24 stundir - 07.06.2008, Page 28
28 LAUGARDAGUR 7. JÚNÍ 2008 24stundir
anna DERO (Darfur Emergency
Rescue Operation) og er stjórn-
stöðin staðsett í Nyala í S-Súdan.
Sérstök upplifun
Þetta er ekki í fyrsta skiptið
sem Elín kemur til Afríku þar
sem hún hefur áður starfað í Mó-
sambík fyrir Þróunarsamvinnu-
stofnun Íslands og einnig ferðast
víða um álfuna. Hún þekkir því
vel til afrískra aðstæðna. En
hvernig kom ástand Súdan og þá
sérstaklega Darfúr Elínu fyrir
sjónir? „Það er sérstök upplifun
að koma til lands í stríði,“ segir
Elín. „Ég var þarna á ferð ásamt
Jónasi Þórissyni, framkvæmda-
stjóra Hjálparstarfs kirkjunnar, og
flugum við fyrst til Kartúm, höf-
uðborgar Súdan. Í sjálfu sér er
borgin ekki ólík svo mörgum
öðrum stórborgum í Afríku.
Hinsvegar er öll stjórnsýsla mjög
þunglamaleg og við þurftum leyfi
fyrir nánast öllu sem er ákveðinn
mælikvarði á ástandið. Sem dæmi
þurftum við leyfi til að ferðast og
til að taka myndir. Við vorum víst
nokkuð heppin með það hversu
greiðlega gekk hjá okkur að fá
leyfin sem að annarra sögn er
ekki alltaf raunin.“
Einn dagur fór í leyfisumsóknir
í Kartúm og því næst var ferðinni
heitið til Nyala í Darfúr-héraði.
Þar eru fá hótel og ástand örygg-
ismála ótryggt svo að íslensku
gestirnir gistu á heimilum starfs-
manna verkefnisins. „Nyala var
okkar áfangastaður og þar gistum
við í þrjár nætur. Við héldum þar
fundi með starfsmönnum verk-
efnisins og fulltrúum stjórnvalda.
Þaðan ókum við einnig að flótta-
mannabúðunum sem voru í um
140 km fjarlægð norðan við borg-
ina.“
Öryggismálum ábótavant
Íslendingarnir náðu einungis
að heimsækja eitt þorp sökum
tímaskorts og hversu stórt svæðið
er, en Darfúr-hérað er um fimm
sinnum stærra en Ísland. „Við
byrjuðum á því að hitta andlega
og veraldlega leiðtoga þorpsins,“
heldur Elín áfram. „Þeir töldu
helst að þjónustu við skóla- og
heilsugæslu væri ábótavant en
einnig var þeim umhugað um ör-
yggismálin, sérstaklega öryggi
kvenna og barna. Annars var erf-
itt að átta sig fullkomlega á að-
stæðum í þessari stuttu heimsókn.
Eftir Halldóru Traustadóttur
frettir@24stundir.is
„Íslensk stjórnvöld hafa lagt
umtalsverða fjármuni í þetta verk-
efni sem felst í rekstri flótta-
mannabúða fyrir um 250 þúsund
manns,“ útskýrir Elín. Um er að
ræða nokkur þorp eða flótta-
mannabúðir sem líkjast að mörgu
leyti öðrum afrískum þorpum,
þ.e. þetta eru ekki tjaldbúðir
heldur leir- og strákofar. Þarna
hefur fólk jafnvel búið í áraraðir
og í þorpunum eru reknir skólar
og heilsugæslustöðvar. Utanríkis-
ráðuneytið hóf fjárstuðning við
verkefnið árið 2003 en ýmsar
hjálparstofnanir koma að verkefn-
inu eins og Hjálparstarf kirkj-
unnar og Hjálparstarf norsku
kirkjunnar, sem stýrir verkefninu.
Daglegur rekstur verkefnisins er
síðan í höndum regnhlífarsamtak-
Ég átti satt að segja von á verra
ástandi þó ég vilji ekki gera lítið
úr þeim erfiðleikum sem fólk
þarna gengur í gegnum. En okkur
var að sjálfsögðu sýnt það upp-
byggingarstarf sem farið hefur
fram í búðunum á undanförnum
árum og því höfum við eflaust
ekki fengið að sjá verstu aðstæð-
urnar.“
Skortur á hefðbundnum fyr-
irmyndum
Elín hefur fylgst með gangi
mála í Darfúr í gegnum sjónvarp
og annan fréttaflutning. „Sem
betur fer hefur dregið úr átökum
frá því árið 2004 þegar þau náðu
ákveðnu hámarki,“ segir hún.
„Það sem hinsvegar hefur gerst
síðan þá er að hópar uppreisnar-
manna hafa nú tvístrast og erfitt
er fyrir alla sem til þekkja að
kortleggja hverjir starfa með
hverjum. Hjálparstarfsmenn jafnt
sem heimamenn hafa einnig
miklar áhyggjur af ungu kynslóð-
inni, sérstaklega drengjunum, sem
nú eru að vaxa úr grasi. Dreng-
irnir hafi almennt lítið fyrir stafni
sökum ástandsins í landinu og
skortir hefðbundnar fyrirmyndir,
t.d. um hlutverk karla og kvenna
og samskipti þeirra á milli. Hætta
er á að slík ungmenni dragi sig að
uppreisnarhópunum og leggja
hjálparsamtök sérstaka áherslu á
að þeir hafi eitthvað uppbyggilegt
fyrir stafni og taki þátt í daglegu
lífi.“
Vantar pólitískan vilja
Spurð um stöðu deiluaðila í
Súdan segir hún að það hafi verið
mál manna á staðnum að póli-
tískan vilja skorti til að binda
enda á deilurnar, bæði hjá stjórn-
völdum í Kartúm sem og hjá al-
þjóðasamfélaginu.
List eykur skilning
Elín nefnir í lokin skemmtilega
og jákvæða upplifun sem hún
varð fyrir í Súdan. „Við heimsótt-
um súdanskan listamann, Rashid
Diab að nafni. Hann flutti nýlega
aftur til Súdan eftir 25 ára búsetu
í Evrópu. Hann stýrir listasmiðju
í höfuðborginni þar sem hann
heldur námskeið fyrir unga lista-
menn og kennara með það að
markmiði að „skapa frið með list-
sköpun“, eins og hann orðaði það
sjálfur. Listsköpun í Súdan hefur
ekki þróast sem skyldi vegna átak-
anna og er það hans trú að þegar
ólíkir menningarheimar mætast í
listinni sé hægt að auka skilning
og umburðarlyndi milli þjóð-
flokka og trúarbragða. Þetta var
akkúrat það sem ég upplifði í
heimsókninni á vinnustofu hans
– að listin hefur engin landa-
mæri,“ segir Elín.
Dögun í Darfúr
Utanríkisráðuneytið styrkir uppbyggingu í Darfúr 250 þúsund manns hafast þar við í flóttamannabúðum
Ömurlegar að-
stæður Flóttafólkið
býr ekki í tjaldbúð-
um heldurr íleir- og
strákofum
➤ Súdan er í NA-Afríku. Flat-armál landsins er 2.505.813
ferkm. (um 25 sinnum stærra
en Ísland)
➤ Í landinu búa rúmlega 40milljónir manns.
➤ Meðaltekjur á mann: $2.522(sbr. $ 40.277 á Íslandi )
➤ Aðeins tæplega 61% lands-manna eru læs
➤ Árið 2004 flokkaði Colin Po-well, þáverandi utanrík-
isráðherra BNA, átökin í Darf-
úr undir þjóðarmorð.
➤ Um 2,5 milljónir manna hafaþurft að yfirgefa heimili sín
og þorp síðan átökin brutust
út
SÚDAN
Listin er án
landamæra
Rashid Diab og
Elín Rósa Sigurð-
ardóttir
Utanríkisráðuneytið hef-
ur styrkt verkefni í Darf-
úr-héraði í Súdan í nokk-
ur ár og er það hluti af
neyðar- og mannúðar-
aðstoð ráðuneytisins í
samstarfi frjáls félaga-
samtök. Elín Rósa Sigð-
urðardóttir, starfsmaður
ráðuneytisins, var á dög-
unum í Súdan og var til-
gangur ferðarinnar að
skoða verkefnið og
kynna sér ástand héraðs-
ins.
FRÉTTAVIÐTAL
frettir@24stundir.is a
Ég átti satt að segja von á verra ástandi þó ég
vilji ekki gera lítið úr þeim erfiðleikum sem
fólk þarna gengur í gegnum.