24 stundir - 03.05.2008, Blaðsíða 21

24 stundir - 03.05.2008, Blaðsíða 21
24stundir LAUGARDAGUR 3. MAÍ 2008 21 Íslendingurinn Hermann Har- aldsson, sem nýlega var ráðinn framkvæmdastjóri danska íþróttafélagsins Brøndby IF, kemur inn í stjórn Dagsbrun Media sem stendur að útgáfu Nyhedsavisen. Morten Lund, sem á meirihluta í félaginu, staðfestir þetta við viðskiptavef Berlingske Tidende í dag. Dagsbrun Media á félagið 365 Media Scandinavia, sem gefur út Nyhedsavisen. Jimmy Ma- ymann, framkvæmdastjóri markaðsfélagsins GoViral, kemur einnig inn í stjórnina. Fyrir eru Þórdís Sigurðardóttir, forstjóri Stoða Invest, og Lars Lindstrøm, fjármálastjóri Dagsbrun Media. mbl.is Seðlabanki Bandaríkjanna er reiðubúinn til þess að veita bandarískum bönkum allt að 150 milljarða Bandaríkjadala í skammtíma- og neyðarlán í maí. Í apríl veitti bankinn 100 milljarða dala í lán til banka. Er þetta gert til þess að hleypa lífi í efnahagslíf Bandaríkj- anna. Seðlabanki Bandaríkjanna er í samstarfi við Seðlabanka Evr- ópu og svissneska seðlabank- ann um aðgerðir til þess að bregðast við efnahagsvand- anum. mbl.is Tap deCODE, móðurfélags Ís- lenskrar erfðagreiningar, nam 26,7 milljónum dala á fyrsta fjórðungi ársins, jafnvirði um 2 milljarða króna, og jókst um 18% frá fyrra ári, var 22,6 milljónir dala á sama tímabili í fyrra. Tekjur félagsins námu 15 milljónum dala samanborið við 8,6 milljónir í fyrra og juk- ust því um 75%. Segir félagið að aukninguna megi aðallega rekja til aukinnar þjónustu við greiningu erfðamengja. mbl.is Nyhedsavisen Stjóri Brøndby í stjórn blaðsins Bandaríski seðlabankinn Lofar aðstoð til bankanna Íslensk erfðagreining Tapið eykst Hreiðar Már Sigurðsson, forstjóri Kaupþings, segir að fjármögnun bankans fyrir árið 2009 verði að fullu lokið í ágúst í ár. Jafnframt sé ljóst að bankinn muni fækka störfum til þess að draga úr kostnaði. Þetta kemur fram á fréttavef Reuters eftir kynningarfund Kaupþings í Lund- únum. Skuldatryggingarálagið fáránlega hátt Hreiðar Már staðfesti við fréttamann Reuters eftir fundinn að frétt sem birtist í norsku dag- blaði í síðasta mánuði væri rétt, að fjármögnun myndi ljúka í ágúst. „Þetta er metnaðarfullt markmið en mögulegt,“ sagði Hreiðar í viðtali við Reuters. Hann vildi ekki gefa upp hve mörg- um yrði sagt upp hjá Kaupþingi, en sagði að fækkun starfa væri helsta leiðin til þess að draga úr kostnaði. Að sögn Hreiðars er hátt skulda- tryggingarálag bankans fjarstæðukennt og miklu hærra en hjá flestum evrópskum bönkum. Segir hann nauðsynlegt að herða þurfi reglur um mis- notkun á markaði og innherjaviðskipti. Segist Hreiðar vera sannfærður um að skuldatrygg- ingarálagið eigi eftir að lækka enn frekar en það hefur lækkað hjá Kaupþingi að undanförnu eftir að hafa verið í hæstu hæðum fyrir nokkrum vik- um. Greint er frá þessu á vef breska dagblaðsins Guardian. Hagnaður til hluthafa Kaupþings á fyrsta árs- fjórðungi 2008 nam 18,7 milljörðum króna en til samanburðar nam hagnaður sama tímabils fyrir ári 20,3 milljörðum króna. Segir í Morgunkorni Glitnis í gær að töluverður viðsnúningur hafi orðið frá fjórða fjórðungi síðasta árs þegar hagn- aður nam 9,8 milljörðum króna. Uppgjörið sé engu að síður undir væntingum. mbl.is Kreppir að hjá Kaupþingi banka Bankinn boðar fækkun starfa Boðar fækkun starfa Hreiðar Már Sigurðsson, for- stjóri Kaupþings
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.