24 stundir - 07.06.2008, Blaðsíða 23

24 stundir - 07.06.2008, Blaðsíða 23
24stundir LAUGARDAGUR 7. JÚNÍ 2008 23 Iðnhönnun Bólstrun Tækniteiknun Rafeindavirkjun Rennismíði Vélvirkjun Málmsmíði Glerslípun Stálsmíði Mótasmíði Iðnnám ... nema hvað? Iðnnám veitir þér aðgang að skemmtilegu, skapandi og vel launuðu starfi og gefur þér kost á háskólanámi. Iðnnám skapar þér óteljandi möguleika. Kíktu á framboðið á www.idan.is/nam-og-storf – þar eru yfir 60 námsgreinar í boði. Mótasmíði Málmsteypa H V ÍT A H Ú S IÐ /S ÍA – 0 8 -0 9 9 9 Mesta hlutfallslega aukning á atvinnuleysi á milli mánaða í meira en tvo ára tugi varð í Bandaríkjunum í maí. Atvinnuleysi þar í landi fór úr 5,0% í apríl í 5,5% í maí, sem er mesta hlutfallslega aukning milli mánaða síðan 1986. Alls fækkaði störfum þar í landi um 49 þúsund á milli mánaða og eru nú alls 8,5 milljónir Bandaríkjamanna án atvinnu. Ekki hefur mælst meira at- vinnuleysi í Bandaríkjunum frá því um haustið árið 2004 og ganga þessar tölur nokkuð gegn þeim spám sem birtar höfðu verið. Meðaltal þeirra var að það yrði 5,1%. ejg Helstu hlutabréfavísitölur á Wall Street tóku nokkra dýfu í gær. Dow Jones fór niður um 285,7 stig sem er 2,3% lækkun, Nas- daq lækkaði um 45,93 stig eða 1,6% og Standard & Poor’s 500-vísitalan um 26,02 stig eða 1,9%. Þessi mikla lækkun er rakin til hækkunar á olíuverði, en tunnan hækkaði um tæpa sjö dali tunnan og kostar nú í 134,41 dal. Sérfræðingar spáðu því gær að verðið yrði komið upp í 150 dali á tunnu fyrir 4. júlí. ejg Rúm 105 þúsund tonn af hrá- efni til fiskvinnslu voru flutt inn í fyrra, sem er 16% minna en árið áður, samkvæmt Hag- tíðindum Hagstofunnar. Var samdráttur í innflutningi á ýsu, steinbít, loðnuhrognum og norsk-íslenskri síld en meira flutt inn af þorski, loðnu, kolmunna og rækju. Verðmæti þessa innflutnings nam 5,7 milljörðum króna, sem er um 500 milljónum meira en 2006. Af þeim afla sem tekinn var til vinnslu hér- lendis nam verðmæti innflutts hráefnis um 11%. þkþ Bandaríkin Mikil aukning á atvinnuleysi Bandaríkin Mikil dýfa á hlutabréfum Hagstofa Íslands Samdráttur í fiskinnflutningi Tengslanet íslenskra kvenna í atvinnurekstri, sem sett hefur verið upp á netinu, gæti orðið fyrirmynd alþjóðlegs tengslanets kvenna í at- vinnurekstri. Þetta er meðal þess sem rætt var á stjórnarfundi alþjóðasamtaka kvenna í atvinnu- rekstri (FCEM) sem fram fór hér á landi í gær. Aðalheiður Karlsdóttir er alþjóðafulltrúi Fé- lags kvenna í atvinnurekstri (FKA) og vara- fulltrúi Evrópumála innan heimssamtakanna. Hún segir ánægjulegt ef verkefni unnið af fé- lagskonu í FKA verði nýtt til þess að þjóna kon- um í atvinnurekstri um allan heim. „Það er mjög áhugavert fyrir okkur því þá erum við orðnar leiðandi á þessu sviði,“ segir hún og bæt- ir við að íslenskar konur standi að mörgu leyti betur að vígi en kynsystur þeirra erlendis, sér- staklega hvað varðar tölvunotkun. „Við stöndum hins vegar ekki jafn vel og þær hvað varðar að sækja fram og koma okkur á framfæri, það vantar þann kúltúr í okkur. Svo staðan fer mikið eftir því hvaða svið eru skoð- uð,“ segir Aðalheiður. „Okkur vantar víðari sýn til að nýta okkur tækifæri á alþjóðamarkaði þess að vaxa og stækka í atvinnurekstri við erum svo- lítið einangraðar ennþá.“ Aðalheiður segir gagnlegt að fræðast um at- vinnurekstur kvenna annars staðar í heiminum en tæplega 20 konur sækja fundinn frá öllum heiminum auk þess sem Françoise Foning, for- seti alheimssamtakanna, er stödd hérlendis. Forseti Íslands tók á móti ráðstefnugestum á Bessastöðum á fimmtudag, en Hanna Birna Kristjánsdóttir tók á móti þeim í Ráðhúsi Reykjavíkur, auk þess sem Ingibjörg Sólrún Gísladóttir ávarpaði fundinn í gær. fifa@24stundir.is Alþjóðasamtök kvenna í atvinnurekstri funda hérlendis Alþjóðlegt tengslanet kvenna í bígerð Aðalheiður Karlsdóttir Aðalheiður er alþjóðafulltrúi Félags kvenna í atvinnurekstri. Félagið fundaði hér.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.