24 stundir - 23.05.2008, Blaðsíða 27

24 stundir - 23.05.2008, Blaðsíða 27
24stundir FÖSTUDAGUR 23. MAÍ 2008 27 Eftir Kristjönu Guðbrandsdóttur dista@24stundir.is „Ég var að klára stúdentsprófin frá MH,“ segir Úlfur Hansson fremur glaður í bragði. „Í sumar ætla ég að sleikja sólina og hafa það gott. Ég verð að vinna í Þingholtsbúðinni yfir sumarið og í haust fer ég svo í nám í tónsmíðum við Listaháskóla Íslands.“ Úlfur hefur nýverið gefið út diskinn Klive – Sweaty Psalms og segist væntanlega eitthvað ætla að fylgja honum eftir. „Mig langar til Berlínar í sumar ef ég á nóga aura til þess, fara þar á markaði og fá mér súkkulaðiespressó,“ segir hann og hlær. Aðspurður hvað hann geri ef aurana vantar segist hann vel geta sætt sig við rólegt sumar í Reykjavík. „Það kostar lít- ið að fara á Austurvöll í hakkísakk, svo er hægt að fara ókeypis í bíó ef þú laumast bakdyramegin!“ Ekki mikið fyrir útilegur „Ég fer annaðhvort að vinna með þroskaheftum eða í skóla- garðana,“ segir Una Björg Bjarna- dóttir, nemi á þriðja ári í Mennta- skólanum í Reykjavík. „Í ágúst fer ég í útskriftarferð til Rhodos, en annars ætla ég að fara í útilegur með vinum mínum. Ég er reyndar ekki mikil útilegumanneskja, en get alveg orðið það,“ bætir hún við. „Það er síðan alltaf hægt að líta á Austurvöll, hann er vinsæll og þar hittast allir og hafa það gott. Svo finnst mér ágætt að fara í sund og rölta á kaffihús.“ Langþráð sumar Þorleifur Örn Gunnarsson hef- ur nýlokið prófum í sálfræði við Háskóla Íslands. Veturinn hefur að hans sögn verið annasamur en Þorleifur Örn situr einnig í stúd- entaráði fyrir hönd Röskvu. „Sum- arið er langþráð,“ segir Þorleifur. „Það er gott þegar hlýnar. Í sumar verð ég að vinna á leikjanám- skeiðum á Seltjarnarnesi, svo ætla ég að fara til Kaupmannahafnar. Ég mun líklega ferðast eitthvað innanlands líka en það er ekkert ákveðið í þeim efnum.“ Aðspurður hvað sé hægt að hafa fyrir stafni annars segir Þorleifur að sér detti helst í hug að það sé hægt að líta á Austurvöll. „Þá má taka frisbídiskinn með,“ bætir hann við. Úrræðagóður Úlfur í Klive segist laumast í bíó vanti hann aura. Hvað á að gera í sumar? Allir fara á Austurvöll „Mér finnst ágætt að fara í sund og rölta á kaffi- hús,“ segir Una Björg Bjarnadóttir, einn við- mælenda um hvernig hún geti hugsað sér að eyða íslensku sumri. Langþráð sumar Prófin búin í Háskól- anum. Þor- leifur ætlar til Kaup- manna- hafnar í sumar. Austurvöllur er vinsæll Una Björg ætlar til Rho- dos í sumar. Hakkísakk við Aust- urvöll Torgið lifnar við á sumrin og þar safnast ungt fólk saman. Nýju sumarlitirnir frá Clinique Nýtt sólarpúður: Frábær litasamsetning, má nota sem augnskugga líka. Nýtt gloss: Gefur góða fyllingu, þykkir varir og gefur góðan gljáa, Long last með SPF 15 vörn Nýtt body lotion: Með sjálfsbrúnku, formar og gefur góðan raka og lit. Kynning í Lyfju Laugavegi, kaupauki fylgir 2 keyptum vörum. Föstudaginn 23.maí 11.00 til 16.00 ÞÓR HF | REYKJAVÍK: Ármúla 11 | Sími 568-1500 | AKUREYRI: Lónsbakka | Sími 461-1070 | www.thor. is Nú er rétti tíminn til að kaupa garðsláttuvélar 4 ha Briggs & Stratton mótor 51,5 cm sláttubreidd, 5 hæðarstillingar, 5 ha Briggs & Stratton mótor 51,5 cm sláttubreidd, 5 hæðarstillingar, Grassasfnari. 6 ha Briggs & Stratton mótor 51,5 cm sláttubreidd, 5 hæðarstillingar, Grassasfnari, drif.

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.