24 stundir - 07.06.2008, Side 34

24 stundir - 07.06.2008, Side 34
LAUGARDAGUR 7. júní 2008ATVINNA34 stundir RAFMAGNSIÐNFRÆÐINGUR Öryggissvið Neytendastofu óskar eftir að ráða metnaðarfullan rafmagnsiðnfræðing til starfa. Um er að ræða faglegt krefjandi starf þar sem reynir á tæknilega ráðgjöf um reglur er varða rafmagnsöryggismál, framkvæmd eftirlits með rafverktökum og neysluveitum og fræðslu og kynningu um rafmagnsöryggi. Um er að ræða margvísleg áhugaverð verkefni er varða rafmagnsöryggi og rafmagnseftirlit. Umsjón með eftirfarandi starfsþáttum: • Tæknileg ráðgjöf og fræðsla um reglur er varða öryggisstjórnun rafverktaka og öryggi neysluveitna og túlkun og framkvæmd reglna er gilda um rafmagnsöryggismál. • Þátttaka í skipulagningu og framkvæmd lögbundins eftirlits með rafverktökum og öryggi neysluveitna. • Þátttaka í mótun og viðhaldi á gæðastjórnunar- og öryggiskerfum í samræmi við reglur á rafmagns- öryggissviði og aðrar almennar kröfur í starfsumhverfinu. • Þátttaka í rannsóknum bruna og tjóna af völdum rafmagns og úrvinnslu gagna. • Þátttaka í samstarfi í þróun laga og reglna sem gilda um öryggi neysluveitna, öryggisstjórnun rafverktaka o.fl. Menntunar- og hæfniskröfur: • Rafmagnsiðnfræði (sterkstraumssvið). • Sveinsbréf í rafvirkjun og reynsla af rafvirkjunarstörfum. • Góð almenn tölvukunnátta. • Góð íslensku- og enskukunnátta og færni í einu Norðurlandamáli æskileg. • Skipulags- og samskiptahæfni. • Frumkvæði. Vakin er athygi á því að samkvæmt frumvarpi til laga um mannvirki sem lagt hefur verið fram á Alþingi er gert ráð fyrir því að rafmagnsöryggismál flytjist frá Neytendastofu til nýrrar Byggingarstofununar á árinu, ásamt þeim starfsmönnum sem þeim sinna. Um launakjör fer samkvæmt kjarasamningum opinberra starfsmanna. Vakin er athygli á 20. gr. laga nr. 96/2000, um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla. Umsóknir óskast sendar Neytendastofu, Borgartúni 21, 105 Reykjavík, merkt „starf á rafmagnsöryggissviði“ eða rafrænt á póstfang stofnunarinnar, postur@neytendastofa.is, eigi síðar en 24. júní 2008. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. Nánari upplýsingar um starfið veitir Jóhann Ólafsson, sviðsstjóri öryggissviðs, í síma 510 1100. Netfang: johann@neytendastofa.is. Öryggissvið Neytendastofu hefur m.a. yfirumsjón með rafmagnsöryggismálum á Íslandi, markaðseftirliti raffanga og skoðunum á raforkuvirkjum, neysluveitum og öryggisstjórnunarkerfum rafveitna og rafverktaka. Sviðið löggildir rafverktaka, annast skráningu og rannsóknir á slysum og tjónum af völdum rafmagns og gefur út kynningar- og fræðsluefni um rafmagnsöryggismál. Borgartúni 21 • 105 Reykjavík • Sími 510 1100 • Bréfasími 510 1101 postur@neytendastofa. is • www.neytendastofais 10 spurningar sem þú gætir fengið í atvinnuviðtalinu Hverjir eru veikleikar þínir? Erfið spurning. Svaraðu henni með því að undirstrika styrkleika þína frekar en veikleika og slepptu öllu sem kemur vinnunni ekki við. Veikleikar þínir geta líka verið styrkleikar þínir í augum vinnuveitandans. T.d. ef þú ert þrjósk/ur, tapsár, með fullkomnunarþörf og hefur tilhneigingu til að láta vinnuna gleypa líf þitt. Yfirmenn elska vinnualka. Af hverju ættum við að ráða þig? „Seldu” sjálfa/n þig á hnitmiðaðan hátt. „Ég hef unnið að markaðsstörfum í fimm ár og náði áþreifanlegum árangri á fyrri vinnustað. Ég er fullviss um að framlag mitt mun koma fyrirtækinu til góða og að ég gæti orðið góður liðsmaður í ykkar hópi.” Eitthvað í þessa áttina. Af hverju viltu vinna fyrir okkur? Hér ætti svarið þitt að gefa til kynna að þú hafir velt málinu aðeins fyrir þér en hafir ekki sótt um vinnu á 20 stöðum af handahófi. Hver eru þín helstu markmið? Nefndu frekar skammtímamarkmið en að negla líf þitt niður mörg ár fram í tímann. „Í augnablikinu er markmið mitt að fá starf við hæfi í framsæknu fyrirtæki. Markmiðin til lengri tíma litið yrðu að taka mið af þróun fyrirtækisins en ég hefði áhuga á því að taka að mér ábyrgðarstarf með tíð og tíma ef það væri í boði.” Af hverju hættirðu (eða ertu að hætta) á þínum fyrri vinnustað? Ef þú ert atvinnulaus skaltu mála starfslok þín jákvæðum litum. Ef þú ert í starfi skaltu útskýra af hverju þig langar til að hætta. Ekki tala illa um fyrri vinnuveitendur. Hvenær varstu ánægðust/ánægðastur í starfi? Tilgangurinn með þessari spurningu er að komast að því hvað drífur þig áfram og hvers konar starf hentar þér best Svaraðu af hreinskilni. Hvað hefur þú fram yfir aðra umsækjendur? Hvað gerir þig öðruvísi en aðra? Dragðu saman reynslu þína, hæfileika og persónulega eiginleika. Hvaða þrjú jákvæðu lýsingarorð myndi fyrrverandi yfirmaður þinn nota til að lýsa þér? Þarna færðu tækifæri til að monta þig aðeins, án þess að virka allt of grobbin/n, með því að lýsa þér með orðum annarra. Hvaða laun viltu fá? Yfirleitt er talið betra að vinnuveitandinn hafi frumkvæði að því að nefna ákveðna tölu. Vertu búin/n að undirbúa þig og hafðu á hreinu hver meðallaunin eru í viðkomandi grein og hversu lágt þú ert ekki tilbúin/n að leggjast. Ef þú værir dýr, hvaða dýr myndirðu vera? Sálfræðileg spurning sem er notuð til að prófa hversu fljótt fólk er að hugsa. Ef þú svarar „kanína” gætirðu virkað of mjúk/ur. „Ljón” gefur aftur á móti til kynna að þú sért árásarhneigð/ur.

x

24 stundir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.