24 stundir - 23.05.2008, Blaðsíða 6

24 stundir - 23.05.2008, Blaðsíða 6
6 FÖSTUDAGUR 23. MAÍ 2008 24stundir GARÐARSHÓLMI EFTIR HUGLEIK DAGSSON KEMUR ÚT EFTIR FIMM DAGA FIMM DAGAR ERU 432 ÞÚSUND SEKÚNDUR, BELJAN ÞÍN Sameiginlegur ferðakostnaður borgarfulltrúa Reykjavíkur og vara- manna þeirra var 26,8 milljónir króna á árunum 2005 til 2008. Þetta kom fram í svari fjármálastjóra borgarinnar við fyrirspurn Ólafs F. Magnússonar borgarstjóra sem var lagt fyrir borgarráð í gær. Dagur B. Eggertsson, borgarfulltrúi Samfylk- ingarinnar, er með hæsta kostnað- inn, um 3,3 milljónir. Dagur segir Ólaf hafa verið í leit að skandal sem hann fann ekki. „Ólafur neyddist til að lýsa því yfir á fundinum að þarna væri ekkert óeðlilegt að finna. Ég hugsa að margir í bönkum, hjá ríkinu og á Al- þingi reki upp stór augu þegar þeir sjá hvað borgarstjórn tekst að sinna ríkum skyldum með lágum ferða- kostnaði.“ Dagur segir skýra ástæðu fyrir því að hann er með hæsta ferðakostnaðinn. „Ég hef verið í því sérstaka hlutverki að leiða alþjóðlegt forvarnarverkefni gegn fíkniefnum. Það sem greinir mig frá öðrum borgarfulltrúum er fyrst og fremst það að þegar borgir hafa gengið til liðs við verkefnið þá hefur það oft komið í minn hlut að hitta viðkom- andi borgarstjóra og ganga frá form- legum samningum.“ Næsthæstur var Gísli Marteinn Baldursson með 2,4 milljónir. Borg- arstjóri var eini borgarfulltrúinn sem var ekki með neinn ferðakostnað. Hann vildi ekki tjá sig um málið í gær en vísaði í bókun sína á borg- arráðsfundi. Þar segist hann vilja að „launamál og ferðakostnaður hjá borginni og fyrirtækjum hennar sé uppi á borðinu og gegnsær“. thordur@24stundir.is Ferðakostnaður borgarfulltrúa og varamanna þeirra á árunum 2005 til 2008 var samtals tæpar 27 milljónir króna Borgarstjóri í leit að skandal sem hann fann ekki ➤ Dagur B. Eggertsson er meðhæstan ferðakostnað á tíma- bilinu, um 3,3 milljónir króna. ➤ Níu manns eru með ferða-kostnað yfir einni milljón, fimm sjálfstæðismenn og fjórir fulltrúar minnihlutans. FERÐAKOSTNAÐUR Víðförull Dagur var með hæsta ferðakostnaðinn á því tímabili sem borg- arstjórinn lét fjár- málastjóra skoða. „Það er ekki verið að reyna að blekkja neinn,“ segir Kjartan Már Friðsteinsson, framkvæmdastjóri Banana ehf., en Árni Johnsen sagði á Alþingi í vikunni að brögð væru að því að grænmeti væri flutt inn til landsins, skolað upp úr íslensku vatni og selt sem íslenskt. Kjartan segir þetta fjarri lagi. Bananar flytji inn salat sem ekki er ræktað hérlendis, selji það salat- vinnslum sem skola það, skera nið- ur og pakka í neytendapakkningar. „Þetta er náttúrlega íslensk framleiðsla en það kemur hvergi fram að þetta sé íslensk uppskera eða afurð,“ segir hann en bætir við að ekki sé verið að reyna að blekkja neinn, krafa hafi komið frá neyt- endum um merkingar á íslensku. „Það getur verið að það rugli ein- hverja,“ segir hann. „Coca cola er íslensk framleiðsla þó að ekkert sé íslenskt í því nema vatnið.“ Í tilkynningu frá Sambandi garð- yrkjubænda segir að íslenskt græn- meti sé auðþekkjanlegt á rönd í fánalitunum, auk þess að vera merkt framleiðanda. freyr@24stundir.is Innflutt salat skolað, skorið og pakkað hérlendis „Ekki reynt að blekkja neinn“ Íslensk framleiðsla Kristján segir fráleitt að innflytjendur reyni að blekkja neytendur. Framkvæmdir standa nú yfir í botni Hrútafjarðar. Er verið að leggja nýjan veg sem færir hringveginn nær Borðeyri og styttir leiðina milli Stranda og Norðurlands um 8,5 km. Einnig er unnið að smíð brúar sem leysir af hólmi brýrnar yf- ir Hrútafjarðará og Síká. Þá er unnið að því að reisa sölu- skála N1 við ný vegamót í fjarðarbotninum, sem kemur í staðinn fyrir Staðarskála og Brú. þkþ Nýr vegur í Hrútafirði Styttir leiðina um 8,5 km Hæstiréttur dæmdi í gær 19 ára karlmann í 3 mánaða skil- orðsbundið fangelsi fyrir lík- amsárás á fyrrum unnustu hans. Maðurinn veittist að konunni í bíl sínum fyrir tveimur árum, reif í hár henn- ar og sló hana og kýldi. Hæsti- réttur tók mið af því hversu ungur maðurinn var þegar hann braut af sér. Hins vegar yrði að líta til þess að líkams- árásin stóð yfir í langan tíma og hafði talsverðar afleiðingar í för með sér fyrir stúlkuna. Hæstiréttur Skilorð fyrir líkamsárás Eftir Frey Rögnvaldsson freyr@24stundir.is Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í gær Þórarin Gíslason í sextán ára fangelsi fyrir manndráp. Þórarinn réðst að Borgþóri Gústafssyni 7. október í fyrra í íbúð við Hringbraut, barði hann ítrekað í höfuðið með slökkvitæki sem leiddi til dauða Borgþórs. Íbúðin mettuð ljósum reyk Lögreglan var kölluð til í íbúð á Hringbraut 121 í Reykjavík um hálftvö og tók Þórarinn þar á móti lögreglumönnum. Þórarinn tjáði lögreglumönnum að hann hefði komið að Borgþóri liggjandi í blóði sínu í rúmi í íbúð sinni. Þegar lögreglumenn komu inn í íbúðina var loftið mettað af ljós- um reyk og lá Borgþór þar í rúmi með kodda yfir höfði sér. Þegar koddanum var lyft komu í ljós miklir höfuðáverkar. Var Borgþór fluttur í skyndingu á sjúkrahús og þrátt fyrir að allt hafi verið gert til að bjarga lífi hans lést Borgþór seint um kvöldið. Ósætti náðist á eftirlitsmyndir Þórarinn neitaði að hafa orðið Borgþóri að bana. Hefðu þeir set- ið að drykkju kvöldið áður og um morguninn í mesta bróðerni. Alls ekkert ósætti hefði verið milli þeirra. Myndir úr eftirlitsmynda- vélum í verslun Nóatúns þar sem Borgþór og Þórarinn komu laust fyrir hádegi og einnig myndir úr eftirlitsmyndavél í húsinu á Hringbraut 121 bentu hins vegar eindregið til að eitthvert ósætti hefði verið milli þeirra. Þórarinn bar fyrir dómi að hinn látni hefði sofnað um tólf- leytið og hann þá haldið í íbúð sína. Eftir tæpa klukkustund kom Þórarinn aftur í íbúð Borgþórs og hafi hann þá komið að Þórarni í blóði sínu. Hann hafi þá kallað lögreglu til. Barinn ítrekað í höfuðið Í íbúð Borgþórs fannst slökkvi- tæki sem sannað þótti að notað hefði verið til að greiða honum að minnsta kosti þrjú högg í höf- uðið. Hvert og eitt þeirra hefði getað ráðið honum bana að mati réttarmeinafræðings. Við rann- sókn fundust á höndum Þórarins leifar af slökkvidufti og áverkar sem tengdu hann við málið. Þór- arinn nefndi hins vegar annan íbúa hússins sem mögulegan gjörningsmann en ekkert benti hins vegar til að neitt tengdi við- komandi við málið. Við tæknirannsókn komu í ljós blóðslettur á fatnaði Þórarins. Jafnframt var Þórarinn í annar- legu ástandi og verulega ölvaður og þótti framburður hans alls ekki trúlegur. Að mati héraðs- dóms var Þórarinn sá eini sem til greina kom sem banamaður Borgþórs og var hann því dæmd- ur. Lést eftir barsmíðar með slökkvitæki  Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi Þórarin Gíslason í 16 ára fangelsi fyrir manndráp  Barði hinn látna ítrekað í höfuðið með slökkvitæki  Hvert högg gat leitt til dauða ➤ Þórarinn hefur setið í gæslu-varðhaldi óslitið frá 8. októ- ber síðastliðnum. ➤ Hann var dæmdur í sextánára fangelsi og jafnframt gert að greiða ættingjum hins látna rúma hálfa milljón króna. DÓMURINN Vettvangur Rannsókn- ardeild lögreglunnar að störfum á vettvangi 7. október 2007. 24stundir/Júlíus

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.