24 stundir - 23.05.2008, Blaðsíða 20

24 stundir - 23.05.2008, Blaðsíða 20
20 FÖSTUDAGUR 23. MAÍ 2008 24stundir Eftir Kristjönu Guðbrandsdóttur dista@24stundir.is „Við ætlum að vera með forsýn- ingu í Hallargarðinum hinn 5. júní, klukkan tvö. Síðan frum- sýnum við að góðri venju á Árbæj- arsafninu daginn eftir,“ segir Helga frá og segir lítillega frá sýningum í sumar. „Sýninguna köllum við Hó- kus Pókus og þá er einmitt hann Dúskur með galdra og þykist voða- lega klár en það gengur svona upp og niður hjá greyinu.“ Laddi og Pálmi í vorverkin sín Ýmsir brúðustjórnendur hafa starfað með henni Helgu í gegnum árin. Lengst af Sigríður Hann- esdóttir leikkona, Sigrún Erla Sig- urðardóttir dagskrárgerðarkona, Vigdís Másdóttir leiklistarnemi o.fl. „Nú er ég með Sigríði Eiri Zophoníasdóttur með mér,“ segir Helga. „Hún er afskaplega flink og skemmtileg. Búin að nema lát- bragðslistir í skóla í Danmörku. Svo verða auðvitað Laddi og Pálmi Gestsson með mér eins og alltaf. Það geta engir aðrir leikið Dúsk og Bláref og úlfinn. Þeir segjast ganga í þetta eins og vorverkin og hafa gaman af. Þetta eru fastir liðir í líf- inu.“ Helga Steffensen leikur Lilla sjálf og segir hann auðvitað vera ómiss- andi. „Lilli er alltaf með, krakk- arnir spyrja alltaf eftir honum. Hann er orðinn 25 ára apaskottið en auðvitað er hann alltaf bara fimm ára. Já, það vildu sennilega fleiri halda sér eins vel og Lilli!“ Sýningar Brúðubílsins hafa stað- ið síðan 1980 og því starfar leik- húsið nú sitt 28. ár. Helga segir for- eldrana sem fylgja börnum sínum á sýningar þekkja Brúðubílinn. „Nú er ég komin með aðra kyn- slóð. Foreldrar barnanna sem koma á leiksýningar eru að endur- upplifa bernskuminningar sínar og hafa gaman af. Þeim finnst góð til- finning að kynna börn sín fyrir einhverju sem þau upplifðu sjálf sem lítil börn. Ég ætla að halda áfram eins lengi og ég mögulega get og ná þriðju kynslóðinni.“ Verður að vera spenna líka! Undirbúningurinn fyrir sum- arið hefst upp úr áramótum, að sögn Helgu. „Þá byrja ég að skrifa leikrit og búa til leikarana. Ég sé alfarið um brúðugerðina og bý til brúður úr öllu mögulegu, á því eru engin tak- mörk,“ segir Helga og hlær að. „Ég vil að börnum líði vel og skemmti sér með Brúðubílnum. Ég blanda saman skemmtun, fræðslu og spennu. Það verður að vera smáspenna,“ leggur Helga áherslu á og á auðvitað við ýmsa grallara sem koma við sögu í Brúðuleik- húsinu. Framfarir í leikhúsinu „Mér finnst miklar framfarir í leikhúsinu á framboði á afþreyingu fyrir börn. Mikið af þróttmiklum sýningum fyrir börn og gróska í öllu. Það má tempra aðeins sjón- varpsglápið og sérstaklega hjá þess- um pínulitlu. Börnin læra að fara í leikhús í brúðubílnum. Þau raða sér upp, eru svo prúð og finnst svo gaman og það finnst okkur líka sem stöndum að þessu,“ bætir Helga við að lokum og er með þeim orðum rokin á æfingu á sumarsýningunni. 24stundir/Ásdís Helga Steffensen hefur séð um Brúðubílinn í 28 ár Sumarið kemur með Brúðubílnum Óbrigðult merki þess að sumarið sé gengið í garð er þegar brúðubíllinn hefur starfsemi sína. Helga Steffensen hefur séð um Brúðubílinn frá 1980. Brúðubíllinn sýnir á gæsluvöllum og öðrum útivistarsvæðum í Reykjavík í júní og júlí á sumri hverju og ferðast um landsbyggðina í ágúst og september. 28 ár af fjöri Helga og Lilli api eru óborganlegt teymi sem for- eldrar og börn hafa gaman af. KYNNING „Konurnar sem koma til okkar eru ánægðar með þjónustuna,“ segir Stella Leifsdóttir hjá versluninni Belladonna í Skeifunni. „Við bjóð- um upp á afar fjölbreytt úrval af fatnaði í stærðum 48-60. Við leggj- um ríka áherslu á persónulega þjónustu og ráðgjöf og við- skiptavinir okkar eru ánægðir með að við erum með mikið úrval en pöntum lítið magn í hverri gerð. Belladonna er ítalska og þýðir fal- leg kona. Og því trúum við. Allar konur eru fallegar að einhverju leyti og við vinnum með það í huga að ekki erum við allar steypt- ar í sama mót,“ segir Stella. Allt fyrir sumarið Stella segir sumarið komið í Belladonna. „Við erum með allt sem þarf til sumarsins; pils og blússur, sundföt og kjóla. Ég er hrifnust af léttum efnum eins og höri á sumrin,“ bætir Stella við. Hörið er gætt þeim eiginleika að manni hitnar ekki um of eða svitn- ar í klæðnaðinum í miklum hita, þá er líka þægilegt hvernig liggur í efninu og maður þarf ekki að hafa of miklar áhyggjur af krumpum og þvíumlíku enda á efnið að vera svolítið krumpað. Annars er fjöl- breytnin í fyrirrúmi hér og því er bara um að gera að líta til okkar og sjá hvað er í boði fyrir sumarið.“ Við erum til húsa í Skeifunni 11 í Reykjavík, í sömu lengju og Griff- ill og Örninn og í næsta húsi við Kentucky Fried Chicken-veitinga- staðinn. Staðsetningin er góð, það er þægilegt að heimsækja okkur.“ Sumarið komið í Belladonna Fallegar konur í sumar ÁRMÚLA 11 | Sími 568-1500 | Lónsbakka | Sími 461-1070 | www.thor.is Rafstöðvar Bensín- og díselrafstöðvar í stærðum 2,5 kW -4,2 kW. HAGSTÆTT VERÐ Smiðjuvegi 36, 200 Kóp.i j i , .         LÍFRÆNIR SAFAR Fæst í heilsubúðum og helstu matvöruverslunum landsins Sumarnámskeið fyrir börn 6-12 ára Skemmtileg teikni- og keramikmálunar námskeið Vikunámskeið frá kl. 9-12 eða kl. 13-16. Skráning: 552 2882 / 822 6433 keramik@keramik.is Sjá nánar: www.keramik.is www.xena.is SÉRVERSLUN GLÆSIBÆ S: 553 7060

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.