24 stundir - 23.05.2008, Blaðsíða 36

24 stundir - 23.05.2008, Blaðsíða 36
36 FÖSTUDAGUR 23. MAÍ 2008 24stundir Þeir sem lagt hafa leið sína í bíó og séð sumarsmellinn Iron Man, hafa varla komist hjá því að sjá að minnsta kosti einn Audi-bíl í myndinni. Í það heila eru þeir reyndar fjórir og er ljóst að Audi hefur borgað mikla peninga fyrir plássið í myndinni. Of góðir fyrir Hollywood En eins og framleiðendur Iron Man komust að þá er erfitt að leik- stýra bílum. Í einu atriði, þar sem Q7-fjölskyldujeppinn á að skransa eftir nauðhemlun, þurfti að notast við tölvutæknibrellur, því sama hvað verkfræðingar kvikmynda- versins reyndu, slétt og léleg dekk eða ísilagt malbik, þá fékkst bíllinn einfaldlega ekki til að skransa, sem ætti að vera ansi góð viðurkenning á skriðvörn Audi. „Þetta var ótrú- legt. Við reyndum allt til þess að fá hann til að skransa, en ekkert gekk. Á endanum þurftum við að fiffa þetta til í tölvuvinnslunni, sem kostar alltaf mikla vinnu og auðvit- að mikla peninga,“ sagði leikstjóri myndarinnar, Jon Favreau. Í öðru atriði átti hinn glænýi og rennilegi sportbíll R8 að velta nokkra hringi eftir harðan árekst- ur. Það gekk þó ekki eftir. „Við höfðum tvo nýja R8-bíla til taks. Venjan er að nota eftirlíkingar, en þar sem bíllinn er það nýr þá voru slíkar eftirlíkingar ófáanlegar. Því fengum við það ljúfsára verkefni að eyðileggja einn slíkan. Við keyrð- um honum upp á ramp á töluverð- um hraða til þess að fá hann til þess að velta. Það gekk hins vegar ekki eftir, því að þyngdarpunkturinn er svo lágur í þessum bílum, enda vél- in staðsett í þeim miðjum. Því þurfti aðra tilraun til og annan glæ- nýjan R8. Við reiknuðum dæmið upp á nýtt og keyrðum helmingi hraðar upp á rampinn. En bílfjand- inn vildi bara ekki velta! Okkur leið því ekkert sérstaklega vel yfir að hafa eyðilagt tvo svona bíla og ekki náð tökunni!“ sagði leikstjórinn pirraður, en fullur lotningar yfir smíðinni á bílnum, sem kostar um átta til níu milljónir króna. Þess má geta að leikstjórinn á sjálfur glænýjan Audi R8. Járnmaðurinn Tony Stark hefur góðan smekk Audi-bílar áberandi í Iron Man-bíómyndinni Eftir Trausta Salvar Kristjánsson traustis@24stundir.is Hálfdán Sigurjónsson er bíla- áhugamaður með meiru og á hann í fórum sínum forláta Ford Must- ang frá því herrans ári 1971. Er bíll- inn 375 hestöfl, knúinn uppruna- legu 429 cid Super Cobra Jet Ram Air vélinni, en aðeins 610 eintök voru framleidd af þessum bíl. Fornbílar góð fjárfesting „Ég keypti hann 1987 og lét mála hann 1990. Hann hefur verið að mestu inni í skúr hjá mér undan- farin ár, en ég tók hann út núna um daginn til að leika mér á. Þetta er stórskemmtilegur bíll og gaman að eiga svona fágætan fornbíl. Verð- gildið á honum er frekar hátt, því hann er allur upprunalegur. Ætli minn sé ekki metinn á um 3-5 milljónir, enda án alls aukabúnað- ar, en ég veit til þess að einn slíkur seldist á eBay um daginn fyrir tæp- ar 13 milljónir. Þetta getur því ver- ið ágætis fjárfesting, því að þeir eru alls ekki að detta niður í verði,“ segir Hálfdán, sem hefur átt fleiri en einn Mustang. „Ég keypti minn fyrsta árið 1980 en ég hef átt um fimm til sex fornbíla í gegnum ár- in. Ég átti líka Camaro og Plymoth, en Mustang er alltaf í uppáhaldi,“ segir Hálfdán og viðurkennir að hafa kitlað pinnann. „Já, en það var í kvartmílukeppni, 168 km/h á 400 metra spotta!“ Hóst hóst! Hálfdán brennir gúmmíið í kvartmílunni. Hálfdán Sigurjónsson á gersemi í bílskúrnum Fágætur forláta Ford Mustang ’71 Sumarið er tími fornbíl- anna. Þar þykir Ford Mustang fremstur meðal jafningja, en Hálfdán Sig- urjónsson á einmitt einn slíkan í upprunalegu ástandi, sem aðeins var framleiddur í 610 eintök- um. Lausafjárkreppan kemur ekki aðeins við kaunin á Íslendingum. Bresk- ir bifreiðaeigendur hafa einnig þurft að draga saman seglin. Áætlað er að um þriðjungur notaðra bíla, sem seldir voru í Bretlandi á fyrstu þremur mánuðum þessa árs, hafi verið seldur með áhvílandi lánum. Er þetta nokkur hækkun frá sama tímabili í fyrra. Þá fjölgaði tilfellum þar sem upp komst að átt hafði verið við kílómetramæla á bifreiðum úr fimm af hverjum 100 í sjö. Einnig vekur athygli að færst hefur í vöxt að fólk skipti um númeraplötur á bifreiðum sem það hyggst selja með það fyrir augum að dylja fortíð þeirra. Þetta kemur fram í rann- sóknum HPI, en það eru samtök sem sérhæfa sig í að aðstoða og upp- lýsa almenning um hvers kyns atriði er tengjast bílamálum. „Nú þegar lausafjárkreppan herjar á neytendur hvarvetna um Bretland reynum við að þrýsta á bifreiðakaupendur að vera varir um sig þegar kemur að því að kaupa notaða bíla,“ sagði Daniel Burgess, stjórnandi hjá HPI. Þriðjungur bíla í Bretlandi seldur með áhvílandi lánum LÍFSSTÍLLBÍLAR lifsstill@24stundir.is a Þetta er stórskemmtilegur bíll og gaman að eiga svona fágætan fornbíl. Verðgildið á hon- um er frekar hátt, því hann er allur upprunalegur.

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.