24 stundir - 07.06.2008, Side 41

24 stundir - 07.06.2008, Side 41
Eftir Heiðdísi L. Magnúsdóttur heiddis@24stundir.is Mesta skammarstrikið fyrr og síðar? Þegar ég var 11 ára og var að fífl- ast með dartpílu ásamt góðri vin- konu minni eftir skóla. Þegar við höfðum fengið leiða á því að skjóta í korkspjaldið ákvað ég að taka leik- inn lengra og skaut á stórt olíumál- verk á striga sem mamma og pabbi eiga. Það kom gat. Ég dó ekki ráða- laus og tippexaði í gatið. Enginn fattaði neitt. Þrettán árum síðar, eða um það leyti sem ég flutti að heim- an, hreinsaði ég samvisku mína af glæpnum og sagði foreldrum mín- um frá þessu. Þau eru enn að leita að „viðgerð“ minni á málverkinu. Mohahahaa … Hvaða lifandi manneskju lít- urðu upp til og hvers vegna? Lóu afasystur á Englandi. Hún er 88 ára, ekkja, eldhress, stór- skemmtileg og man allt. Hún spilar bridge og veðjar á hesta milli þess sem hún vinnur góðgerðarstörf og fer í kokteilboð og veislur með vin- konum sínum. Þær kalla sig The Merry Widows, drekka púrtvín út í eitt en eru aldrei fullar. Stærsti sigurinn? Hann er ekki unninn enn. Mestu vonbrigðin? Þau hafa heldur ekki látið á sér kræla. Hvernig tilfinning er ástin? Eins og endalaust vor. Hefurðu einhvern tíma lent í lífshættu? Nei, sem betur fer aldrei. A.m.k. ekki svo ég hafi vitað af. Er frekar varkár manneskja. Hvaða hluti í eigu þinni met- urðu mest? Ég met dauða hluti ekki mikils. En ef ég verð að nefna eitthvað er það sennilegast bangsinn minn, hann Bangsímon. Fékk hann frá Steinunni föðursystur á fæð- ingardeildinni, 24 stunda gömul. Hann hefur verið í bóli mínu síðan. Hann stendur alltaf með mér sama hvernig blæs … og er alltaf næs. Ef þú byggir yfir ofurmannleg- um hæfileikum, hverjir væru þeir? Þá gæti ég gert mig ósýnilega. Ætti góðan huliðshjálm. Það kæmi sér oft rosalega vel fyrir mig að vera ósýnileg, sérstaklega í starfi mínu. Þá gæti ég verið á alls konar fundum og þannig án þess að neinn myndi fatta neitt. Hvað gerirðu til að láta þér líða vel? Elda góðan mat og býð til mín skemmtilegu fólki. Þegar það er farið læt ég renna í heitt bað og hugsa um hvað ég er heppin. Ég á frábæra fjölskyldu og vini, heil- brigðan líkama, er í stórskemmti- legu starfi og hlakka til morgun- dagsins. Hefurðu einhvern tíma bjargað lífi einhvers? Ekki í bókstaflegri merkingu. En vinir mínir segja mig ráðagóða og hafa þakkað fyrir sig með þessum orðum. Skrýtnasta starfið? Starfið sem ég er í núna. Veit aldrei í hverju ég lendi í vinnunni. Hef flogið í þyrlu, stokkið í sjóinn úr varðskipi, reifað hæstaréttardóm og talað við leikskólabörn á Tjarnar- borg um þemavikuna þeirra – allt á sama deginum! Hvað myndi ævisagan þín heita? Úff … er ekki viss. Á vakt- inni – ævi og störf Maríu Sig- rúnar … eða er það kannski of dæmigert? Hver myndi leika þig í kvikmynd byggðri á ævi þinni? Ég sjálf. Ég myndi bara nota svið- snafnið Maria Hilm- ary, því fram- leið- endur- nir myndu að sjálf María Sigrún Hilmarsdóttir fréttamaður Á meðan stór hluti lands- manna situr á rassinum fyrir framan tölvuskjáinn í vinnutímanum flýgur María Sigrún Hilm- arsdóttir, fréttamaður á fréttastofu Sjónvarps, í þyrlu eða stekkur í sjóinn úr varðskipi. Huliðshjálmur kæmi sér vel 24stundir LAUGARDAGUR 7. JÚNÍ 2008 41 LÍFSSTÍLL lifsstill@24stundir.is a Þrettán árum síðar, eða um það leyti sem ég flutti að heiman, hreinsaði ég samvisku mína af glæpnum og sagði foreldrum mínum frá þessu. „María Sigrún er alltaf afskaplega kát og jákvæð,“ segir faðir henn- ar, Hilmar Þór Björnsson arki- tekt. „Hún er svolítið suðræn í hegðun, smellir gjarnan kossi á fólk og ber virðingu fyrir tilfinn- ingum annarra. Hún fylgist vel með gamla fólkinu í fjölskyld- unni. Hún er t.d. í miklu betra sambandi við föðursystkini mín en ég. Hún hringir reglulega í þau og veit alltaf ef einhver þarf að fara til læknis eða slíkt. Þetta finnst mér sérstakt. Góð við gamla fólkið Elín Hirst, yfirmaður Maríu Sig- rúnar, gefur henni bestu ein- kunn: „Hún er skemmtileg, dug- leg og falleg ung kona sem á eftir að ná langt í fréttamennskunni. Hún er mjög vönduð manneskja, afar skýr í kollinum og á auðvelt með að sjá það sem fréttnæmt er í hlutum sem hún fær til umfjöll- unar. Hún er stöðugt að sýna framfarir og verða betri og betri í sínu fagi.“ Vönduð manneskja Svanhvít Friðriksdóttir, vinkona Maríu Sigrúnar og verkefnastjóri hjá Baugi Group, segir hana frá- bæra vinkonu og ótrúlega skemmtilega. „Hún er mikill húmoristi og við hlæjum oft eins og vitleysingar saman. Það er gaman að ferðast með henni. Það er alltaf hægt að leita til Maríu Sigrúnar, hvort sem um er að ræða jákvæða eða neikvæða hluti í lífinu. Hún vill alltaf aðstoða og er virkilega traustur vinur. Mikill húmoristi og skemmtileg yfirheyrslan

x

24 stundir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.