24 stundir - 23.05.2008, Blaðsíða 4

24 stundir - 23.05.2008, Blaðsíða 4
4 FÖSTUDAGUR 23. MAÍ 2008 24stundir Viðskiptavinir í Stofni fá fjölbreytt úrval af hjólahjálmum á 30% afslætti í Markinu, Ármúla 40, 108 Reykjavík. ENN EINN KOSTUR ÞESS AÐ VERA Í STOFNI 30% AFSLÁTTUR AF HJÁLMUM Bíll valt á Vesturlandsvegi skammt ofan við Ártúnsbrekku um ellefuleytið í gær. Tvennt var í bílnum og voru meiðsli þeirra ekki talin alvarleg. Þegar lögreglan kom að hafði fólkið komið sér út úr bílnum af sjálfsdáðum en kallað var á sjúkrabíl til að gæta fyllsta ör- yggis. Að sögn Kristjáns Óla Guðna- sonar, varðstjóra í umferðardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæð- inu, leikur grunur á um að öku- maður bílsins hafi verið undir áhrifum ávanabindandi lyfja. Það hafi þó ekki verið staðfest en málið sé til rannsóknar. Bíllinn var um- talsvert skemmdur og þurfti að fjarlægja hann með kranabíl af vettvangi. fr Bílvelta varð á Vesturlandsvegi í gærmorgun Grunur um akstur undir áhrifum lyfja Eftir Hlyn Orra Stefánsson hlynur@24stundir.is „Glitnir, sem hefur verið áskrif- andi að fjármögnunarverkefnum sveitarfélaga sem eiga aðild að Fasteign, hefur engar skyldur þeg- ar á reynir. Þeir geta bara hlaupist undan ábyrgð og skilið sveitar- félögin eftir með sárt ennið.“ Þetta segir Guðbrandur Einarsson, bæj- arfulltrúi A-lista í Reykjanesbæ. Eins og sagt var frá í 24 stund- um í gær hefur eignarhaldsfélagið Fasteign hf. átt í erfiðleikum með að fá fjármagn fyrir nýfram- kvæmdum, en félagið er meðal annars í eigu tíu sveitarfélaga og Glitnis banka. Hefur því verið lögð fram sú tillaga á fundi bæj- arstjórnar Sandgerðis að bærinn taki lán og framláni það Fasteign, til að félagið geti hafið stækkun grunnskóla bæjarins en leigt bæn- um húsnæðið. Svipuð hugmynd hefur verið rædd á fundi bæjarráðs Reykja- nesbæjar, en í fundargerð frá 14. febrúar sl. er bæjarstjóra falið að vinna að stofnun „nýs félags í eigu nokkurra sveitarfélaga, sem hefur þann tilgang að opna möguleika eignarhaldsfélagsins Fasteignar hf. á lánsfé hjá Lánasjóði sveitarfé- laga.“ Rökin fokin út í veður og vind Fasteign var stofnað af Reykja- nesbæ og Glitni árið 2003 og keypti þá allar opinberar bygging- ar í bænum, en bærinn leigir þær af félaginu. „Rökin fyrir stofnun félagsins voru þau að Fasteign ætti auðveldara með að fá lán og gæti fengið þau á betri kjörum en Reykjanesbær,“ segir Guðbrandur. „Nú eru þau rök fokin út í veður og vind.“ Árni Sigfússon, bæjarstjóri Reykjanesbæjar og varaformaður í stjórn Fasteignar, segir þá sem þekkja til reksturs félagsins hafa trú á því. „Félagið var stofnað til að sérþekking á þessu sviði fengi notið sín.“ Hann segir það hafa margborgað sig fyrir bæinn að taka þátt í félaginu; það hafi klár- að framkvæmdir með hagstæðari hætti en annars væri mögulegt og staðist tímaáætlanir mun betur en gengur og gerist við opinberar framkvæmdir. Boðist hagstæð lánskjör Þá hafi stærðarhagkvæmnin valdið því að Fasteign hafi fengið hagstæðari lánskjör en Reykja- nesbæ hefði einum og sér boðist. „Hins vegar hefur þetta félag, rétt eins og önnur fyrirtæki á Íslandi, fundið fyrir því að bankakerfið er næstum því lokað.“ Hann bendir á að Lánasjóður sveitarfélaga hafi ekki síður en aðrir átt erfitt með að fá lánsfé er- lendis frá og nái því ekki að lána fyrir öllum þeim umsóknum sem liggja fyrir. Árni segir að Reykjanesbær hafi enn sem komið er ekki sótt lánsfé fyrir hönd Fasteignar til Lánasjóðs sveitarfélaga. „En það er sjálfsagt að gera ef þörf verður á því. Það er ekkert óeðlilegt, heldur bara út- færsluatriði.“ Bankinn laus við alla ábyrgð  Glitnir verið áskrifandi að fjármögnun fyrir sveitarfélög gegnum Fasteign, segir bæjarfulltrúi  Sveitarfélögin sitja eftir með sárt ennið ➤ Fasteign keypti allar opinber-ar byggingar í Reykjanesbæ. Þá á félagið m.a. barnaskóla Vestmannaeyja, og höf- uðstöðvar Glitnis. ➤ Félagið er í meirihlutaeigu tíusveitarfélaga. EIGNARHALDSFÉLAGIÐ 24stundir/ÞÖK Eign Fasteignar Höf- uðstöðvar Glitnis eru meðal eigna Fasteignar. Skriðuklaustur í Fljótsdal, sem Gunnar Gunnarsson skáld lét reisa árið 1939, og Dyngjuvegur 8, heimili Gunnars og fjölskyldu hans, eru meðal þeirra sjö húsa sem Þorgerður Katr- ín Gunnarsdóttir mennta- málaráðherra hefur ákveðið að friða, að feng- inni tillögu húsafrið- unarnefndar. Öll eru húsin reist á sein- ustu öld og er það yngsta frá árinu 1966 en það er Menntaskólinn við Hamrahlíð. Elsta húsið er Franski spítalinn, sem reistur var 1902 og var eitt þriggja sjúkrahúsa franska spítalafélagsins á Íslandi. Þá er Sjómannaskólinn gamli, sem byggður var á árunum 1942-1945, meðal húsanna en það sem gerir hann óvenjulegan er að innsiglingarviti Reykjavíkurhafnar er felldur inn í form hússins sem turn. Þá er það Sólheimar 5, reist á árunum 1957-1959 af Gunnari Hanssyni húsateiknara sem bjó sjálfur í húsinu með fjölskyldunni en húsið þykir gott dæmi fyrir byggingarlist hans. Að lokum er Tóm- asarhagi 31 nú orðinn friðaður, en húsið var reist á árunum 1953-1954 og talið eitt merkasta verk Gísla Halldórssonar arkitekts. þkþ Sjö 20. aldar hús friðuð Borgarráð samþykkti í gær kaup á Lækjargötu 2 af fasteignafélaginu Eik. Kaupverðið er 321 milljón króna. Fulltrúar meirihlutans í borgarráði létu bóka á fundinum að kaupin væru nauðsynleg til að hægt væri að vinna að uppbyggingu á reitnum þar sem húsið stóð, en það brann til kaldra kola fyrir rúmu ári. Fulltrúar minnihlutans í borgarráði gagnrýndu hins vegar kaupin og sögðu húsið of dýru verði keypt. Jafnframt sögðu fulltrúar minnihlut- ans kaupin undirstrika það hversu hátt verð borgin greiddi fyrir Aust- urstræti 22 fyrir örfáum mánuðum og einnig fyrir Laugaveg fjögur og sex. Í janúar samþykkti borgin að kaupa húsin við Laugaveg á 580 milljónir en á síðasta ári keypti borgin Austurstræti 22 á 263 milljónir. Samtals hefur borgin því keypt hús í miðborginni fyrir 1.164 milljónir. Tekið er fram í bókun fulltrúa meirihlutans að nú sé í auglýsingu deili- skipulag fyrir miðborgina sem gerir ráð fyrir mikilli andlitslyftingu bæjarhlutans. mh Kaup á Lækjargötu 2 staðfest Neytendasamtökin eru frjáls félagasamtök: stofnuð árið 1953. Þau verja hag félagsmanna og berjast fyrir hagsmunum neytenda. Sjá www.ns.is - netfang:ns@ns.is Neytendasamtökin gerðu könnun á hvað það kostaði að hreinsa karlmannsjakkaföt. Verðmunur er nokkur eða 25% sem er 500 króna munur á lægsta og hæsta verði, þar sem Fatahreinsunin Grímsbæ kom ódýrast út. Vert er að taka það fram að könnunin er ekki tæm- andi. Ekki er heimilt að vitna í þessa könnun í auglýsingum. 25% munur á fatahreinsun Ingibjörg Magnúsdóttir NEYTENDAVAKTIN Hreinsun karlmannsjakkafata Efnalaug Verð Verðmunur Fatahreinsunin Grímsbæ 2.000 Svanhvít efnalaug 2.180 9,0 % Fönn 2.196 9,8 % Hreinn Hólagarði 2.200 10,0 % Efnalaugin Björg 2.500 25,0 % Efnalaugin Hreint Út 2.500 25,0 % Efnalaug Suðurlands 2.500 25,0 % Fyrsta skemmtiferðaskip sumars- ins lagðist að Miðbakka í Reykja- víkurhöfn í gær. Skipið heitir MS Fram og er norskt. Það er nýjasta skipið sem er sérútbúið fyrir siglingar á norðurslóðum og í hafinu við suð- urskautið. Skipsskrokkurinn er stærri en á venjulegum skemmtiferðaskipum og því er hægt að fara nær ísnum. Það kostar rúmlega 300 þúsund krónur að fara í vikusiglingu á venjulegu farrými. Mest tekur skipið 318 farþega og núna eru 230 farþegar um borð sem halda til Grænlands. Skemmtiferðaskipin komin Búist við 79 skipum í sumar

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.