24 stundir


24 stundir - 18.04.2008, Qupperneq 36

24 stundir - 18.04.2008, Qupperneq 36
Sími 567 6744 • Bíldshöfða 14 • 110 Reykjavík höggdeyfar eru orginal hlutir frá USA og E.E.S. Aisin kúplings- sett eru orginal hlutir frá Japan varahlutir í miklu úrvali 36 FÖSTUDAGUR 18. APRÍL 2008 24stundir LÍFSSTÍLLBÍLAR bilar@24stundir.is a Pabbi er bílasmiður og klæddi bíla, kannski kemur áhuginn að hluta þaðan, en ég held að það sé líka bara mjög eðlilegt að flestir strákar fái snemma áhuga á að sportast um á kraftmiklum bílum og öllu sem því fylgir. Náttúruverndarsamtökin WWF (World Wildlife Fund) hafa látið rannsaka mögulega bílakosti fram- tíðarinnar, eftir því sem fram kem- ur á vefsíðunni fib.is. Niðurstöðurnar eru í stuttu máli á þá leið að mannkynið eigi undir eins að hætta að nota bensín- og dísilknúna bíla og fara að snúa sér strax að tengitvinnbílum og því sem betra er; rafbílum. Samtökin gefa ekki mikið fyrir aðrar tilraunir til að finna orku- gjafa, og benda meðal annars á að þær séu margar enn skaðlegri fyrir umhverfið en jarðeldsneytisnotkun okkar í dag. Loks eru vetnisbílar svo gagn- rýndir, helst vegna þess að vetn- isframleiðsluferlið er þrefalt orku- frekara en að nota rafmagnið beint til að knýja bíla, auk þess sem dreifikerfi fyrir rafmagn er þegar til staðar víðast í veröldinni. Þá er bara spurning hvort við tökum meira mark á samtökunum í þessu máli en í sambandi við hvalveiðar? Vilja ekki vetni heldur rafmagn G Wis Rafmagnsbíll sem nýtur vinsælda í Bretlandi. Eftir Einar Elí Magnússon einareli@24stundir.is „Þetta byrjaði þannig að góður vinur minn stofnaði bílasölu fyrir 4 árum og vantaði myndir á veggina hjá sér. Svo ég fór á bílasýningu með stóran pappír, settist niður fyrir framan bíl- ana og teiknaði þá, bæði bíla og mótorhjól,“ segir Sigurður Valur Sigurðsson myndskreytir sem hefur gefið mörgum glæsilegum bílum nýtt líf á pappír. Sigurður segist alltaf hafa haft gaman af fallegum bílum og hönnun þeirra. „Það eru svo falleg form í mörgum bílum, en þeir geta líka ver- ið hörmulega ljótir. Þeir eru eins og menn og dýr á þann hátt.“ Með áhuga á amerískum bílum „Ég hef alltaf teiknað mannslíkam- ann mikið. Olíukrítin er í uppáhaldi hjá mér því hún er svo mikil áskorun. Það má ekki gera mistök með hana því það er ekki hægt að stroka út. Ef þú gerir mistök verður þú að henda myndinni og byrja upp á nýtt. Ég hugsaði með mér að fyrst ég gæti teiknað mannslíkamann með þessu, sem er víst það erfiðasta, þá hlyti ég að geta teiknað bíla, því það er anatómía í þeim.“ Eins og við er að búast blundar bílaáhugi í Sigurði og segir hann að amerískir bílar séu í sérstöku dálæti. „Ég hef mest gaman af þeim, hafa svolítið „power“ og svona. En það er ekki þægilegt í dag, eins og bens- ínverðið er. Pabbi er bílasmiður og klæddi bíla, kannski kemur áhuginn að hluta þaðan, en ég held að það sé líka bara mjög eðlilegt að flestir strákar fái snemma áhuga á að sportast um á kraftmiklum bílum og öllu sem því fylgir,“ segir Sigurður. Formið lifnar við Sigurður teiknar stundum bíla fyrir fólk eftir pöntunum, en vílar ekki fyrir sér að neita ef honum finnst bíllinn ekki fallegur. „Þá segi ég bara nei. En ef fólk á fallegan bíl getur það komið með hann og ég teikna hann. Ég teikna allt fríhendis. Þannig lifnar formið við, frekar en að notast við ljósmyndir, þá frýs formið og undarlegur ljósmyndadauði sest inn í myndina og drepur hana,“ segir Sigurður að lokum. Sigurður Valur gerir glæsilegar myndir af bílum og mótorhjólum Teiknar ekki ljóta bíla „Ef þú átt virkilega fallegan bíl, eitthvert æðisgengið tæki, hvað er þá hallærislegra en að hafa ljósmynd af honum uppi á vegg? Maður gerir það með börnin sín, en ekki bílinn. Teikning uppi á vegg, það er hins vegar allt annað mál.“ Krítin á lofti Á bílasýn- ingu á Selfossi. Bíllinn á myndinni er Buick. ➤ Lauk myndlistarnámi í Frakk-landi fyrir 20 árum ➤ Uppáhaldsbílar hans, semhann hefur teiknað, eru Ford T-módel og Pontiac GTO. ➤ Hægt er að skoða myndirhans á storyboard.is og siggivalur.badoo.com. SIGURÐUR VALUR Nýr Subaru Forester var kynntur í vikunni hjá Ingvari Helgasyni og söluaðilum um land allt. Íslendingar þekkja vel til bílsins sem nú er orðinn öllu jepplinga- legri en fyrri gerðir hans. Þá er bíll- inn stærri, rúmbetri og betur bú- inn en áður og kostar nú frá 3.190.000 kr. Nýr Forester Bílaumboðið Hekla býður al- menningi námskeið í spar- akstri dagana 19. og 27. apríl og 2. maí. Aðgangur er ókeyp- is en sætaframboð er tak- markað. Námskeiðið er blanda af fræðslu og verklegri kennslu með ökukennara og skráning fer fram á hekla.is. Hekla kennir sparakstur Áhugamenn um Thunder- bird-bíla ættu nú að kætast því opnuð hefur verið vefsíða tileinkuð þessum bílum og eigendum þeirra. Tilgang- urinn er að þjappa saman eig- endum Thunderbird og halda utan um myndir og sögu bíls- ins hér á landi. Slóðin er thun- derbird.is Ný bílasíða Við eigum öll að vita þetta, en samt eru 38% allra bíla í Evr- ópu með rangan loftþrýsting í dekkjunum, samkvæmt FIA. Þar af er áttundi hver öku- maður með of lítið loft, sem eykur ekki einungis eldsneyt- iseyðslu til muna, heldur rýrir bæði aksturs- og hemlunar- eiginleika bílsins, svo mikil hætta skapast af. Hefurðu at- hugað þinn bíl nýlega? Áttundi hver hættulegur Fyrstu 102 daga ársins 2008 voru nýskráningar ökutækja 15,9% fleiri en á sama tíma ár- ið áður. Þegar 53 dagar voru liðnir af þessu ári var mun- urinn hins vegar 46,8%. Svo virðist sem aukning nýskrán- inga fari því minnkandi. us.is Nýskráningar Bílnum er ætlað að vera næsta „gamla“ Bjalla. Við erum að tala um Volkswagen up! (Já, nafn bíls- ins er með upphrópunarmerki og lágstöfum. Þversögn?) Bíllinn verður meðal annars í boði með 0,6 lítra dísilvél sem á að eyða undir 3 lítrum á hundraðið. Verð í Evrópu verður nálægt 900.000 krónum, sem útleggst líklega ná- lægt tveimur milljónum hér á landi. up! næsti hippabíll? George W. Bush, forseti Banda- ríkjanna, hefur loksins opinberað áætlun sem hann segir sanna að þjóðinni sé alvara með að stuðla að minni losun gróðurhúsa- lofttegunda. Áætlunin er einföld: losunin á ekki að aukast eftir 2025. Ekkert er minnst á úrræði, eða hvað á að gerast þangað til. Ætli hann sé að bíða eftir að rík- isstjóri Kaliforníu selji Hummer- ana sína? Bush með háleit plön … seinna Verða gamlir í gallanum Japanir eru æðislegir! Hverjum öðrum hefði dottið í hug að hanna sérstakan klæðnað sem gerir manni kleift að upplifa elli. Gallinn er hannaður af Nissan til þess að ungir og sprækir hönn- uðir geti áttað sig á því hvernig gamalt fólk upplifir bíla. Meðal fídusa eru fimm aukakíló, stirð liðamót og móðugleraugu. Slíkur klæðnaður var fyrst notaður hjá Nissan fyrir tíu árum. Hver man ekki eftir Ford Flex hugmyndabílnum? Nú dregur nær framleiðslu og myndir af gripnum ættu ekki að valda nein- um vonbrigðum. Fáir sjö manna fjölskyldubílar státa af jafn- miklum töffaraskap! Flex verður augnayndi Meistaraverk Lítið brot af verkum Sigurðar.

x

24 stundir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.