24 stundir - 23.05.2008, Blaðsíða 18

24 stundir - 23.05.2008, Blaðsíða 18
Með sínu lagi Þórbergur Þórðarson skráði skemmtilega vísu í gestabókina. Nótur á blaði Páll Ísólfsson kvittaði fyrir sig á sinn hátt. Guðmundur Baldvinsson, eig- andi Mokka, lét á árunum 1958- 1964 valda gesti skrifa í gestabók staðarins. Ekkja Guðmundar, Guðný, varðveitir bókina vel en þar er margt býsna skemmtilegt að finna. Alls kyns kveðjur má finna í bókinni, vísur og teikn- ingar, þar á meðal eftir Kjarval og Erró. Með sínu lagi Í nóvembermánuði 1961 sátu Þórbergur Þórðarson, Matthías Johannessen og Sigurður A. Magnússon saman á kaffihúsinu og virðast hafa verið fullir af stráksskap því í gestabókina láta þeir sér ekki nægja að skrá nöfn sín heldur setja saman skemmti- lega fáránlega vísu, Með sínu lagi, sem skrifuð er með rithönd Þór- bergs: Með sínu lagi Kókakóla er komið í skóla, kemur svo hingað inn. Ég er að róla út um hóla með ástarbólu á kinn. Kaffisopi á Mokka Í aprílmánuði 1959 ritar Andrés Björnsson nafn sitt í gestabókina og fé- lagi hans Helgi Sæmundsson setur und- ir nafn hans þessa vísu eftir sjálfan sig: Vilji Andrés veita sér vænan skerf af þokka, ætti karl að kaupa sér kaffisopa á Mokka. Gestabókin á Mokka Erró Teikning frá 1960. Listamaðurinn kallaði sig þá Ferró. Kjarval Í júlímánuði 1958 teiknaði Kjar- val þessa mynd í gestabókina. Teikning Jóns Leifs frá febr- úarmánuði 1959. Tónskáldið skrif- ar: Til minningar um J.S. Bach. 18 FÖSTUDAGUR 23. MAÍ 2008 24stundir KOLLAOGKÚLTÚRINN kolbrun@24stundir.is a Góð samskipti eru jafn örv- andi og svart kaffi. Anne Morrow Lindbergh. Eftir Kolbrúnu Bergþórsdóttur kolbrun@24stundir.is Í hálfa öld hefur kaffihúsið Mokka verið á sínum stað á Skóla- vörðustíg. Gestir vita ætíð að hverju þeir ganga; þægilegu umhverfi, notalegri stemningu, góðu kaffi og fyrirtaks meðlæti. Mokka var stofnað af hjónunum Guðmundi Baldvinssyni og Guð- nýju Guðjónsdóttir 24. maí 1958 og á því fimmtíu ára afmæli á laug- ardaginn. „Guðmundur fékk hug- myndina að því að stofna kaffihús eftir að hafa verið á Ítalíu þar sem hann var í söngnámi. Á Ítalíu kynntist hann annars konar kaffi- menningu en var hér á landi og vildi innleiða hana,“ segir Guðný. „Við stofnuðum Mokka sem varð strax vinsælt en Guðmundur þurfti að byrja á því að kenna gestunum að drekka þetta kaffi sem var allt öðruvísi en það sem Íslendingar höfðu vanist. Mörgum fannst skrýtið að fá sérlagað kaffi í lítinn bolla og spurðu: Fæ ég ekki kaffi- könnu? Fæ ég ekki ábót?“ Fjölbreytt gestaflóra Gestaflóran á Mokka er fjölbreytt en allt frá upphafi hefur komið á Mokka stór hópur listamanna og gert kaffihúsið að eins konar sama- stað sínum. Sterk vináttusambönd hafa myndast manna á milli á þessu litla kaffihúsi. Þarna mátti á sínum tíma sjá á tali jafn ólíka menn og hinn hægláta og orðvara Sigfús Daðason og hinn fyrirferðarmikla og orðhvata Dag Sigurðarson. Á þessu friðsæla kaffihúsi kom einstaka sinnum fyrir að einhver gesta reyndi að staupa sig. Þegar það uppgötvaðist var viðkomandi umsvifalaust settur í bann. „Steinar Sigurjónsson rithöfundur var í endalausu banni því hann kom aldrei öðruvísi en drukkinn,“ segir Guðný. „Einn daginn þegar ég meinaði honum um afgreiðslu sagði hann: „Ég skal gera þig ódauðlega. Ég ætla að skrifa um þig sögu.“ Ég veit ekki hvort hann lét af því verða. Kannski er sú saga ein- hvers staðar til, ég hef ekki hug- mynd um það. Annars þurftum við Guðmundur ekki oft að hafa af- skipti af gestum. Gestirnir á Mokka hafa verið traustir og tryggir.“ Myndlistin á Mokka Myndlistin heftur átt sinn stað á Mokka allt frá upphafi. Fyrsta myndlistarsýningin var samsýning Braga Ásgeirssonar, Barböru Árna- son og Bjarna Jónssonar. Jón Eng- ilberts, Kristján Davíðsson, Karól- ína Lárusdóttir og Baltasar eru meðal þeirra sem sýnt hafa á Mokka en sá síðastnefndi kynntist konu sinni á kaffihúsinu þar sem hún vann um tíma. Góður andi Guðný segir að líf fjölskyldunnar hafi að stórum hluta snúist um Mokka. „Uppeldið á börnunum okkar þremur fór meira að segja að hluta til fram á Mokka. Þegar börn- in höfðu aldur til fóru þau að af- greiða viðskiptavini. Þegar sonur okkar var sjö ára sagði hann: Af hverju má ég ekki vinna á Mokka, ég tek bara tíkall á tímann? En hann varð að bíða þar til hann hafði ald- ur til.“ Dætur Guðnýjar og Guðmundar, Oddný og Sesselja, segja að tíminn sem þær afgreiddu á Mokka hafi verið einstaklega skemmtilegur. „Þarna sáum við alla þá litríku flóru sem fyrirfinnst í mannlífinu. Þetta gerði okkur gott og við áttuðum okkar snemma á því að einstakling- ar eru ólíkir og eiga að fá að vera það. Það var alltaf gaman að vera á Mokka og er enn. Þar er svo góður andi.“ 24stundir/Árni Sæberg Alltaf gaman á Mokka „Mörgum fannst skrýtið að fá sérlagað kaffi í lít- inn bolla og spurðu: Fæ ég ekki kaffikönnu? Fæ ég ekki ábót?“ segir Guðný Guðjónsdóttir, eigandi Mokka, sem minnist opnunardagsins fyrir fimmtíu árum. ➤ Þegar Mokka var opnað kost-aði kaffibollinn þar fimm krónur. ➤ Guðmundur Baldvinsson léstárið 2006. ➤ Í tilefni hálfrar aldar afmæl-isins verður sett upp mynd- listarsýning á Mokka, eins konar yfirlit verka sem þar hafa verið sýnd á liðnum ára- tugum. KAFFIHÚSIÐ Kaffihús í hálfa öld Guðný, Sesselja og Oddný „Það var alltaf gaman að vera á Mokka og er enn.“ Í Mokka verða á boðstólum Espresso-kaffi sem vel mætti nefna kjarnakaffi, svo og Capuccino-kaffi og Caffé latti, sem allt er Mokkakaffi. Enn fremur mun verða til kaffi lag- að á gamla mátann. Suður- landamenn, svo sem Ítalir og fleiri hafa öðrum fremur kom- ist upp á að laga lystilega súkkulaðidrykki. Guðmundur í Mokka hefur einnig tileinkað sér kunnáttu á því sviði og mun laga súkkulaðidrykki fyrir gesti sína og fleiri nýjungar mun hann hafa uppi. Tíminn 29. maí 1958 Kjarnakaffi á Mokka Leiddi ég þig á Mokka svo lítið bar á, vöfðum vindlinga. Brosa blómvarir, blikna poppstjörnur, ást í brjósti býr. Ferðalok Hallgrímur Helgason Úr Ferðalokum Hallgríms AFMÆLI Douglas Fairbanks leikari, 1883 Anatoli Karpov, heimsmeist- ari í skák, 1951

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.