24 stundir - 07.06.2008, Blaðsíða 44

24 stundir - 07.06.2008, Blaðsíða 44
um og ég gat notið mín í því að út- setja fyrir hana. Núna er engin hljómsveit lengur og allt orðið flat- ara,“ segir Ólafur Gaukur. Horfðuð þið á keppnina núna? „Já, ég horfði á þetta í tölvunni. Regína og Friðrik Ómar voru frá- bær. Ég held að við eigum ekki séns í þetta lengur vegna þess hversu ólíkir heimar Austur- og Vestur- Evrópa eru,“ segir Anna Mjöll. „Þetta er ekki sönglagakeppni lengur, heldur keppni um sniðug- asta textann og flottasta showið. Ís- lenska lagið var vel flutt og vel unn- ið,“ bætir Ólafur Gaukur við. Í kjölfar Eurovision vakti Anna Mjöll töluverða athygli í þjóðfélag- inu. „Það var bara gaman. Í byrjun var ég svolítið næm fyrir því sem var skrifað um mig. Tók gagnrýn- inni persónulega. Það er samt alltaf gott að fá góða gagnrýni.“ „Frá þeim sem hafa kunnáttu til að gagnrýna,“ skýtur faðir hennar inn í. „Gagnrýnendur þurfa að vera hámenntaðir og mjög víðsýnir.“ „En þetta var gaman og mikill heiður að fá að taka þátt í þessu fyrir Íslands hönd. Ég bý enn að þeirri reynslu,“ segir Anna Mjöll. Ári síðar hófst annað ævintýri í lífi hennar en þá fékk hún vinnu sem bakraddasöngkona hjá stór- söngvaranum Julio Iglesias. „Ég hafði verið að syngja í partíi og einhver þar lét Julio fá númerið mitt. Á þessum tíma var búið að loka fyrir rafmagnið hjá mér úti í L.A. og það átti að fara að loka sím- anum. Ég var að væla yfir þessu eitt kvöldið, fór daginn eftir og keypti mér farmiða til Íslands en þegar ég kom heim voru skilaboð á símsvar- anum. Til að gera langa sögu stutta var mér boðið að koma og syngja með Julio Iglesias. Fyrst hélt ég að einhver væri að grínast í mér en viku seinna var ég komin í áheyrn- arprufur til Miami. Eftir þær var mér sagt að pakka niður. Ég væri á leiðinni til Vegas.“ Við tók þriggja ára tónleika- ferðalag um heiminn með Julio. Ólafur Gaukur og kona hans, Svanhildur Jakobsdóttir, hittu hann eftir eina tónleikana í Vegas. „Julio var mjög spenntur að hitta foreldra mína. Svítan hans var full af fólki svo eini staðurinn, þar sem hægt var að fá næði, var lítið kló- sett við hliðina á henni. Hann dró okkur þangað inn, settist sjálfur á klósettið og svo töluðum við sam- an þar,“ segir Anna Mjöll. „Fyrirfram var ég ekkert hrifinn af honum sem tónlistarmanni en svo sá ég ferna tónleika með hon- um og núna finnst mér hann mjög góður,“ segir Ólafur Gaukur. Hver er minnisstæðasta uppá- koman úr tónleikaferðinni? „T.d. þegar okkur var skipað að hitta Alexander Lúkasjenkó, for- seta Hvíta-Rússlands, eftir sýningu þar í landi. Þar vorum við látin setjast til borðs með honum, Alex- ander mér á hægri hönd en Julio á þá vinstri. Á móti okkur sat utan- ríkisráðherrann sem skalf eins og hrísla af hræðslu við forsetann. Al- exander vildi að allir skáluðu í vodka. Ég tók smásopa en þá sagði hann: Nei, nei, þú móðgar þjóð okkar ef þú drekkur þetta ekki allt! Við skelltum þessu í okkur. Ég hef aldrei drukkið svona vodka áður, drykkurinn bókstaflega brenndi okkur að innan. Svo var farið að hella aftur í staupin en Julio sagði: Veistu það, ég dey ef ég þarf að drekka meira! Þá sagði Alexander: Ég ætla að taka stelpurnar með mér í ferð í nóvember. Julio var sem betur fer fljótur að hugsa, sagði að við værum því miður að vinna í nóvember og reddaði okkur þann- ig út úr þessu.“ „Á þessum tíma vildum við helst heyra í henni á hverjum degi. Stundum var það ekki hægt og þá vorum við að drepast úr hræðslu,“ segir Ólafur. Árið 2000 hætti Anna Mjöll að syngja með Julio Iglesias. „Þetta var gaman á meðan á þessu stóð en ég var orðin þreytt. Við ferðuðumst að meðaltali í tíu mánuði á ári. Ég fór aftur til L.A. þar sem ég vann m.a. við að syngja í Barbie-auglýsingum fyrir Mattel og Disney Channel. Íslendingar spyrja gjarnan „hvað ertu að gera núna“ á meðan Bandaríkjamenn spyrja frekar „hvernig hefurðu það“? Kannastu við þetta? „Það er nokkuð til í þessu. Reyndar spyr fólk í L.A. líka hvað maður sé að gera. Kannski er öðru- vísi andi þar en annars staðar í Bandaríkjunum. Ég tek samt eftir breytingu hér á landi. Allir eru orðnir svo kurteisir og jákvæðir í búðum og bakaríum.“ En hvað ertu að gera núna? Og hvernig hefurðu það? Hún hlær hjartanlega. „Ég er allt- af að búa til einhver lög og skrifa tónlist. Eiginmaður minn er tónlist- armaður og við erum með stúdíó heima hjá okkur. Ég hef það svaka fínt. Svo lengi sem ég hef eitthvað að gera þá er ég hamingjusöm.“ Ástin bankar upp á Umræddur eiginmaður er Neil Stubenhaus bassaleikari en honum kynntist Anna Mjöll í L.A. „Við kynntumst í gegnum sam- eiginlegan vin eitt kvöldið árið 1997 og náðum vel saman. Við er- um mjög lík. Kannski of lík. Erum á mjög svipaðri bylgjulengd.“ Neil er einn besti bassaleikarinn í L.A., svokallaður A-lista-leikari sem hefur komið fram með tónlist- armönnum á borð við Aliciu Keyes, Donnu Summer, Quincy Jones og Barbra Streisand. Í ágúst er hann væntanlegur á Djasshátíð í Reykjavík. Eigið þið börn? „Nei! En við eigum hunda. Gild- ir það?“ spyr hún. Heldur betur. Hvernig hunda eigið þið? „Þeir eru þessi fræga blanda: „Það veit enginn“. Þeir segja voff og hafa fjóra fætur. Við fundum þá á hundahæli. Þeir eru líka ljósið mitt.“ „Svona hundar eru betri en nokkur Securitas-vörn,“ bendir Ólafur á. „Þeir eru alltaf á verði.“ „Það er rétt! Svo eru þeir vinir manns. Það er ekkert eins og góðir voffar. Nema kannski ísbirnir?“ segir Anna Mjöll sposk á svipinn. Anna Mjöll er mikill dýravinur og segir að eitt það erfiðasta sem hún hafi gengið í gegnum í lífinu hafi verið að missa þá hunda sem hún hefur átt í gegnum tíðina. Slík- ur missir sé áfall á vissan hátt. Í lífi Ólafs Gauks hafa skipst á skin og skúrir. Dúr og moll. Fyrir aðeins einum og hálfum mánuði lést dóttir hans sem hann eignaðist í sínu fyrra hjónabandi. Einnig syrgir hann nú góðan vin sinn, Kristján Kristjánsson, stofnanda KK-sextetts. Þau feðgin leika ein- mitt lag honum til heiðurs í kvöld. „Það eru sorgir víða. En dauðinn er hluti af lífinu og maður verður bara að reyna að skilja það. Það er nokkuð sem við verðum öll að gangast undir. Ég er að vonast til að það sé eitthvert líf eftir dauðann,“ segir Ólafur Gaukur. „Ég held að það sé voða margt sem við vitum ekkert um,“ segir Anna Mjöll. Hafið þið leitað eftir staðfest- ingu á slíku? „Nei, en ég fór einu sinni með vinkonu minni í dáleiðslu. Hún ætlaði að láta dáleiða sig til að finna út hver hún hefði verið í fyrri lífum og ég átti að vera vörðurinn hennar. Svo byrjaði maðurinn að dáleiða. Ég náttúrlega vaknaði ein- um og hálfum tíma seinna!“ segir Anna Mjöll og skellihlær. „Ég skynjaði ekkert. En þetta var fínt. Ég var samt ekki ráðin aftur sem vörður.“ Ólafur segist vantrúaður á þess háttar fyrirbæri. „En við skiljum ekki allt. Við getum alveg bókað það.“ Þegar Anna Mjöll er beðin um að lýsa föður sínum orðar hún það m.a. þannig að hún hafi valið hann mjög vel. Hvað áttu við með því? „Ég fór einu sinni til spákonu og hún sagði: Þú valdir foreldra þína. Af því þú vissir að þau myndu skilja þína leið í lífinu. Þau hafa þolað öll uppátækin í mér. Eitthvað hlýtur að vera til í þessu. „Annað hvort stendur maður með vinum sínum eða ekki,“ segir Ólafur ákveðinn og horfir hlýlega á dóttur sína. Dóttirin ranghvolfir augum. „Það eru nú takmörk.“ 24stundir/Valdís Thor a Við kynntumst í gegnum sameig- inlegan vin eitt kvöldið árið 1997 og náðum vel saman. Við erum mjög lík. Kannski of lík. Erum á mjög svipaðri bylgju- lengd. 44 LAUGARDAGUR 7. JÚNÍ 2008 24stundir Anna Mjöll um Ólaf Gauk: Með fullkomnunaráráttu, risastórt hjarta, mjög næmur, alltaf skapandi og opinn fyrir öllu nýju. Besti pabbi í heimi. Ólafur Gaukur um Önnu Mjöll: Skynsöm, harðdugleg, mús- íkölsk og góð stúlka. a En dauðinn er hluti af lífinu og maður verður bara að reyna að skilja það. Það er nokkuð sem við verðum öll að gangast undir. Í húsnæði gítarskólans „Það eru mörg ár síðan við komum fram saman síðast.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.