24 stundir - 23.05.2008, Blaðsíða 48

24 stundir - 23.05.2008, Blaðsíða 48
24stundir ? Sigríður Björnsdóttir og ÞorsteinnÓlafsson gengu í heilagt hjónaband íHvalseyjarkirkju á Grænlandi í sept-ember 1408. Brúðkaupið var síðastiskráði viðburðurinn í sögu norrænnamanna á Grænlandi, sögu sem hófstfjórum öldum fyrr á því að óstýriláturribbaldi stefndi bátaflota úr Breiðafirði á vit ævintýra. Hvernig dó samfélagið á Grænlandi sem Eiríkur rauði setti á laggirnar? Ísöld, segja sumir, aðrir veðja á plágu eða hungursneyð. Féll fólkið í átökum við inúíta, var því rænt af portúgölskum sjó- ræningjum, eða tók það einfaldlega sam- an pjönkur sínar og flutti burt? Þetta er ein af ráðgátum sögunnar. Kirkjan í Hvalsey stendur ennþá, 600 ár- um síðar, svo listilega var hún hlaðin. Og Sigríður og Þorsteinn hurfu ekki af spjöldum sögunnar, þau voru bæði frá Íslandi og skiluðu sér heim, svo nú geta flestir Íslendingar rakið ættir sínar til þeirra. Grænland býr yfir mörgum heillandi ráðgátum. Grænlenska þjóðin er sex sinnum fámennari en sú íslenska, en hefur 20 sinnum stærra land til um- ráða. Við gleymum því stundum að Grænlendingar eru næstu nágrannar okkar, en sú staðreynd er þeim jafnan ofarlega í huga enda líta þeir á Íslendinga sem bestu vini sína. Það eru forréttindi að eiga nágranna sem bjóða upp á ægi- fagra náttúru, spennandi sögu og marg- brotna menningu. Ferð til Grænlands auðgar andann: Við getum staðið í spor- um brúðhjónanna í Hvalsey og glímt við gátuna um samfélagið sem hvarf. Sagan sem endaði í brúðkaupi YFIR STRIKIÐ Hefurðu komið til Grænlands? Hrafn Jökulsson skrifar um ráðgátu og góða vini 24 LÍFIÐ Gagnrýnandi blaðsins varð fyrir sárum vonbrigðum með fjórðu myndina um Indiana Jones. Tvær stjörnur. Harrison Ford klikkar sem Indy »42 Hinn tilraunaglaði Ben Frost nýtir Eurovision-pásuna vel og býður upp á sargandi glaðn- ing á barnum í kvöld. Gítarsúpa á Kaffi- barnum í kvöld »46 Liðsmenn Sigur Rósar neita við- tölum og bjóða blaðamönnum frekar að mæta á æf- ingu. Sigur Rós nennir ekki að fara í viðtöl »46 ● Geðveikt „Þetta var alveg rosalegt hjá þeim og við erum í skýj- unum. Þau voru fullkomin,“ sagði Júlíus Júlíusson á Dalvík eftir flutn- ing íslenska lags- ins í Eurovision-keppninni í gær- kvöldi og var þegar farinn að undirbúa hátíðarhöld laugardags- ins. Um 240 manns voru sam- ankomnir í félagsheimilinu til að horfa á Friðrik Ómar og Regínu og stemningin var frábær. Bæjarbúar fóru í skrúðgöngu frá ráðhúsinu að félagsheimilinu með blöðrur og fána. ● Koddu í sleik, ekki stríðsleik! „Sagan sýnir að tónlist og pólitík fara ansi vel sam- an,“ segir Auður Lilja Erlings- dóttir, formaður ungra Vinstri grænna, er standa fyrir tónleikum í kvöld gegn hernaði á Organ. „Þess- ir hlutir hafa alltaf verið nátengdir, sérstaklega þegar kemur að hern- aði. Þetta er okkar leið til þess að sýna að yngri kynslóðir í dag eru enn á móti stríði.“ Fram koma Æla, <3 Svanhvít, Múgsefjun og Hraun. Blazroca var auglýstur en aflýsti vegna lungna- bólgu. Fjörið hefst um kl. 21.00. ● Hef trú á Fram- sóknarflokknum „Enginn á að fara í pólitík til að leita eftir völdum. Ég vil hafa áhrif og hef trú á gildum og hugsjónum okkar framsókn- armanna og því býð ég mig fram til formanns,“ segir Bryndís Gunn- laugsdóttir sem býður sig fram til formanns Sambands ungra framsóknarmanna. „Það hafa verið erfiðir tímar hjá flokknum og ég ætla mér að vinna að uppgangi hans. Framsókn- arflokkurinn líður ekki undir lok.“ Ritstjórn Sími: 510 3700 ritstjorn@24stundir.is Auglýsingar Sími: 510 3700 auglysingar@24stundir.is Hvað ætlar þú að gera í dag? - kemur þér við

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.