24 stundir - 23.05.2008, Blaðsíða 42
42 FÖSTUDAGUR 23. MAÍ 2008 24stundir
24LÍFIÐ
24@24stundir.is a
Þess á milli líður myndin fyrir slæman leik Fords,
sem skilar línum sínum eins og hann sé undir áhrif-
um sterkra verkalyfja, og kauðalegs handrits.
eins og beint upp úr nýju Star
Wars-myndunum.
Það sem lyftir myndinni upp
er Shia Labeouf og hin frábæra
Cate Blanchett sem hefði mátt fá
meira rými til að skína.
Og guð minn góður, hefði ekki
verið hægt að gera eitthvað
frumlegra en að kynna geimverur
inn í heim Indy?
Niðurstaða. Hasaratriðin eru
ekta Indy, restin er eins og slæm-
ur þáttur af Young Indiana Jones
Chronicles. Hefði kannski virkað
ef Ford hefði sleppt því að opna
muninn til að tala.
Kvikmyndir biggi@24stundir.is
Einhvern tímann um miðjan
síðasta áratug gerðist hið ómögu-
lega. Harrison Ford missti kúlið.
Ég leyfði mér að vona að ástæðan
væri slæmar ákvarðanatökur
hans um hlutverkaval en því
miður. Ford er veikasti hlekk-
urinn í nýju Indiana Jones-
myndinni!
Aldrei fyndin eða töff
Þegar kemur að hreyfigetu
stendur Ford sig eins og hetja.
Hasaratriðin í þessu fjórða æv-
intýri um fornleifafræðinginn
knáa eru þau einu sem láta
áhorfandann líða eins og hann sé
á Indiana Jones-mynd. Þess á
milli líður myndin fyrir slæman
leik Fords, sem skilar línum sín-
um eins og hann sé undir áhrif-
um sterkra verkalyfja, og kauða-
legs handrits.
Farin er ákveðnin og stað-
festan í hrokafullum tilsvörum
Jones sem gerði persónuna svo
litríka. Hann er aldrei fyndinn
eða töff. Samtöl snúast of mikið
um að koma upplýsingum til
skila um hvað Indy hafi verið að
sýsla síðustu ár. Öll sú kauðalega
forsaga (pabbi og Marcus dánir,
var í CIA, stríðshetja, njósnari og
ég veit ekki hvað?!) er of mikið
hlass og þar af leiðandi nær Indy
aldrei að skína í þeim aðstæðum
er hann lendir í. Þetta verður
einnig til þess að persóna Marion
Ravenwood, sem er ein litríkasta
og skemmtilegasta kvenpersóna
kvikmyndasögunnar, þarf að
sætta sig við samtöl sem hljóma
Indy Það er eins og leiklistarhæfileikar Ford hafi dvínað með árunum. Ekki hægt að
kenna aldrinum um, Sean Connery og Michael Caine eru t.d. eldri.
Dofinn og dapur Jones
Samkvæmt kvikmyndaritinu
Variety hafa leikararnir Viggo
Mortensen, Andy Serkis og Ian
McKellen allir skrifað undir bráða-
birgðasamninga þess efnis að þeir
muni leika í myndunum tveimur
sem byggðar verða á bókinni The
Hobbit eftir rithöfundinn J.R.R.
Tolkien. Allir leikararnir munu
fara aftur í hlutverk sín úr Hringa-
dróttinssögu-þríleiknum.
„Ég er alveg fylgjandi því að not-
ast áfram við leikarana sem sköp-
uðu þessar persónur, svo lengi sem
þeir geta og vilja það,“ sagði leik-
stjórinn Guillermo del Toro en
hann hefur verið fenginn til að
leikstýra myndunum tveimur.
Fyrri myndin mun fylgja eftir
söguþræði hinnar upprunalegu
Hobbit-bókar en seinni myndin
mun fjalla um þá atburði sem
gerðust frá því að sögu Hobbitans
lauk og þangað til Hringadrótt-
inssaga tók við.
Handritsvinna við myndirnar er
skammt á veg komin en reiknað er
með því að handritið verði að
mestu skrifað af þeim stöllum
Philippu Boyens og Fran Walsh en
þær gerðu einmitt handritið fyrir
Hringadróttinssögu-þríleikinn,
ásamt Peter Jackson.
„Við munum öll vera viðloðandi
handritið á einhvern hátt, en það
verður gengið frá þessu öllu í
næstu viku,“ sagði Guillermo del
Toro í viðtali við Variety.
Viggo Mortensen, Andy Serkis og Ian McKellen
Aftur í ævintýraheim Tolkiens
MYNDASÖGUR
Leikstjóri: Steven Spielberg Leikarar:
Harrison Ford, Cate Clanchett, Shia LaBeouf
Indiana Jones IV
HAFNAFJARÐARLEIKHÚSINU
Falleg, fyndin,sönn og kvenleg”
V.G Bylgjunni
Í KVÖLD ÖRFÁ SÆTI LAUS
SUN 24. MAÍ ÖRFÁ SÆTI LAUS
FIM 29. MAÍ NÆST SÍÐASTA SÝNING
SUN 1. JÚN SÍÐASTA SÝNING
4 SÝNINGAR EFTIR
ÍS
L
E
N
S
K
A
/S
IA
.I
S
/H
S
K
4
22
03
0
5/
08
MENNTAVÍSINDASVIÐ www.khi.is
Umsóknarfrestur er til 5. júní / Skráning og upplýsingar á www.khi.is
Alþjóðlegt nám
í menntunarfræði B.A.
Nám fyrir þá sem vilja starfa í alþjóðlegu skóla-
umhverfi á Íslandi eða í öðrum löndum.
Lögð er áhersla á hnattvæðingu, mannréttindi,
fjölmenningarsamfélög og sjálfbæra þróun.
- kemur þér við
AUGLÝSINGASÍMI: 510 3744
íþróttir útivist
pólitík heilsa
fréttir fé&frami
golf 24fólk veiði
neytendavaktin
golf dagskrá
menning viðtöl
ferðalög viðskipti
garðurinn grill
24lífið bílar
neytendur umræða
Aðþrengdur Afsakið að ég er til!
ÉG VIRÐ IS T MJÖG MÁTTLÍ T I LL
SVONA EN ÉG SKAL SEGJA ÞÉR EI TT -
ÉG HEYRI ÞEGAR DÓS OPNAST Í
NÆSTA HVERFI
ÞÚ VEÐUR HÉRNA INN, ALLSBER, HEIMTANDI
HÆRRA KAUP OG BETRI VINNUAÐSTÖÐU? VAKNAÐU
UPP, ÞETTA ERU DRAUMÓRAR.
Bizzaró
NEMENDAHIRÐIR