24 stundir - 07.06.2008, Síða 32

24 stundir - 07.06.2008, Síða 32
32 LAUGARDAGUR 7. JÚNÍ 2008 24stundir Eftir Sigurð Elvar Þórólfsson seth@24stundir.is Ingunn sigraði í keppni fullorðinna á Hellu og var það fyrsti sigur hennar á Kaupþingsmótaröðinni. Viku síðar fagnaði hún sigri á mótaröð unglinga á Kaupþings- mótaröðinni á Hvaleyrarvelli í Hafnarfirði. Ingunn er því ósigr- andi – enn sem komið er. Ingunn verður á meðal kepp- enda á öðru stigamóti ársins sem fram fer á Hólmsvelli í Leiru um helgina en mótið hófst í dag, laug- ardag. „Öll móðurfjölskyldan er í golfi. Móðir mín, Kristín Þórisdóttir, og foreldrar hennar voru dugleg við að draga mig með sér út á völl hjá GKG þegar ég var að byrja þar. Það spila allir golf í fjölskyldunni en elsti bróðir minn, Þórir, er sá eini sem er ekki forfallinn kylfingur.“ Rígur á heimilinu Það er skemmtilegur systkina- rígur á milli Ingunnar og bróður hennar sem heitir Gestur og er hann tveimur árum eldri en Ing- unn sem er 18 ára gömul. „Við er- um alltaf í keppni og ég held að við séum með nákvæmlega sömu for- gjöf þessa stundina, 4,3. Gestur keppir einnig á Kaupþingsmóta- röðinni líkt og ég. Það fer örugg- lega alveg nett í taugarnar á honum að litla systir vinnur hann þessa dagana. Það er frekar vandræða- legt.“ Ingunn segir að það hafi ekki tekið langan tíma að ná góðum tökum á golfíþróttinni. „Ég var með 13 í forgjöf þegar ég var 14 ára gömul. Og þá komst ég í kvennasveit GKG í fyrsta sinn. Það var stór hópur af stelpum úr vina- hópi mínum sem æfði golf með GKG á þessum tíma og það hjálp- aði mikið til að ég fór alveg á kaf í golfið. Það er helsta vandamálið í stelpugolfinu að stelpur fara ekki af stað ef þær eru einar. Ég veit ekki hvað þetta er með okkur stelpurnar en við þurfum að laga þetta hug- arfar aðeins. Það eru ekki margar stelpur yngri en ég sem keppa á Kaupþingsmótaröðinni. Ég ræddi þetta við pabba minn um daginn og mér finnst eins og stelpur þurfi alltaf að vera saman í hóp til þess að eitthvað gerist. Strákarnir spá minna í þetta og fara bara út á völl þegar þeir vilja. Það hefur ekki ver- ið mikið vandamál fyrir mig að fara ein að æfa. Metnaðurinn er það mikill að ég veit að það er það eina sem dugir. Að æfa meira en hinir.“ Ingunn segir að hún sofni ekki með þann draum í höfðinu að ger- ast atvinnukylfingur á allra næstu árum. Hún ætlar að taka öruggu leiðina og klára námið fyrst. Vel öruggu leiðina „Ég var að ljúka við annað árið í Menntaskólanum í Reykjavík og ég ætla að sjálfsögðu að klára stúd- entsprófið áður en ég fer að pæla mikið í framhaldinu. Ég er ekki með veggspjald af Anniku Sörens- tam uppi í herbergi hjá mér. At- vinnumennskan er ekki efst á for- gangslistanum hjá mér. Það er nánast öll fjölskyldan í lögfræðinni og það kæmi engum á óvart ef ég færi í það fag einnig.“ Á næstu árum hefur Ingunn hug á því að reyna að komast að hjá há- skólaliði í Bandaríkjunum og sam- eina áhugamálið og nám. „Það er auðveldara fyrir stelpur að komast að hjá háskólaliðum. Það gæti verið spennandi að gera slíkt en það er alveg pottþétt að ég mun klára há- skólanámið áður en ég fer að hugsa um atvinnumennsku eða eitthvað slíkt. Það er örugga leiðin.“ Ingunn vinnur hjá Golfklúbbi Kópvogs og Garðabæjar hálfan daginn en þess á milli æfir hún af krafti með afrekshóp GKG. Hún var mjög virk í flestum þeim íþrótt- um sem hún gat æft sem barn og unglingur. „Þegar ég var yngri æfði ég nánast allar íþróttir sem ég gat stundað. Það var gaman meðan á því stóð en þegar ég var í 9. bekk valdi ég golfið. Og hætti öllu hinu Tónlistarnám kom einnig við sögu. Ég lærði á píanó í mörg, mörg ár. Ég hætti því líka. Ég sé ekki eftir þeirri ákvörðun,“ segir Ingunn Gunnarsdóttir. Framtíðin er björt Ingunn Gunn- arsdóttir ætlar að leggja áherslu á námið á næstu árum en lögfræðin heillar – líkt og atvinnumennska. Atvinnumennska eða lögfræði?  Ingunn Gunnarsdóttir, afrekskylfingur úr GKG, er á sigurbraut á Kaupþingsmótaröðinni í golfi  Hefur gam- an af því að „rúlla“ bróður sínum upp  Öll fjölskyldan er í golfi  Hún stefnir að því að spila í Bandaríkjunum „Ég byrjaði að gutla í golfi á golfvellinum á Laugarvatni. Þar erum við með sumarbústað og það var ekkert annað að gera fyrir krakka á þeim tíma. Golf og sund. Ég var því mikið úti á velli á Laug- arvatni og byrjaði ferilinn þar,“ segir Ingunn Gunn- arsdóttir, menntaskóla- mær í MR, en hún hefur sigrað á fyrstu tveimur stigamótunum á Kaup- þingsmótaröðinni í golfi. ➤ Ingunn sigraði á fyrsta stiga-mótinu á Kaupþingsmótaröð- inni í fullorðinsflokki á Hellu. Það er fyrsti sigur hennar á þeirri mótaröð. ➤ Um sl. helgi sigraði hún íflokki 17-18 ára á Kaupþings- mótaröðinni á Hvaleyrarvelli. KAUPÞINGSMÓTARÖÐIN 24stundir/Kristinn ÍÞRÓTTIR ithrottir@24stundir.is a Öll móðurfjölskyldan er í golfi. Móðir mín, Kristín Þórisdóttir, og foreldrar hennar voru dugleg við að draga mig með sér út á völl þegar ég var að byrja. Elsti bróðir minn er sá eini sem er ekki forfallinn kylfingur.

x

24 stundir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.