24 stundir - 23.05.2008, Blaðsíða 22
22 FÖSTUDAGUR 23. MAÍ 2008 24stundir
Eftir Maríu Ólafsdóttur
maria@24stundir.is
Carrie, Samantha, Miranda og Charlotte snúa
brátt aftur í kvikmynd sem er framhald á Sex and
the City þáttunum og aðdáendur vafalaust orðnir
spenntir. Hér gefur að líta föt og fylgihluti fyrir
sumarið í dæmigerðum Carrie stíl.
Sannkölluð tískudrottning
Hún Carrie Bradshaw.
Vertu með Sex and the City dressið á hreinu í sumar
Smart eins og Carrie
Beyglur að hætti
New York skvísa
Múffur með
glassúr
Enginn nema
Cosmopolitan
Opnunartími - Mán–fös 11-18 - Lau 11-14
Hamraborg 7 Kópavogi
Sími 544 4088
www.ynja.is
Útsölustaðir: Snyrtivöruverslunin Nana Hólagarði, Heimahornið Stykkishólmi,
Esar Húsavík, Efnalaugin Vopnafirði, Pex Reyðarfirði, Smart Vestmannaeyjum
Verð kr. 4.990.-
Glæsilegur
sport haldari
sem veitir
góðan
stuðning
Skvísurnar í Sex and the City hitt-
ast ósjaldan í dögurði eða hádeg-
isverði. Á þeim tíma dags gerist
það varla miklu New York-legra en
að fá sér góða beyglu með girni-
legu áleggi. Ýmiss konar álegg má
nota og um að gera að leyfa hug-
myndafluginu að njóta sín. Góður
brie-ostur og jarðarberja- eða
hindberjasulta eru klassísk sam-
setning en parmaskinka, rúkóla og
brie passa líka mjög vel saman.
Carrie og vinkonur áttu það til að
koma við í Magnolia-bakaríinu í
New York til að fá sér eina góða
múffu með glassúr ofan á. Múffur
er ekki erfitt að baka sjálfur og of-
an á þær má setja allt frá Smarties
til sykurskrauts. Til að búa til mjög
fljótlegt glassúr setur maður saman
flórsykur og vatn og hrærir saman
þannig að úr verði miðlungsþykk
hræra, síðan má setja kókosmjöl út
í til að lífga upp á glassúrið.
Einkennisdrykkur Sex and the City
er enginn annar en Cosmopolitan.
Blandaður með vodka, Cointreau,
trönuberjasafa og lime þannig að
hann sé frekar sterkur en ekki um
of og borinn fram í fallegu glasi.
Gerist ekki betra til að lifa sig inn í
stemninguna áður en farið er í bíó
eða til að byrja kvöldið í fallegu
sumarveðri með góðum fordrykk.
Berið fram á látlausan hátt með
lime á kantinum ef vill.