslunarrekst-
ur samfleytt í 120 ár. Upphaflega
var það Björn Kristjánsson stórat-
hafnamaður sem kom þar á fót
verslun með vörur til skógerðar og
söðlasmíði.
Afmælið er því tvöfalt og verður
tóm gleði í húsinu öllu af því til-
efni. Húshljómsveitin Jón og Mas-
sey Fergussynir spilar kl. 16 og 17.
Kristín Reynisdóttir myndlistar-
kona opnar sýninguna Corpora í
kjallara hússins.
Kirsuberjatréð á tímamótum
Fimmtán árum fagnað
Stórsýningin Verk og vit 2008 fer
fram í Íþrótta- og sýningarhöll-
inni í Laugardal um helgina. Sýn-
ingin er tileinkuð byggingariðn-
aði, skipulagsmálum og
mannvirkjagerð og eru sýnendur
um 100. Sýningin verður opin
fyrir fagaðila í dag kl. 11-19 og
fyrir almenning og fagaðila á
laugardag kl. 12-18 og sunnudag
kl. 12-17.
Verk og vit
Grindavíkurbær og Saltfisksetur
bjóða upp á menningar- og
sögutengda göngu um Stað-
arhverfi laugardaginn 19. apríl
kl. 11. Staðarhverfi er sögusvið
verslunar, kirkju- og útgerð-
arstaður í Grindavík og þar má
sjá tóftir tveggja lögbýla og 26
hjáleiga frá mismunandi tímum.
Ýmislegt verður skoðað sem fyr-
ir augu ber á leiðinni. Leið-
sögumenn sjá um fræðsluna.
Reynt verður að gera gönguna
bæði skemmtilega og fræðandi
fyrir alla fjölskylduna. Í lok
göngu verður heitt á könnunni
og börn geta skoðað kindurnar á
Stað. Gangan tekur rúman
klukkutíma.
Söguganga í
Staðarhverfi
Fæst í Hagkaupum og í apótekum um land allt
DBP Free - Toulene free
Free of added formalhy
de
Nýtt frá Sally Hansen
Bursti sem hannaður er af fagmönnum
- gefur lýtalausa áferð á neglurnar
– Naglalakkið helst lengur á
Ertu að flytja, láttu fagmenn
sjá um verkið fyrir þig
Örugg og trygg
þjónusta