24 stundir - 23.05.2008, Blaðsíða 2

24 stundir - 23.05.2008, Blaðsíða 2
2 FÖSTUDAGUR 23. MAÍ 2008 24stundir ÍS L E N S K A S IA .I S S F G 4 20 40 0 4. 20 08 VÍÐA UM HEIM Algarve 20 Amsterdam 19 Alicante 26 Barcelona 20 Berlín 20 Las Palmas 23 Dublin 11 Frankfurt 19 Glasgow 18 Brussel 18 Hamborg 18 Helsinki 15 Kaupmannahöfn 16 London 21 Madrid 23 Mílanó 19 Montreal 9 Lúxemborg 15 New York 11 Nuuk 0 Orlando 25 Osló 17 Genf 17 París 19 Mallorca 23 Stokkhólmur 14 Þórshöfn 9 Suðaustan 5 -15 m/s og dálítil rigning norð- vestantil síðdegis. Hiti 5 til 15 stig, hlýjast á Norðausturlandi. VEÐRIÐ Í DAG 7 8 8 7 8 Hlýjast á Norðausturlandi Suðlæg átt og bjart veður austantil á landinu, en hætt við þoku á annesjum fyrir norðan. Skýjað og súld með köflum á vestanverðu landinu. Hiti 10 til 16 stig, hlýjast norðaust- anlands. VEÐRIÐ Á MORGUN 8 9 13 7 11 Suðlæg átt Skýrslutökur af börnum í Barna- húsi vegna meintra kynferðisbrota eru orðnar álíka margar það sem af er árinu og á öllu síðasta ári. Fréttastofa RÚV greindi frá. Ólöf Ásta Farestveit, forstöðu- maður Barnahúss, segir að málum hafi fjölgað mikið á undanförnum mánuðum. Hugsanleg skýring sé að nokkur stór kynferðisbrotamál hafi komið upp hér, þar sem mörg börn eru fórnarlömb sama gerand- ans. Það sem af er þessu ári hafa 104 rannsóknarviðtöl farið fram í Barnahúsi. Þar af eru 50 skýrslu- tökur að beiðni dómara. Á síðasta ári komu 189 börn í rannsóknar- viðtöl í Barnahús. Í 133 tilfellum var um að ræða könnunarviðtal að beiðni barnaverndarnefndar og 56 viðtöl fóru fram að beiðni dómara. Barnaverndarnefndir bera ábyrgð á vinnslu slíkra mála og geta óskað eftir þjónustu Barnahúss. Sæti mál lögreglurannsókn fer staðsetning skýrslutöku eftir ákvörðun dómara en barnaverndarnefndir geta óskað eftir annarri þjónustu Barnahúss t.d. læknisrannsókn á börnum eða könnunarviðtölum. Barnaverndarnefndir geta einnig leitað til Barnahúss vegna gruns um annars konar ofbeldi gegn börnum. Skýrslutökum af börnum í Barnahúsi snarfjölgar Kynferðisbrotamálin stærri og fórnarlömbin fleiri „Við héldum alltaf að þetta yrði einhver bráðabirgðalausn. Við viss- um ekki um þessi áform og ég held að það sé óhætt að segja að það séu allir íbúarnir í húsinu ósáttir við þetta,“ segir Ása Ásgrímsdóttir, íbúi í fjölbýlishúsinu við Lund 1 í Fossvogsdal, um lagningu Nýbýla- vegar, sem nú er kominn mun nær húsinu en áður. Eins og greint hefur verið frá í 24 stundum hefur Nýbýlavegur verið færður nær fjölbýlishúsinu sem byggt hefur verið við Lund 1. Gylfi Óskar Héðinsson, annar eigandi BYGG, sem reisti húsið, segir fyr- irtækið ekki hafa verið upplýst um hvernig vegurinn yrði lagður. Óljóst er hvað verður gert í málinu en unnið er að lausn þess. mh Íbúar í Lundi 1 upp við Nýbýlaveg Íbúarnir ósáttir við Nýbýlaveginn Undanfarna daga hafa starfsmenn bensínstöðva orðið varir við að á bílum sem ekið er á brott án þess að greitt hafi verið fyrir bensín eru númer sem tilheyra ekki viðkom- andi bílum. Þegar starfsmenn Skeljungs hringdu í eiganda eins bílnúmersins brá honum í brún, samkvæmt heimildum 24 stunda. Hann fór og kannaði ástandið á bíl sínum sem var í geymslu á vöktuðu svæði og komst þá að því að búið var að stela númeraplötunum af bílnum. Brynjar Pétursson, sem sér um tjónamál hjá Olís, segir alltaf eitthvað um það að ökumenn stingi af án þess að greiða fyrir bensín. ,,Það hef- ur nýlega komið tvisvar fyrir að menn hafi verið á bílum með núm- eraplötur sem passa ekki við bílana. Við sáum einnig sama númers- lausa bílinn koma þrisvar sinnum fyrr í vetur og stinga af.“ Ómar Jóhannsson, rekstrarstjóri þjónustustöðva hjá N1, segir menn koma með stolnar númeraplötur til að stela eldsneyti en þó ekki í miklum mæli. ibs Stela númerum og bensíni Sprengjusérfræðingar Landhelg- isgæslunnar vinna að því að rannsaka sprengjuna sem fannst í húsgrunni í Furugrund í Kópa- vogi í fyrradag. Líklegt þykir að sprengjan sé bandarísk og frá tímum seinni heimsstyrjaldar. Unnið að rann- sókn á sprengju Rannsóknastofnun um lyfjamál hvetur landsmenn til að skila inn lyfjum sem þeir eru hættir að nota þannig að hægt verði að leggja mat á hvað það kostar þjóðarbúið þegar lyf eru ekki notuð. „Átakið hefst á mánudag- inn og við höfum fengið öll apó- tek til liðs við okkur,“ segir Árni Gunnar Ásgeirsson verkefn- isstjóri hjá stofnuninni. Hann segir að almenningur verði jafn- framt beðinn um að greina frá aldri eigenda lyfjanna og ástæð- um þess að lyfin hafi dagað uppi í baðherbergishillum og skápum. ibs Ónotuðum lyfjum verði skilað Eftir Hlyn Orra Stefánsson hlynur@24stundir.is Jakob Frímann Magnússon, nýráð- inn verkefnastjóri miðborgar Reykjavíkur, skuldar rúmar 4,5 milljónir króna í skatt. Hefur af þeim sökum verið krafist fjárnáms í húsi hans að Bjarkargötu, sem var í gær auglýst á nauðungaruppboði að beiðni Tollstjóraembættisins. Gleymdist í atganginum „Þetta var slys,“ segir Jakob Frí- mann. „Ég hélt að síðasti mögu- leiki til að greiða skuldina væri í dag [í gær], en þá var það dagurinn sem auglýsingin um uppboð birt- ist. Ég viðurkenni að hvirfilvindur undanfarinna vikna hefur tekið tíma minn og athygli frá þessu,“ segir Jakob sem greiddi 800 þús- und inn á skuldina í gær. Um er að ræða tvær skuldir, aðra upp á 2.953.407 krónur og hina upp á 1.594.927 krónur. Útgáfu- dagur veðbanda vegna þeirra er 12. desember á síðasta ári. Jakob segir þetta vera vegna skatts af tekjum hans frá því í fyrra. „Ég var með miklar tekjur á þeim tíma eins og fjallað hefur verið um. Ég borga mánaðarlega skatta af mínum föstu tekjum, en svo eru uppsöfnuð óregluleg laun svo sem laun vegna auglýsinga og hljóm- sveitaútgerðar sem ég greiði skatt af einu sinni á ári.“ Jakob bendir á að margir séu í þeim aðstæðum að vera með óregluleg laun og semji því við skattayfirvöld um að greiða gjöld sín til þeirra í þrepum. Greiðir á næstu tveimur árum Jakob segist hafa náð samkomu- lagi við skattayfirvöld um að greiða skuldina á næstu tveimur árum. „Ég borga 20% af skuldinni á þriggja mánaða fresti. Ég ræð alveg fullkomlega við það. Ef ég hins veg- ar get greitt hana fyrr geri ég það.“ Hann segir óheppilegt að málið hafi endað með fjárnámi. „Ég var staddur í útlöndum þegar þetta kom upp og áttaði mig ekki á því hvað ég hefði lítinn tíma til að bregðast við. Það er ofboðslega lít- ið umburðarlyndi hjá tollinum og lítill tími gefinn.“ Miðborgarstjóri skuldar skatt  Jakob Frímann Magnússon skuldar 4,5 milljónir krónur í skatt  Fjárnáms krafist í heimili hans og það auglýst á uppboði Upptekinn „Hvirfilvindur undanfarinna vikna hefur tekið tíma minn og athygli frá þessu.“ ➤ Jakob Frímann Mangússon ernýráðinn verkefnastjóri mið- borgar Reykjavíkur. ➤ Hann er jafnframt starfanditónlistarmaður og situr með- al annars stjórn Samtóns og Stefs. ➤ Þá hefur hann tekið þátt íprófkjörum fyrir Samfylkingu og Íslandshreyfinguna. FJÖLHÆFUR Ingibjörg Sólrún Gísladóttir þingaði í gær með Urmas Paet, utanrík- isráðherra Eist- lands, en hún er þar í opinberri heimsókn. Þau ræddu ýmis sam- eiginleg mál, meðal annars sam- starf innan NATO og um svæð- isbundna samvinnu og samstarf milli landa á grundvelli EES- samningsins. Ingibjörg Sólrún flutti opn- unarræðu sem fulltrúi Norður- landanna á ráðstefnu í Tallinn sem helguð var auknum við- skiptatækifærum á Balkanskaga. Ingibjörg Sólrún í Eistlandi Ræddi um NATO Leiðrétt Ritstjórn 24 stunda vill leiðrétta hvaðeina, sem kann að vera missagt í blaðinu. Leiðréttingar birtast að jafnaði á síðu 2.

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.