24 stundir - 23.05.2008, Blaðsíða 29

24 stundir - 23.05.2008, Blaðsíða 29
24stundir FÖSTUDAGUR 23. MAÍ 2008 29 KYNNING Keramiknámskeið fyrir krakka á aldrinum 6 til 12 ára verða haldin í sumar í Keramik fyrir alla. Hvert námskeið er vikulangt og mun það fyrsta hefjast 2. júní og síðan koll af kolli fram í miðjan ágúst, en fyrstu vikuna í ágúst verður þó lokað. Krökkunum verður skipt í tvo hópa og verða ekki fleiri en tíu í hóp en leiðbeinendur eru eigendur Keramik fyrir alla, þau Sigurbjörg Marteinsdóttir, hjúkrunarfræð- ingur og nemandi í keramikhönn- un, og Hallgrímur Georgsson. „Þetta er áttunda námskeiðið sem við höldum og þeir krakkar sem hafa komið hefur þótt skemmtilegt og koma gjarnan aftur. Það er ákveðið þema á hverju námskeiði, á fyrsta námskeiðinu eru tekin fyr- ir sléttudýr í Afríku, síðan íslensku húsdýrin og loks fuglar og blóm en efnisvalið fer allt eftir aldri barnanna og getu. Við kennum krökkunum undirstöðuatriði í teikningu og málun og myndirnar þeirra eru síðan yfirfærðar á auð- veldan hátt á tilbúna keramikhluti þannig að við notum í raun ker- amikið eins og striga,“ segir Sig- urbjörg. Aðstoð innan handar Keramik fyrir alla er rekið á Laugavegi 48b og verður opið sex daga vikunnar í sumar en þá er hægt að líta inn til að mála. Litir og penslar eru á staðnum og er brennsla innifalin í verði, en hún tekur yfirleitt um tvo til fjóra sólar- hringa eftir að hlut er skilað inn. Hægt er að gefa hugmyndafluginu lausan tauminn og mála það sem hvern langar til en hjálp er innan handar ef fólk þarf á að halda. All- ar frekari upplýsingar má finna á vefsíðunni keramik.is. maria@24stundir.is Keramiknámskeið fyrir krakka í sumar Keramikið notað eins og strigi 24stundir/Frikki Krakkarnir Læra undirstöðuatriði í teikningu og mála á keramikið og nota það þannig eins og striga. KYNNING Í sumar mun Handknattleiksfélag Kópavogs (HK) standa fyrir heilsu- og ævintýranámskeiði í samstarfi við Heilsuborg og H10. Um er að ræða vikulangt heilsdagsnámskeið frá 9- 15 fyrir sex til tíu ára börn, en einnig verður í boði gæsla í klukkutíma fyr- ir og eftir námskeiðið. Námskeiðin hefjast níunda júní og munu standa þar til um miðjan ágúst en skráning er nú þegar hafin á www.hk.is. Læra að leika sér Þetta er í fyrsta sinn sem nám- skeiðið er haldið en hugmyndin er sú að kenna börnunum að leika sér upp á nýtt og sýna fram á að ekki þurfi alltaf að leika sér eftir fyrirfram ákveðnum reglum. Auk þess verða kenndir lífshættir í mataræði og hreyfingu sem á að vera þannig að hún sé skemmtileg og gaman sé að fara út. Hollt mataræði verður börnunum hins vegar kennt ómeð- vitað til að mynda með ratleikjum þar sem setja á saman hollt mat- aræði. Gömlum leikjum viðhaldið „Við ætlum að vera með öðruvísi leiki á námskeiðinu t.d. víkingaleiki sem er ákveðin tegund gamalla leikja og ein þeirra sem okkur langar til að endurvekja. Nýlega vorum við á námskeiði í Gerlev í Danmörku þar sem er leikjasafn og garður sem byggir á því að viðhalda og endur- lífga gamla leiki sem týnst hafa í sögu þjóða víða um heim,“ segir Fannar Karvel, annar leiðbeinandi námskeiðsins. Inniaðstaða verður í knattspyrnuhúsinu Kórnum þar sem skýla má sér fyrir regni en ann- ars segir Fannar að farið verði út í flestu veðri og börnunum þannig sýnt að það sé líka gaman að fara út í rigningu og roki þegar hægt er að drullumalla og hoppa í pollum. maria@24stundir.is Heilsu- og ævintýranámskeið HK í sumar Útivera og hollt mataræði Hressir krakkar Hafa gott og gaman af því að leika sér úti í öllum veðrum þótt sum- arblíðan sé best. 24stundir/Ásdís Á Miklatúni er búið að vinna mik- ið í útivistarsvæðum og þegar hlýna tekur í veðri er fólk á öllum aldri þar við ýmsa iðju. Vel hefur verið gengið frá körfuboltavöllum og á túninu má finna hinn fínasta blakvöll, leikvöll fyrir börn og fót- boltavöll auk þess sem sjá má kylf- inga æfa púttið á flötinni. Nú er Miklatúnið komið í sum- arbúninginn og sumarblómin far- in að prýða beðin. Blak með góðu fólki á Miklatúni Í Hvalfirði er mikil náttúrufegurð og að keyra sem leið liggur upp í Kjós getur orðið að skemmtilegri fjölskylduferð. Þrátt fyrir að um- ferð liggi ekki lengur um Hvalfjörð heldur að mestu í gegnum jarð- göngin er ferðaiðnaður í mikilli uppsveiflu. Fylgist með upp ákom- um í sumar á www.vesturland.is/ Skessuhorn en í fyrra var ýmislegt skemmtilegt í boði svo sem bændamarkaður og bryggjuball. Fagra Vestur- land heimsótt Fátt er meira svalandi en fersk og góð Sangria á hlýjum sum- arkvöldum. Uppskriftirnar að þessum svaladrykk eru mismun- andi en einfalt er að skera niður límónu, appelsínu, jarðaber og epli setja í skál og hella yfir meðalgóðu rauðvíni . Láta ávextina marinerast yfir daginn og bæta síðan vodka, Cointreau og sykri eftir smekk áð- ur en borið er fram með Sprite og klaka í bolluskál. Fersk og góð Sangria Fyrir borgarbörn og pjattrófur geta útilegur verið mjög spenn- andi en um leið afar stressandi. Hvernig á maður að klæða sig ef það rignir? Verða klósettin í lagi og verður hægt að flýja á hótel? Hönnun Orlu Kiely ætti að geta slegið nokkuð á slíkar áhyggjur en hún hefur hannað fallega línu af svefnpoka, tjaldi og vasaljósi í stíl auk fleiri aukahluta sem nauðsynlegir eru í smart útilegu. Áhyggjulausar pjattrófur Geymsluskápar fyrir gashylki. Hannaðir í samráði við og samþykktur af Brunamálastofnun. Einangraðir útiskápar fyrir hita- veituinntök og varmaskipta. 1,5 mm stál, galvaniseraðir og sprautulakkaðir. Þriggja punkta læsing. Upphengigrind fáanleg. Til í tveim stærðum. A. h 94, b 79, d 32,5 sm B. h 150, b 75, d 45 sm. Einangruð PEX-hitaveiturör í sumarhús, bændabýli og íbúðarhús. Hámarks einangrun – lágmarks hitatap. Sérstök framleiðsluaðferð tryggir einangrunargildið í áratugi. Framleitt samkvæmt ISO 9001 gæðastaðli. ÍSRÖR ehf | S. 565-1489 | Hringhella 12 | 221 Hafnarfjörður Henta fyrir sumarhús, íbúðarhús og húsbíla. 1,5 mm galvaníserað og duftlakkað stál. Utanmál í mm: h: 850, b: 750 og d: 350. Veggfestingar fáanlegar Skápurinn er gerður fyrir tvær 11 kg gosflöskur og er með læsingu. Hann fæst í tveimur litum, grár og grænn. Sumarhúsa- og landeigendur

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.