24 stundir - 07.06.2008, Blaðsíða 31

24 stundir - 07.06.2008, Blaðsíða 31
24stundir LAUGARDAGUR 7. JÚNÍ 2008 31 Hæstiréttur átti að sjálfsögðu að hafa hugrekki til að sýkna sak- borninga í Baugsmálinu. Um leið og dómararnir sáu að farið hafði verið af stað með óvenjulegu of- forsi og málið var rekið í senn af pólitískum undirmálum og jafnvel persónulegu hatri – um leið og þeir sáu að upphaflegar sakargiftir voru á misskilningi byggðar og ekki fótur fyrir þeim – um leið og þeir sáu að með ógurlegum til- kostnaði og erfiði og umfangs- mestu lögreglurannsókn í sögu lýðveldisins, þá hafði um síðir tek- ist að finna nýjar sakargiftir sem þó voru í meira lagi vafasamar – þá áttu þeir að sjálfsögðu að sýkna. Það sem til dæmis Jón Ásgeir Jóhannesson hefur nú verið dæmdur fyrir er svona svolítið eins og ef lögreglan hefði kært mig fyrir manndráp en þegar kom á daginn að ég hafði engan drepið, þá var leitað og leitað og leitað þangað til það var alla vega hægt að dæma mig fyrir að fara yfir á rauðu. Og væri það réttlátt? Það finnst mér ekki. Og mér finnst ekki gott að dómarar við æðsta dómstól þjóðarinnar skuli ekki hafa haft hugrekki til að henda öllu þessu máli út í hafs- auga. Vissulega getur Jón Ásgeir hrós- að happi. Hann hefur þurft að þola nákvæmustu lögreglurann- sókn sögunnar, sérfræðingar lög- reglunnar hafa legið yfir hverjum einasta pappír úr fórum hans og krafist skýringa á hverri einustu pulsu sem hann keypti sér, og eftir stendur sakfelling fyrir eitt bók- haldsbrot. Nú ber ég vissulega djúpa virð- ingu fyrir bókhaldi og finnst að menn eigi að fara í hvívetna að lögum þegar bókhald er fært, en meira að segja þetta brot hans er málum blandið, og má verja það fram í rauðan dauðann, eins og verjendur Baugs hafa vissulega gert. Enginn þolir slíka rannsókn En ég stórefast um að margir jafn umsvifamiklir kaupsýslu- menn hefðu þolað jafn nákvæma rannsókn jafn vel og Jón Ásgeir hefur greinilega gert. Kolkrabba- fyrirtækin sálugu hefðu ekki þolað slíka rannsókn. Ég hefði ekki þol- að slíka rannsókn án þess að ein- hverjar misfellur kæmu í ljós. Ég efast meira að segja stórlega um að bókhald hæstaréttadómaranna sjálfra hefði þolað grandskoðun í mörg ár án þess að eitthvað kæmi í ljós sem ef til vill hugsanlega kannski mætti túlka sem bók- haldsbrot. Hvað þá lögreglumann- anna sem rannsökuðu málið. Og ekki aðeins hafa Jón Ásgeir og Baugur, og margir starfsmenn þeirra, mátt þola lögreglurann- sókn í mörg ár með öllu því álagi sem því fylgir, heldur líka þurft að eyða í málið ótrúlegum tíma, orku og peningum, sem vissulega hefði verið betur varið öðruvísi. Jón Ásgeir Jóhannesson er vissulega ekki engill. Hann er kaupsýslumaður og þykir víst nokkuð töff sem slíkur, þótt yf- irleitt alltaf fylgi sögunni að hann sé sanngjarn og heiðarlegur í við- skiptum. Og hann átti þessa með- ferð af hálfu íslenska ríkisins ekki skilið. Enginn á slíkt skilið. Þess vegna átti Hæstiréttur hik- laust að sýkna. Og það er ljóður á ráði réttarins að hann skuli ekki hafa gert það, eða vísað málinu frá sem ótæku og byggðu á illgjörn- um forsendum. Þótt sakborningar í Baugsmálinu geti vissulega litið á niðurstöðu Hæstaréttar sem sigur fyrir sig, þá átti Hæstiréttur samt að stíga skrefið til fulls og sýkna. Það var ekki hlutverk Hæstaréttar að reyna að bjarga örlitlum hluta af andliti ákæruvaldsins með þeim dómi sem féll í fyrradag. Hvenær hefst rannsókn á rannsókninni? Rétt er kannski að taka fram að ég starfa nú hjá fyrirtæki sem er í meirihlutaeigu sömu aðila og eiga Baug. Ég vona samt að enginn ætli mér að láta þá staðreynd ráða skoðunum mínum á málinu. Enda hef ég alltaf talað á sama veg um málið og hef þó ekki unnið hjá þessum aðilum nema hluta af þeim óratíma sem liðinn er síðan Baugsmálið upphófst. Nú er aftur á móti spurningin, hvenær á að hefja næstu rannsókn í Baugsmálinu? Rannsókn á rann- sókninni? Ég hlakka til að sjá Björn Bjarnason dómsmálaráð- herra krefjast rannsóknar á því að embætti á hans vegum skuli hafa eytt mörgum árum og hundruð- um milljóna í rannsókn máls sem skilaði eiginlega engu. Því það hlýtur að verða næsta skref Björns í málinu, er það ekki? Ríkisst jórnin með he imild til að ta ka 500 mi lljarða kreppu lán. Þeir áttu að sýkna aIllugi Jökulsson skrifar um Baugsmálið Ég efast meira að segja stórlega um að bók- hald hæsta- réttadóm- aranna sjálfra hefði þolað grand- skoðun í mörg ár án þess að eitthvað kæmi í ljós sem ef til vill hugsanlega kannski mætti túlka sem bókhaldsbrot. Eftir úrskurð í Baugs- málinu „Þótt sakborn- ingar í Baugsmálinu geti vissulega litið á nið- urstöðu Hæstaréttar sem sigur fyrir sig, þá átti Hæstiréttur samt að stíga skrefið til fulls og sýkna.“ Skógarhlíð 18 • sími 595 1000 • www.heimsferdir.is Munið Mastercard ferðaávísunina Birt með fyrirvara um prentvillur. Heimsferðir áskilja sér rétt til leiðréttinga á slíku. Ath. að verð getur breyst án fyrirvara. Mallorca 11. júní frá kr. 19.990 Allra síðustu sætin Heimsferðir bjóða ótrúlegt tilboð á síðustu sætunum til Mallorca 11. júní. Þú bókar tvö flugsæti en greiðir aðeins fyrir eitt. Gríptu tækifærið og tryggðu þér sumarfrí á frábærum kjörum á vinsælasta sumarleyfisstað Íslendinga. Verð kr. 19.990 Netverð á mann, flugsæti með sköttum, m.v. 2 fyrir 1 tilboð 11. júní í viku. 2 fyrir 1 Ertu á leið til Köben í frí, House of Colors bíður ódýra íbúðagistingu á góðum stað, stutt frá öllu, ströndinni, miðbænum og verslunum. Sjá nánar á houseofcolors.dk House of Colors
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.