24 stundir - 23.05.2008, Blaðsíða 32

24 stundir - 23.05.2008, Blaðsíða 32
32 FÖSTUDAGUR 23. MAÍ 2008 24stundir LÍFSSTÍLLHELGIN helgin@24stundir.is a Þau hafa sungið í kvöldguðsþjónustum í vetur og það eru ekki færri en 200-300 manns sem mæta. Það er ekki presturinn sem trekkir að. Eftir Einar Jónsson einarj@24stundir.is Gospelkór Jóns Vídalíns heldur vortónleika í Fjölbrautaskólanum í Garðabæ sunnudaginn 25. maí kl. 20. Einnig koma fram hljóm- sveitirnar Exodus og 11. boðorðið. Allur ágóði af tónleikunum renn- ur til verkefnisins Blátt áfram og til verkefnis Hjálparstarfs kirkj- unnar sem gengur út á að leysa börn á Indlandi úr þrælaánauð. Söngurinn fyllir kirkjuna Um 30 ungmenni eru í gospel- kórnum sem er samstarfsverkefni kirkjunnar og Fjölbrautaskólans í Garðabæ. Kórinn hefur tekið virk- an þátt í safnaðarstarfi kirkjunnar undanfarin tvö ár. „Þau mæta á æfingar í hverri viku og koma fram í helgihaldi safnaðarins í hverjum mánuði,“ segir Jóna Hrönn Bolladóttir sóknarprestur. „Þau hafa sungið í kvöldguðsþjón- ustum í vetur og það eru ekki færri en 200-300 manns sem mæta. Það er ekki presturinn sem trekkir að,“ segir Jóna Hrönn og hlær. Jónu Hrönn finnst mikið gleði- efni að ungmenni á framhalds- skólaaldri séu farin að fjölmenna í kirkjuna. „Við höfum sett okkur það markmið í stefnumótun safn- aðarins að ná inn þessum aldurs- hópi og búa þeim vettvang. Þetta er hópur sem sést annars mjög lít- ið í kirkju. Það verður bara að horfa á það eins og það er,“ segir Jóna Hrönn. Gefa vinnu sína Henni finnst einnig jákvætt að unga fólkið hugsi út fyrir en sjálft sig og styðji börn sem búa við erf- iðar aðstæður. „Þau eru búin að leggja á sig ofboðslega vinnu og fá sjálf ekkert í vasann nema gleðina og tónlistarþjálfunina. Þau eru ekki á neinum launum heldur gefa þau allt, fyrst og fremst gefa þau tíma sinn og hæfileika og það er eitt af því dýrmætasta sem þau eiga,“ segir Jóna Hrönn Bolladótt- ir að lokum. Framhaldsskólanemar í Garðabæ heillast af gospelsöng Flykkjast í kirkjuna Ungmenni í Garðabæ flykkjast í kirkju þegar skólafélagar þeirra sjá um tónlistina. Gospelkór Jóns Vídalíns er sam- starfsverkefni Fjölbrauta- skólans og kirkjunnar. Fyrir gott málefni Fé- lagar í Gospelkór Jóns Ví- dalíns láta gott af sér leiða með söng. ➤ Stjórnandi Gospelkórs JónsVídalíns er Þóra Gísladóttir. ➤ Stjórnendur hljómsveitannaeru Andri Björnsson og Ár- mann Gunnarsson. ➤ Miðaverð er 1.000 kr. fyrirfullorðna og 500 kr. fyrir 16 ára og yngri. STYRKTARTÓNLEIKARNIR Dagur barnsins verður haldinn í fyrsta sinn hér á landi sunnu- daginn 25. maí. Sveitarfélög, skól- ar, félög og samtök halda upp á daginn með ýmsum hætti en yf- irskrift dagsins er gleði og sam- vera. Blásið verður til sérstakrar há- tíðardagskrár í Ráðhúsi Reykjavík- ur kl. 13:50 þar sem afhent verða verðlaun í samkeppni um merki og stef dagsins. Í tilefni dagsins verður efnt til barnamessu í Árbæjarkirkju kl. 11 og fjölskylduhátíðar. Fjölskyldu- guðsþjónusta verður haldin í Ví- dalínskirkju í Garðabæ kl. 11 og slegið upp grillveislu að henni lokinni. Seltjarnarnesbær býður fjöl- skyldufólki frían aðgang að sund- laug bæjarins í tilefni dagsins og eru forráðamenn hvattir til að eiga góða samverustund með börnunum. Dagskrá í fleiri sveit- arfélögum má nálgast á vefsíðunni www.dagurbarnsins.is. Börnin fá sinn dag Landsmenn safnast víða saman í heimahúsum og fylgjast með Söngvakeppni evrópskra sjón- varpsstöðva (Eurovision) á laug- ardag. Páll Óskar heldur upp- teknum hætti og blæs til mikillar Eurovision-veislu á skemmti- staðnum Nasa við Austurvöll að lokinni söngvakeppninni. Að venju fær Páll Óskar nokkrar íslenskar Eurovision-hetjur til að stíga á svið og rifja upp gamla takta. Gestir Páls Óskars að þessu sinni eru Selma Björns- dóttir, Eyjólfur Kristjánsson, Haffi Haff, Birgitta Haukdal, Helga Möller, Pálmi Gunnarsson og Telma Ágústsdóttir. Húsið verður opnað kl. 23 og stendur partíið fram undir morgun. Að- gangseyrir er 2.500 kr. Logan í bænum Þeir sem vilja taka forskot á Eurovision-sæluna geta brugðið sér á Broadway í Ármúla í kvöld þar sem írska Eurovision-hetjan Johny Logan treður upp ásamt hljómsveit. Hann flytur sína helstu smelli auk laga úr smiðju annarra. Tónleikarnir hefjast kl. 22 og er miðaverð 3.490 kr. Einnig er hægt að snæða kvöld- verð fyrir tónleikana. Borð- haldið hefst kl. 19.30 og er miða- verð 7.490 kr. Eurovision-gleði í bænum FATAMARKAÐUR LAUGAVEGI 95 50-80% AFSLÁTTUR KOMDU OG GERÐU FRÁBÆR KAUP! OPIÐ ALLA HELGINA Saga til næsta bæjar er yfirskrift keppni sagnamanna sem hefst í Landnámssetrinu í Borgarnesi sunnudaginn 25. maí. Keppt verð- ur í fjórum riðlum og verður fyrsta kvöldið helgað ýkjusögum. Síðar verður keppt í draugasögum, lífs- reynslusögum og gamansögum. Sigurvegarar fyrri kvölda keppa loks til úrslita sunnudaginn 22. júní. Kynnir og stjórnandi er sjón- varpsmaðurinn góðkunni Gísli Einarsson. Aðalsögumenn fyrsta kvöldið eru Bjarni Harðarson, Ingi Hans Jónsson, Arnar Jónsson og Ásgrímur Ingi Arngrímsson. Að- gangseyrir er 1.800 kr. en 4.500 kr. með kvöldverði. Sögustund í Borgarnesi Áhugamenn um Spán, spænska menningu og ferðalög ættu að leggja leið sína í Kringluna í dag eða á morgun. Þar verða haldnir „Spænskir dagar“ og því reynt að skapa ósvikna spænska stemn- ingu á Blómatorginu. Meðal ann- ars verður boðið upp á flamenco- danssýningu, gítarspil og kynn- ingu á ferðamöguleikum á Spáni. Þá verður efnt til teiknisam- keppni fyrir yngstu kynslóðina og teiknimyndasamkeppni. Spænskir dagar í Kringlunni

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.