24 stundir - 03.05.2008, Side 21

24 stundir - 03.05.2008, Side 21
24stundir LAUGARDAGUR 3. MAÍ 2008 21 Íslendingurinn Hermann Har- aldsson, sem nýlega var ráðinn framkvæmdastjóri danska íþróttafélagsins Brøndby IF, kemur inn í stjórn Dagsbrun Media sem stendur að útgáfu Nyhedsavisen. Morten Lund, sem á meirihluta í félaginu, staðfestir þetta við viðskiptavef Berlingske Tidende í dag. Dagsbrun Media á félagið 365 Media Scandinavia, sem gefur út Nyhedsavisen. Jimmy Ma- ymann, framkvæmdastjóri markaðsfélagsins GoViral, kemur einnig inn í stjórnina. Fyrir eru Þórdís Sigurðardóttir, forstjóri Stoða Invest, og Lars Lindstrøm, fjármálastjóri Dagsbrun Media. mbl.is Seðlabanki Bandaríkjanna er reiðubúinn til þess að veita bandarískum bönkum allt að 150 milljarða Bandaríkjadala í skammtíma- og neyðarlán í maí. Í apríl veitti bankinn 100 milljarða dala í lán til banka. Er þetta gert til þess að hleypa lífi í efnahagslíf Bandaríkj- anna. Seðlabanki Bandaríkjanna er í samstarfi við Seðlabanka Evr- ópu og svissneska seðlabank- ann um aðgerðir til þess að bregðast við efnahagsvand- anum. mbl.is Tap deCODE, móðurfélags Ís- lenskrar erfðagreiningar, nam 26,7 milljónum dala á fyrsta fjórðungi ársins, jafnvirði um 2 milljarða króna, og jókst um 18% frá fyrra ári, var 22,6 milljónir dala á sama tímabili í fyrra. Tekjur félagsins námu 15 milljónum dala samanborið við 8,6 milljónir í fyrra og juk- ust því um 75%. Segir félagið að aukninguna megi aðallega rekja til aukinnar þjónustu við greiningu erfðamengja. mbl.is Nyhedsavisen Stjóri Brøndby í stjórn blaðsins Bandaríski seðlabankinn Lofar aðstoð til bankanna Íslensk erfðagreining Tapið eykst Hreiðar Már Sigurðsson, forstjóri Kaupþings, segir að fjármögnun bankans fyrir árið 2009 verði að fullu lokið í ágúst í ár. Jafnframt sé ljóst að bankinn muni fækka störfum til þess að draga úr kostnaði. Þetta kemur fram á fréttavef Reuters eftir kynningarfund Kaupþings í Lund- únum. Skuldatryggingarálagið fáránlega hátt Hreiðar Már staðfesti við fréttamann Reuters eftir fundinn að frétt sem birtist í norsku dag- blaði í síðasta mánuði væri rétt, að fjármögnun myndi ljúka í ágúst. „Þetta er metnaðarfullt markmið en mögulegt,“ sagði Hreiðar í viðtali við Reuters. Hann vildi ekki gefa upp hve mörg- um yrði sagt upp hjá Kaupþingi, en sagði að fækkun starfa væri helsta leiðin til þess að draga úr kostnaði. Að sögn Hreiðars er hátt skulda- tryggingarálag bankans fjarstæðukennt og miklu hærra en hjá flestum evrópskum bönkum. Segir hann nauðsynlegt að herða þurfi reglur um mis- notkun á markaði og innherjaviðskipti. Segist Hreiðar vera sannfærður um að skuldatrygg- ingarálagið eigi eftir að lækka enn frekar en það hefur lækkað hjá Kaupþingi að undanförnu eftir að hafa verið í hæstu hæðum fyrir nokkrum vik- um. Greint er frá þessu á vef breska dagblaðsins Guardian. Hagnaður til hluthafa Kaupþings á fyrsta árs- fjórðungi 2008 nam 18,7 milljörðum króna en til samanburðar nam hagnaður sama tímabils fyrir ári 20,3 milljörðum króna. Segir í Morgunkorni Glitnis í gær að töluverður viðsnúningur hafi orðið frá fjórða fjórðungi síðasta árs þegar hagn- aður nam 9,8 milljörðum króna. Uppgjörið sé engu að síður undir væntingum. mbl.is Kreppir að hjá Kaupþingi banka Bankinn boðar fækkun starfa Boðar fækkun starfa Hreiðar Már Sigurðsson, for- stjóri Kaupþings

x

24 stundir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.